Bönnum hnefaleika alfarið Adolf Ingi Erlingsson skrifar 1. október 2024 09:02 Nú stendur til að flytja frumvarp á alþingi um að leyfa atvinnuhnefaleika sem hingað til hafa verið bannaðir. Nær væri að stíga skrefið í hina áttina og banna hnefaleika alfarið eins og gert var frá 1956 til ársins 2002 þegar ólympískir hnefaleikar voru leyfðir. Með þá vitneskju í farteskinu sem við höfum í dag um afleiðingar höfuðmeiðsla og heilahristings eigum við að vera komin lengra en það að gera okkur að leik að lemja hvert annað. Undirritaður vann sem íþróttafréttamaður í ríflega tvo áratugi og fylgdist því með flest öllum íþróttagreinum, þar á meðal hnefaleikum. Þótt sumir álíti hnefaleika eina af merkustu íþróttunum var ég alltaf efins, og dró jafnvel í efa að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Sá efi er ekki lengur til staðar, heldur fullvissa um að þeir séu það ekki (sorrí, Bubbi, ég elska þig). Það er grundvallarmunur á hnefaleikum og öðrum íþróttum, meira að segja öðrum bardagaíþróttum. Hnefaleikar eru nefnilega eina íþróttin sem gengur útá að skaða mótherjann. Í hnefaleikum er markmiðið að meiða andstæðinginn og fullnaðarsigur fæst með því að rota hann. Skiptir engu hvort um sé að ræða ólympíska hnefaleika eða atvinnuhnefaleika. Í öðrum íþróttum er þér refsað fyrir að meiða andstæðinginn og til dæmis í karate fær keppandi refsistig ef hann slær keppinautinn í andlitið og getur jafnvel verið dæmdur úr leik. Á síðustu árum hefur orðið æ ljósara hve skaðleg ítrekuð höfuðhögg eru. Fjölmargt íþróttafólk hefur þurft að hætta keppni vegna höfuðmeiðsla og sumt jafnvel látið lífið. Fræg er rannsóknin á fyrrverandi ruðningsköppum í Bandaríkjunum þar sem krufning á 376 þeirra leiddi í ljós heilaskemmdir hjá 345. Löngu var orðið ljóst að sama hætta fylgdi hnefaleikum og meðal annars þess vegna hafa vinsældir þeirra dvínað verulega á síðustu árum. Formælendum hnefaleika er tíðrætt um að keppendur í öðrum íþróttagreinum meiðist líka og stundum alvarlega. Það er satt og rétt, en hinsvegar eru reglur í þeim greinum til þess að koma í veg fyrir meiðsli eins og hægt er og keppendum iðulega refsað ef sýnt þykir að þeir hafi meitt andstæðing viljandi. Utan hnefaleikahringsins er athæfið sem þar er viðhaft flokkað sem líkamsárás. Af hverju ættum við að leyfa líkamsárásir í nafni íþrótta bara vegna þess að þær eiga sér stað í hringnum? Vissulega eiga hnefaleikar sér langa sögu, en hún er æði skrautleg og hefur auk ofbeldisins einkennst af harðvítugum deilum og klofningi innan íþróttarinnar, svindli, ógegnsæi og óljósum reglum, jafnt innan hringsins sem utan hans. Í Róm voru skylmingaþrælar látnir fórna lífi sínu lýðnum til skemmtunar. Árið 2024 eigum við að vera komin lengra en það að láta hnefaleikafólk fórna heilsu sinni okkur til skemmtunar. Bönnum hnefaleika alfarið og verðum á ný skrýtna landið sem hefur forgöngu í lýðheilsu í stað þess að færa lýðnum blóð. Höfundur er ökuleiðsögumaður, fyrrverandi íþróttafréttamaður og áhugamaður um lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Box Alþingi Adolf Ingi Erlingsson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú stendur til að flytja frumvarp á alþingi um að leyfa atvinnuhnefaleika sem hingað til hafa verið bannaðir. Nær væri að stíga skrefið í hina áttina og banna hnefaleika alfarið eins og gert var frá 1956 til ársins 2002 þegar ólympískir hnefaleikar voru leyfðir. Með þá vitneskju í farteskinu sem við höfum í dag um afleiðingar höfuðmeiðsla og heilahristings eigum við að vera komin lengra en það að gera okkur að leik að lemja hvert annað. Undirritaður vann sem íþróttafréttamaður í ríflega tvo áratugi og fylgdist því með flest öllum íþróttagreinum, þar á meðal hnefaleikum. Þótt sumir álíti hnefaleika eina af merkustu íþróttunum var ég alltaf efins, og dró jafnvel í efa að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Sá efi er ekki lengur til staðar, heldur fullvissa um að þeir séu það ekki (sorrí, Bubbi, ég elska þig). Það er grundvallarmunur á hnefaleikum og öðrum íþróttum, meira að segja öðrum bardagaíþróttum. Hnefaleikar eru nefnilega eina íþróttin sem gengur útá að skaða mótherjann. Í hnefaleikum er markmiðið að meiða andstæðinginn og fullnaðarsigur fæst með því að rota hann. Skiptir engu hvort um sé að ræða ólympíska hnefaleika eða atvinnuhnefaleika. Í öðrum íþróttum er þér refsað fyrir að meiða andstæðinginn og til dæmis í karate fær keppandi refsistig ef hann slær keppinautinn í andlitið og getur jafnvel verið dæmdur úr leik. Á síðustu árum hefur orðið æ ljósara hve skaðleg ítrekuð höfuðhögg eru. Fjölmargt íþróttafólk hefur þurft að hætta keppni vegna höfuðmeiðsla og sumt jafnvel látið lífið. Fræg er rannsóknin á fyrrverandi ruðningsköppum í Bandaríkjunum þar sem krufning á 376 þeirra leiddi í ljós heilaskemmdir hjá 345. Löngu var orðið ljóst að sama hætta fylgdi hnefaleikum og meðal annars þess vegna hafa vinsældir þeirra dvínað verulega á síðustu árum. Formælendum hnefaleika er tíðrætt um að keppendur í öðrum íþróttagreinum meiðist líka og stundum alvarlega. Það er satt og rétt, en hinsvegar eru reglur í þeim greinum til þess að koma í veg fyrir meiðsli eins og hægt er og keppendum iðulega refsað ef sýnt þykir að þeir hafi meitt andstæðing viljandi. Utan hnefaleikahringsins er athæfið sem þar er viðhaft flokkað sem líkamsárás. Af hverju ættum við að leyfa líkamsárásir í nafni íþrótta bara vegna þess að þær eiga sér stað í hringnum? Vissulega eiga hnefaleikar sér langa sögu, en hún er æði skrautleg og hefur auk ofbeldisins einkennst af harðvítugum deilum og klofningi innan íþróttarinnar, svindli, ógegnsæi og óljósum reglum, jafnt innan hringsins sem utan hans. Í Róm voru skylmingaþrælar látnir fórna lífi sínu lýðnum til skemmtunar. Árið 2024 eigum við að vera komin lengra en það að láta hnefaleikafólk fórna heilsu sinni okkur til skemmtunar. Bönnum hnefaleika alfarið og verðum á ný skrýtna landið sem hefur forgöngu í lýðheilsu í stað þess að færa lýðnum blóð. Höfundur er ökuleiðsögumaður, fyrrverandi íþróttafréttamaður og áhugamaður um lýðheilsu.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun