Allt sem þú vilt vita um dánaraðstoð Bjarni Jónsson skrifar 1. október 2024 08:31 Dánaraðstoð hefur í mörgum löndum verið viðurkennd sem mannréttindaúrræði sem virðir vilja og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Sviss leyfði dánaraðstoð árið 1937, Holland fylgdi árið 2002 og Kanada árið 2016. Þótt ofangreind lönd hafi mismunandi menningarlegan og samfélagslegan bakgrunn, er grundvallarhugmyndin alls staðar sú sama: virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og rétti hans til að deyja á eigin forsendum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar rætt er um mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi vakna margar spurningar og vangaveltur. Hér eru nokkrar af þeim algengustu: Ef dánaraðstoð verður lögleidd á Íslandi… „… mun hún þá verða notuð sem úrræði fyrir aðstandendur til að komast undan umönnunarbyrði?” Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum. „…er þá ekki hætta á að fatlað fólk verði undir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að það sé ekki fyrir?” Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi. „…gæti eldra fólk orðið fyrir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að spara opinbert fé?” Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað. “…mun það þá leiða til þess að flýtt verði fyrir andláti veikra einstaklinga til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu?” Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti. “…opnar það þá ekki á að hver sem er geti óskað eftir dánaraðstoð?” Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum. Svarið við þessum spurningum er því einfaldlega: NEI. Það er mikilvægt að Íslendingar kynni sér reynslu annarra landa af dánaraðstoð, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. Þeir munu fá tækifæri til þess á málþingi sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir 18. október næstkomandi. Þar munu frummælendur frá Sviss, Kanada og Hollandi svara spurningum sem vakna í umræðunni um þetta mikilvæga mál. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374 Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Hægt er að kynna sér starf félagsins á www.lifsvirding.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dánaraðstoð hefur í mörgum löndum verið viðurkennd sem mannréttindaúrræði sem virðir vilja og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Sviss leyfði dánaraðstoð árið 1937, Holland fylgdi árið 2002 og Kanada árið 2016. Þótt ofangreind lönd hafi mismunandi menningarlegan og samfélagslegan bakgrunn, er grundvallarhugmyndin alls staðar sú sama: virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og rétti hans til að deyja á eigin forsendum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar rætt er um mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi vakna margar spurningar og vangaveltur. Hér eru nokkrar af þeim algengustu: Ef dánaraðstoð verður lögleidd á Íslandi… „… mun hún þá verða notuð sem úrræði fyrir aðstandendur til að komast undan umönnunarbyrði?” Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum. „…er þá ekki hætta á að fatlað fólk verði undir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að það sé ekki fyrir?” Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi. „…gæti eldra fólk orðið fyrir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að spara opinbert fé?” Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað. “…mun það þá leiða til þess að flýtt verði fyrir andláti veikra einstaklinga til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu?” Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti. “…opnar það þá ekki á að hver sem er geti óskað eftir dánaraðstoð?” Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum. Svarið við þessum spurningum er því einfaldlega: NEI. Það er mikilvægt að Íslendingar kynni sér reynslu annarra landa af dánaraðstoð, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. Þeir munu fá tækifæri til þess á málþingi sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir 18. október næstkomandi. Þar munu frummælendur frá Sviss, Kanada og Hollandi svara spurningum sem vakna í umræðunni um þetta mikilvæga mál. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374 Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Hægt er að kynna sér starf félagsins á www.lifsvirding.is
Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum.
Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi.
Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað.
Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti.
Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun