Þreytt dæmi Fjóla Blandon skrifar 1. október 2024 23:02 Ísland er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og hefur verið lengi. Skiljanlega hafa landsmenn og stjórnvöld reynt að hamra það járn meðan heitt er. Ferðamennskan býður upp á fjöldann allan af tækifærum og fátt er skemmtilegra en að fá að deila fallega landinu okkar og menningu með öðrum þjóðum. Þó er aldrei svo djúpur brunnur að ei verði upp ausinn og er ferðamannastraumurinn orðinn fullmikill. Því miður er staðan í dag algjörlega komin út fyrir sæmileg mörk og finnst mér stjórnvöld og stórrisar í ferðamennsku hafa gleymt sér í græðginni. Það verður að viðurkennast að staðan hér á landi með óheftum ágangi ferðamanna er ansi lýjandi. Fylgir hér því þreytandi listi sem tengist áhrifum ferðamannaiðnaðarins eins og hann er í dag: Ég er þreytt á að víla fyrir mér að ferðast um landið mitt því Hringvegurinn er ókeyrandi vegna brjálaðrar umferðar. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vörubílstjóra, þar sem vinnudagurinn hefur lengst um 1-2 tíma vegna umferðar, eða hreinlega færst yfir á óguðlegan, ófjölskylduvænan tíma til að sleppa undan téðri umferð. Ég er þreytt á að nauðhemla á þjóðveginum af því að ferðamaður lagði á miðjum vegi til að taka myndir af hestum eða norðurljósum. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vegavinnumenn, sem hafa ekki undan við að gera við vegi landsins sem eru undir gífurlegu álagi vegna tíðra rútuferða og bílaleigubíla. Ég verð þreytt við tilhugsunina um heilbrigðisstarfsfólk, sem ætlast er til að hlaupi hraðar og lifi á þakklætinu þegar kemur að auknu álagi á kerfið með sístækkandi straumi ferðamanna. Ég verð þreytt við tilhugsunina um björgunarsveitarfólk, sem fær alloft beiðnir um að bjarga ferðafólki sem er vanbúið fyrir íslenskar aðstæður. Ég er þreytt á að sjá ekki náttúruperlurnar mínar fyrir litskrúðugum úlpum, löngum röðum og fjöldanum öllum af rútum. Ég er þreytt á að sjá ásýnd heilu þéttbýlanna hverfa vegna ferkantaðra, stórra hótela. Ég er þreytt á að geta ekki keyrt í gegnum sveitir landsins án þess að keyra fram hjá ferðamannagistingu af einhverju tagi á 2km fresti. Ég er þreytt á því að stjórnvöld loki augunum fyrir tækifærum til að auka sjálfbærni Íslands með meiri stuðningi við starfsgreinar sem tengjast ekki ferðamennsku. Ég er þreytt á að hagnaðurinn sem hlýst af ferðamönnum fer í vasann á nokkrum vel völdum, frekar en að hann sé nýttur í bættar, umhverfisvænni samgöngur og betra heilbrigðiskerfi. Ég er þreytt á að stjórnvöld ætlist til að allir taki þátt í ferðamannaiðnaðinum með beinum eða óbeinum hætti. Ég er þreytt á að sjá ungt fólk ströggla á fasteignamarkaði þar sem verðið er stjarnfræðilega hátt vegna ferðamannaleiguíbúða. Ég er þreytt á að sjá stjórnvöld tala um mikilvægi þess að hlúa að íslenskri tungu en kippa sér svo ekkert við skilti, matseðla, vörumerki og auglýsingar íslenskra fyrirtækja á ensku. Ég er þreytt á að sjá íslenskum heitum á vörumerkjum breytt í erlend til að auðvelda ferðamönnum að versla. Ég er þreytt á að upplýsingaskilti séu á ensku fyrst og íslensku síðast (ef íslenskan er höfð með yfir höfuð). Ég er þreytt á að þurfa að biðja um matseðil á íslensku. Ég er þreytt á að litið sé á sveitir landsins sem ferðamannastað, frekar en vinnustað fólksins sem þar býr. Ég er þreytt á að viðhorf mitt til ferðamanna, sem áður var jákvætt sé orðið að mestu neikvætt. Rót ferðamennsku felst í því að heimsækja staði sem þú dáist að eða hefur áhuga á, og ég er almennt stolt af því að Ísland sé slíkur staður. Ég er þreytt á að búa í landi sem er áfangastaður ferðamanna fyrst, og heimili þjóðar síðast. Höfundur tekur lýsi, D-vítamín og sefur að meðaltali 8 klukkutíma á hverri nóttu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ísland er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og hefur verið lengi. Skiljanlega hafa landsmenn og stjórnvöld reynt að hamra það járn meðan heitt er. Ferðamennskan býður upp á fjöldann allan af tækifærum og fátt er skemmtilegra en að fá að deila fallega landinu okkar og menningu með öðrum þjóðum. Þó er aldrei svo djúpur brunnur að ei verði upp ausinn og er ferðamannastraumurinn orðinn fullmikill. Því miður er staðan í dag algjörlega komin út fyrir sæmileg mörk og finnst mér stjórnvöld og stórrisar í ferðamennsku hafa gleymt sér í græðginni. Það verður að viðurkennast að staðan hér á landi með óheftum ágangi ferðamanna er ansi lýjandi. Fylgir hér því þreytandi listi sem tengist áhrifum ferðamannaiðnaðarins eins og hann er í dag: Ég er þreytt á að víla fyrir mér að ferðast um landið mitt því Hringvegurinn er ókeyrandi vegna brjálaðrar umferðar. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vörubílstjóra, þar sem vinnudagurinn hefur lengst um 1-2 tíma vegna umferðar, eða hreinlega færst yfir á óguðlegan, ófjölskylduvænan tíma til að sleppa undan téðri umferð. Ég er þreytt á að nauðhemla á þjóðveginum af því að ferðamaður lagði á miðjum vegi til að taka myndir af hestum eða norðurljósum. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vegavinnumenn, sem hafa ekki undan við að gera við vegi landsins sem eru undir gífurlegu álagi vegna tíðra rútuferða og bílaleigubíla. Ég verð þreytt við tilhugsunina um heilbrigðisstarfsfólk, sem ætlast er til að hlaupi hraðar og lifi á þakklætinu þegar kemur að auknu álagi á kerfið með sístækkandi straumi ferðamanna. Ég verð þreytt við tilhugsunina um björgunarsveitarfólk, sem fær alloft beiðnir um að bjarga ferðafólki sem er vanbúið fyrir íslenskar aðstæður. Ég er þreytt á að sjá ekki náttúruperlurnar mínar fyrir litskrúðugum úlpum, löngum röðum og fjöldanum öllum af rútum. Ég er þreytt á að sjá ásýnd heilu þéttbýlanna hverfa vegna ferkantaðra, stórra hótela. Ég er þreytt á að geta ekki keyrt í gegnum sveitir landsins án þess að keyra fram hjá ferðamannagistingu af einhverju tagi á 2km fresti. Ég er þreytt á því að stjórnvöld loki augunum fyrir tækifærum til að auka sjálfbærni Íslands með meiri stuðningi við starfsgreinar sem tengjast ekki ferðamennsku. Ég er þreytt á að hagnaðurinn sem hlýst af ferðamönnum fer í vasann á nokkrum vel völdum, frekar en að hann sé nýttur í bættar, umhverfisvænni samgöngur og betra heilbrigðiskerfi. Ég er þreytt á að stjórnvöld ætlist til að allir taki þátt í ferðamannaiðnaðinum með beinum eða óbeinum hætti. Ég er þreytt á að sjá ungt fólk ströggla á fasteignamarkaði þar sem verðið er stjarnfræðilega hátt vegna ferðamannaleiguíbúða. Ég er þreytt á að sjá stjórnvöld tala um mikilvægi þess að hlúa að íslenskri tungu en kippa sér svo ekkert við skilti, matseðla, vörumerki og auglýsingar íslenskra fyrirtækja á ensku. Ég er þreytt á að sjá íslenskum heitum á vörumerkjum breytt í erlend til að auðvelda ferðamönnum að versla. Ég er þreytt á að upplýsingaskilti séu á ensku fyrst og íslensku síðast (ef íslenskan er höfð með yfir höfuð). Ég er þreytt á að þurfa að biðja um matseðil á íslensku. Ég er þreytt á að litið sé á sveitir landsins sem ferðamannastað, frekar en vinnustað fólksins sem þar býr. Ég er þreytt á að viðhorf mitt til ferðamanna, sem áður var jákvætt sé orðið að mestu neikvætt. Rót ferðamennsku felst í því að heimsækja staði sem þú dáist að eða hefur áhuga á, og ég er almennt stolt af því að Ísland sé slíkur staður. Ég er þreytt á að búa í landi sem er áfangastaður ferðamanna fyrst, og heimili þjóðar síðast. Höfundur tekur lýsi, D-vítamín og sefur að meðaltali 8 klukkutíma á hverri nóttu
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun