Þetta gengur ekki lengur! Reynir Böðvarsson skrifar 28. september 2024 16:02 Það er ekki raunsætt að hagvöxtur geti haldið áfram áratugum eða jafnvel öldum saman í óbreyttri mynd á endanlegri jörð. Ástæðan er einföld og hún er sú að hagvöxtur eins og hann hefur verið skilgreindur í hefðbundnum efnahagskerfum, þar sem hann er mældur með stöðugri aukningu á framleiðslu og neyslu, er háður því að nýta auðlindir jarðarinnar. Þar sem jörðin hefur takmarkaðar auðlindir, svo sem jarðefni, orku og rými, getur þessi vöxtur ekki haldið áfram endalaust án þess að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, svo sem loftslagsbreytingum, jarðvegseyðingu, ofnýtingu fiskistofna og útrýmingu tegunda. Til lengri tíma litið er líklegt að hagkerfi þurfi að breytast frá vexti sem byggir á aukinni efnahagsframleiðslu yfir í sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þetta þýðir að samfélög þurfa að finna leiðir til að vaxa eða þróast án þess að aukin neysla efnislegra gæða fylgi því. Þróun á sviðum tækni, hringrásarhagkerfis (þar sem auðlindir eru endurnýttar) og þjónustu- og upplýsingaþjóðfélaga getur mögulega stuðlað að hagvexti sem er óháður aukinni auðlindanotkun. Ef þetta á að eiga sér stað þarf grundvallar breytingu á þeim hvötum sem eru til staðar í hagkerfinu, sem nánast allir beina hegðun fólks að aukinni neyslu efnislegra gæða. Það er alveg sama hvert er litið, auglýsingar í öllum miðlum þrýsta fólki, ungum sem gömlum, í aðeins eina átt, að aukinni neyslu slíkra gæða. Þetta náttúrulega stenst ekki til lengdar ef jörðin á áfram að hýsa mannskepnuna. Ef hagvöxtur væri hins vegar skilinn sem aukin velferð almennt, bætt lífsgæði í formi lista, bókmennta og ýmiskonar annarri nýsköpun frekar en eingöngu aukning á efnislegri framleiðslu og neyslu, væri raunhæfara að hugsa sér að samfélög gætu vaxið að þannig áratugum eða jafnvel öldum saman, án þess að grafa undan sjálfbærni jarðar. Til þess að þetta geti átt sér stað krefst róttækrar endurskoðunar og jafnvel byltingar á núverandi efnahagskerfi og þeim hvötum sem eru þar til staðar. Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta geti gerst eins og málin standa nú, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. En ef ekkert verður að gert þá getur það ekki endað á annan veg en með hörmungum. Við sem erum komin til ára okkar munum ekki verða mikið vör við það en börn og enn fremur barnabörn og þeirra afkomendur munu eiga erfitt með að skilja aðgerðarleysi okkar, því þetta er allt augljóst og hefur verið í áratugi. Kapítalisminn getur ekki fengið að herja óbeislaður mikið lengur, mannlíf á jörðinni þolir það einfaldlega ekki. Því fyrr sem brugðist er við því líklegra er það að það verði viðráðanlegt, þegar allt er komið í óefni og í lífsgæða hrun þá verður erfitt að takast á við vandann. Styrkja þarf alþjóða stofnanir og afnema neitunarvald sigurþjóða í seinni heimsstyrjöldinni væri eitt fyrsta skref. Skref tvö væri síðan að útvíkka lýðræðis hugtakið þannig að óháð upplýsingamiðlun væri hluti af því og þriðja skrefið væri að fjarlægja ítök auðmanna í fjölmiðlum og löggjafarvaldi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki raunsætt að hagvöxtur geti haldið áfram áratugum eða jafnvel öldum saman í óbreyttri mynd á endanlegri jörð. Ástæðan er einföld og hún er sú að hagvöxtur eins og hann hefur verið skilgreindur í hefðbundnum efnahagskerfum, þar sem hann er mældur með stöðugri aukningu á framleiðslu og neyslu, er háður því að nýta auðlindir jarðarinnar. Þar sem jörðin hefur takmarkaðar auðlindir, svo sem jarðefni, orku og rými, getur þessi vöxtur ekki haldið áfram endalaust án þess að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, svo sem loftslagsbreytingum, jarðvegseyðingu, ofnýtingu fiskistofna og útrýmingu tegunda. Til lengri tíma litið er líklegt að hagkerfi þurfi að breytast frá vexti sem byggir á aukinni efnahagsframleiðslu yfir í sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þetta þýðir að samfélög þurfa að finna leiðir til að vaxa eða þróast án þess að aukin neysla efnislegra gæða fylgi því. Þróun á sviðum tækni, hringrásarhagkerfis (þar sem auðlindir eru endurnýttar) og þjónustu- og upplýsingaþjóðfélaga getur mögulega stuðlað að hagvexti sem er óháður aukinni auðlindanotkun. Ef þetta á að eiga sér stað þarf grundvallar breytingu á þeim hvötum sem eru til staðar í hagkerfinu, sem nánast allir beina hegðun fólks að aukinni neyslu efnislegra gæða. Það er alveg sama hvert er litið, auglýsingar í öllum miðlum þrýsta fólki, ungum sem gömlum, í aðeins eina átt, að aukinni neyslu slíkra gæða. Þetta náttúrulega stenst ekki til lengdar ef jörðin á áfram að hýsa mannskepnuna. Ef hagvöxtur væri hins vegar skilinn sem aukin velferð almennt, bætt lífsgæði í formi lista, bókmennta og ýmiskonar annarri nýsköpun frekar en eingöngu aukning á efnislegri framleiðslu og neyslu, væri raunhæfara að hugsa sér að samfélög gætu vaxið að þannig áratugum eða jafnvel öldum saman, án þess að grafa undan sjálfbærni jarðar. Til þess að þetta geti átt sér stað krefst róttækrar endurskoðunar og jafnvel byltingar á núverandi efnahagskerfi og þeim hvötum sem eru þar til staðar. Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta geti gerst eins og málin standa nú, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. En ef ekkert verður að gert þá getur það ekki endað á annan veg en með hörmungum. Við sem erum komin til ára okkar munum ekki verða mikið vör við það en börn og enn fremur barnabörn og þeirra afkomendur munu eiga erfitt með að skilja aðgerðarleysi okkar, því þetta er allt augljóst og hefur verið í áratugi. Kapítalisminn getur ekki fengið að herja óbeislaður mikið lengur, mannlíf á jörðinni þolir það einfaldlega ekki. Því fyrr sem brugðist er við því líklegra er það að það verði viðráðanlegt, þegar allt er komið í óefni og í lífsgæða hrun þá verður erfitt að takast á við vandann. Styrkja þarf alþjóða stofnanir og afnema neitunarvald sigurþjóða í seinni heimsstyrjöldinni væri eitt fyrsta skref. Skref tvö væri síðan að útvíkka lýðræðis hugtakið þannig að óháð upplýsingamiðlun væri hluti af því og þriðja skrefið væri að fjarlægja ítök auðmanna í fjölmiðlum og löggjafarvaldi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun