Ekki sniðugt að hafa öll eggin í sömu öskjunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. október 2024 12:35 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir aðra staði ættu að koma til greina undir varaflugvöll en Hvassahraun. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir marga aðra staða á landinu betri valkost fyrir varaflugvöll en Hvassahraun. Sama vá steðji að því svæði og að flugvöllunum í Reykjavík og Keflavík. Betra sé að hafa ekki öll eggin í sömu öskjunni. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þau hallist að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. „Þetta flugvallastæði er á tiltölulega ungu hrauni. Það eru miklu meiri líkur á að hraun flæði yfir þetta svæði en það svæði sem núverandi flugvellir standa á. Það er bara staðreynd,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hraunrennsli á svæðinu er ekki útilokað en fram kemur í skýrslu starfshóps að það þyrfti frekar stórt eldgos - tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Hraun muni renna í átt að Hvassahrauni Þorvaldur segir að þær hermanir sem gerðar hafa verið sýni að komi upp eldgos á Krýsuvíkur- eða Trölladyngjurein renni hraun í átt að fyrirhuguðu flugvallastæði. Það sé rétt að það fari eftir stærð gossins hvort hraunið nái því en það sé alls ekki útilokað. „Það fer alveg eftir stærð gossins, hversu langvinnt gosið er og hversu útbreitt hraunrennslið er, hversu stór hraunbreiðslan verður. Hraun þarna í nágrenninu hafa flætt alla leið til sjávar, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Skoða þurfi önnur flugvallastæði, þar sem eldfjallavá steðjar ekki að. Eins megi spyrja hvort allt þurfi að vera á suðvesturhorni landsins. „Það er kannski eðlilegt að hugsa um hlutina frá byggðalegu og samfélagslegu sjónarmiði. Á allt að vera á suðvesturhorninu?“ spyr Þorvaldur. „Ef við erum að hugsa þetta út frá út frá þessum hugsunarhætti að forðast að vera með öll eggin í sömu öskjunni ættum vð að forðast að hafa okkar varaflugvöll á svæði sem er undir sömu vá og Reykjanesskaginn.“ Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þau hallist að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. „Þetta flugvallastæði er á tiltölulega ungu hrauni. Það eru miklu meiri líkur á að hraun flæði yfir þetta svæði en það svæði sem núverandi flugvellir standa á. Það er bara staðreynd,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hraunrennsli á svæðinu er ekki útilokað en fram kemur í skýrslu starfshóps að það þyrfti frekar stórt eldgos - tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Hraun muni renna í átt að Hvassahrauni Þorvaldur segir að þær hermanir sem gerðar hafa verið sýni að komi upp eldgos á Krýsuvíkur- eða Trölladyngjurein renni hraun í átt að fyrirhuguðu flugvallastæði. Það sé rétt að það fari eftir stærð gossins hvort hraunið nái því en það sé alls ekki útilokað. „Það fer alveg eftir stærð gossins, hversu langvinnt gosið er og hversu útbreitt hraunrennslið er, hversu stór hraunbreiðslan verður. Hraun þarna í nágrenninu hafa flætt alla leið til sjávar, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Skoða þurfi önnur flugvallastæði, þar sem eldfjallavá steðjar ekki að. Eins megi spyrja hvort allt þurfi að vera á suðvesturhorni landsins. „Það er kannski eðlilegt að hugsa um hlutina frá byggðalegu og samfélagslegu sjónarmiði. Á allt að vera á suðvesturhorninu?“ spyr Þorvaldur. „Ef við erum að hugsa þetta út frá út frá þessum hugsunarhætti að forðast að vera með öll eggin í sömu öskjunni ættum vð að forðast að hafa okkar varaflugvöll á svæði sem er undir sömu vá og Reykjanesskaginn.“
Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28