Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Bjarki Sigurðsson skrifar 3. október 2024 11:50 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. vísir Efling undirritaði í nótt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem nær til félagsmanna á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum. Formaður Eflingar fagnar því að stjórnvöld viðurkenni loks mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna. Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga. Stjórnvöld taka á vandanum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið gert vegna alvarlegs mönnunarvanda hjúkrunarheimila síðustu ár. „Þessi mönnunarvandi hefur auðvitað verið þekktur núna mjög lengi. Í það minnsta þrjár ítarlegar skýrslur hafa verið unnar um hann, nú síðast skýrsla Gylfa Magnússonar árið 2021 og mikið var rætt um. En það þurfti samninganefnd Eflingar, fólkið sjálft sem starfar á hjúkrunarheimilunum, til að fá stjórnvöld til að viðurkenna að það þurfi að takast á við þennan vanda. Og það ætla þau að gera,“ segir Sólveig. Í samningnum er samkomulag við stjórnvöld um að taka skuli á mönnunarvandanum. Heilbrigðis- og fjármálaráðuneytin skuli vera búin að leggja fram fjármagnaðar og tímasettar lausnir á vandanum fyrir apríl á næsta ári. Gangi það ekki eftir er Eflingu heimilt að segja upp samningnum. Félagsfólkið skili frábærum árangri „Við fylgjum launastefnunni sem mótuð var í kjarasamningum okkar á almennum markaði sem hefur fylgt í öllum öðrum samningum. En það voru fjölmörg önnur atriði sem við náðum miklum árangri í í þessum samningum. En þetta var grundvallarkrafan og það hefði aldrei verið hægt að ganga frá samningum nema að þessi niðurstaða hafi komið.“ „Eins og við vorum búin að lýsa yfir, þá vorum við tilbúin til að slíta viðræðum og undirbúa aðgerðir ef ekki næðist fullnægjandi árangur í viðræðunum. Og ég tel að sú staðfesta afstaða okkar í samninganefndinni, og sú mikla vitneskja sem er til staðar um það að þegar við í Eflingu förum í kjarasamninga erum við með félagsfólk á bak við okkur, hafi skilað þessum frábæra árangri,“ segir Sólveig. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hveragerði Hjúkrunarheimili Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga. Stjórnvöld taka á vandanum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið gert vegna alvarlegs mönnunarvanda hjúkrunarheimila síðustu ár. „Þessi mönnunarvandi hefur auðvitað verið þekktur núna mjög lengi. Í það minnsta þrjár ítarlegar skýrslur hafa verið unnar um hann, nú síðast skýrsla Gylfa Magnússonar árið 2021 og mikið var rætt um. En það þurfti samninganefnd Eflingar, fólkið sjálft sem starfar á hjúkrunarheimilunum, til að fá stjórnvöld til að viðurkenna að það þurfi að takast á við þennan vanda. Og það ætla þau að gera,“ segir Sólveig. Í samningnum er samkomulag við stjórnvöld um að taka skuli á mönnunarvandanum. Heilbrigðis- og fjármálaráðuneytin skuli vera búin að leggja fram fjármagnaðar og tímasettar lausnir á vandanum fyrir apríl á næsta ári. Gangi það ekki eftir er Eflingu heimilt að segja upp samningnum. Félagsfólkið skili frábærum árangri „Við fylgjum launastefnunni sem mótuð var í kjarasamningum okkar á almennum markaði sem hefur fylgt í öllum öðrum samningum. En það voru fjölmörg önnur atriði sem við náðum miklum árangri í í þessum samningum. En þetta var grundvallarkrafan og það hefði aldrei verið hægt að ganga frá samningum nema að þessi niðurstaða hafi komið.“ „Eins og við vorum búin að lýsa yfir, þá vorum við tilbúin til að slíta viðræðum og undirbúa aðgerðir ef ekki næðist fullnægjandi árangur í viðræðunum. Og ég tel að sú staðfesta afstaða okkar í samninganefndinni, og sú mikla vitneskja sem er til staðar um það að þegar við í Eflingu förum í kjarasamninga erum við með félagsfólk á bak við okkur, hafi skilað þessum frábæra árangri,“ segir Sólveig.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hveragerði Hjúkrunarheimili Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira