Nýsköpun án framtíðar? Erna Magnúsdóttir og Eiríkur Steingrímsson skrifa 7. október 2024 07:02 Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar Tækniþróunarsjóður hefur verið efldur, endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaður fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnanir fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2017 fengu nýsköpunarfyrirtæki tæpa 2.4 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði og hefur farið ört hækkandi síðan. Gert er ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári og gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað í raunvirði ár eftir ár. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunn-starfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Fyrir rannsóknatengd nýsköpunarfyrirtæki er þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er enn og aftur stefnt að niðurskurði á opinberu samkeppnissjóðunum tveimur, Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Á sama tíma aukast framlög til rannsóknasjóða Evrópusambandsins (enda eru þau bundin GDP og langtíma samningum) og endurgreiðslur rannsókna- og þróunarskostnaðar fyrirtækja taka stórt stökk uppá við. Það er eins og stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að vísindi og rannsóknir skuli fara fram í fyrirtækjum eingöngu en ekki við háskóla eða rannsóknastofnanir. Við könnumst ekki við að umræða um slíka stefnubreytingu hafi farið fram en tölurnar benda sterklega til að ákvörðunin hafi verið tekin. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs jukust einungis um 6% milli 2013 og 2024 ef miðað er við launavísitölu, en 2013 var fyrsta árið þar sem framlög voru aukin eftir stórfeldan niðurskurð vegna fjármálahruns. Á sama tíma hafa umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða á pari við það sem hún var árið 2012, í miðjum niðurskurði vegna fjármálahruns, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um fjórðungi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 ár. Þessir tveir sjóðir hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Eiríkur er prófessor við Læknadeild HÍ. Erna er dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar Tækniþróunarsjóður hefur verið efldur, endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaður fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnanir fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2017 fengu nýsköpunarfyrirtæki tæpa 2.4 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði og hefur farið ört hækkandi síðan. Gert er ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári og gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað í raunvirði ár eftir ár. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunn-starfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Fyrir rannsóknatengd nýsköpunarfyrirtæki er þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er enn og aftur stefnt að niðurskurði á opinberu samkeppnissjóðunum tveimur, Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Á sama tíma aukast framlög til rannsóknasjóða Evrópusambandsins (enda eru þau bundin GDP og langtíma samningum) og endurgreiðslur rannsókna- og þróunarskostnaðar fyrirtækja taka stórt stökk uppá við. Það er eins og stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að vísindi og rannsóknir skuli fara fram í fyrirtækjum eingöngu en ekki við háskóla eða rannsóknastofnanir. Við könnumst ekki við að umræða um slíka stefnubreytingu hafi farið fram en tölurnar benda sterklega til að ákvörðunin hafi verið tekin. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs jukust einungis um 6% milli 2013 og 2024 ef miðað er við launavísitölu, en 2013 var fyrsta árið þar sem framlög voru aukin eftir stórfeldan niðurskurð vegna fjármálahruns. Á sama tíma hafa umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða á pari við það sem hún var árið 2012, í miðjum niðurskurði vegna fjármálahruns, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um fjórðungi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 ár. Þessir tveir sjóðir hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Eiríkur er prófessor við Læknadeild HÍ. Erna er dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun