Laxalús og varnir gegn henni Jón Sveinsson skrifar 27. september 2024 16:02 Um langan tíma hef ég eytt stundum mínum í hugleiðingar um hvernig má ná betri árangri með breyttum aðferðum á þekktum vandamálum. Það allt var gert í væntingum um betra líf og hamingju sem hvorugt hefur ræst. Ungur fór ég til útlanda og var ætlunin að nema fiskeldi í Lofoten í Noregi en örlögin ullu því að svo varð ekki og endaði það ævintýri á að ég starfaði um stund við Lax- og Silungseldi í Smálöndum í Svíþjóð þess í stað. Fullur áhuga og atorku og kannski sökum baráttu minnar við mýfluguna, sem sífellt gerði mér lífið leitt, fóru hugleiðingar mínar að verða um umhverfisþætti þá sem ráða lífi eldisfisks. Hvernig best bæri að lækka sýrustig vatns sem var ljóður frá því umhverfi þar sem fiskeldisstöðin var staðsett sem og þættir sem valda stressi í stofninum og taldir eru hafa áhrif á hraða vaxtaaukningar. Inn í þetta allt bættust við tilraunir og frumstæðar mælingar á hvort og hvaða merkjanleg áhrif til betrumbóta þessi nýbreytni, sem við reyndum, hefði. Satt best að segja varð ekki mikið úr árangri sem mögulega var hægt að flagga. Ég taldi þó alltaf að náttúrufræðilega hlyti að vera árangur af þessu basli en við gerðum þetta í vissu þess að hvort sem fiskurinn stækkaði hraðar eður ei leið honum betur í kvíunum en áður hafði verið. Mörgum árum seinna kem ég aftur heim og fullur áhuga fer ég á fund við fyrirmenni með vasann fullan af hugmyndum um betrumbætur fyrir fiskeldi. Ég var tregur til að bara afhenda hugmyndir mínar án einhverskonar leyndarsamnings sem ég tel að hafi orðið til þess að ekkert varð úr neinu og ég sat eftir með ergelsi það sem af því hlaust. Ég hef þó aldrei hætt minni huglægu afskiptasemi af tækni og aðferðafræðum sem tengjast fiskeldi og mun svo verða til æviloka. Að lokum hef ég eitt að segja. Ég bý að lausn á angri því sem lúsin veldur laxa- og þorskeldum víðs vegar og með þeim smáaurum sem ég á legg ég út á að einhvern tíma eignist ég einkaleyfið eftirsóknarverða á þeirri lausn sem ég kalla get mína. Á meðan geta hinir háu herrar sem nota vilja umhverfiseitrun til lausnar vandans bara halda því áfram með ærnum kostnaði þess. Góðar stundir Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Um langan tíma hef ég eytt stundum mínum í hugleiðingar um hvernig má ná betri árangri með breyttum aðferðum á þekktum vandamálum. Það allt var gert í væntingum um betra líf og hamingju sem hvorugt hefur ræst. Ungur fór ég til útlanda og var ætlunin að nema fiskeldi í Lofoten í Noregi en örlögin ullu því að svo varð ekki og endaði það ævintýri á að ég starfaði um stund við Lax- og Silungseldi í Smálöndum í Svíþjóð þess í stað. Fullur áhuga og atorku og kannski sökum baráttu minnar við mýfluguna, sem sífellt gerði mér lífið leitt, fóru hugleiðingar mínar að verða um umhverfisþætti þá sem ráða lífi eldisfisks. Hvernig best bæri að lækka sýrustig vatns sem var ljóður frá því umhverfi þar sem fiskeldisstöðin var staðsett sem og þættir sem valda stressi í stofninum og taldir eru hafa áhrif á hraða vaxtaaukningar. Inn í þetta allt bættust við tilraunir og frumstæðar mælingar á hvort og hvaða merkjanleg áhrif til betrumbóta þessi nýbreytni, sem við reyndum, hefði. Satt best að segja varð ekki mikið úr árangri sem mögulega var hægt að flagga. Ég taldi þó alltaf að náttúrufræðilega hlyti að vera árangur af þessu basli en við gerðum þetta í vissu þess að hvort sem fiskurinn stækkaði hraðar eður ei leið honum betur í kvíunum en áður hafði verið. Mörgum árum seinna kem ég aftur heim og fullur áhuga fer ég á fund við fyrirmenni með vasann fullan af hugmyndum um betrumbætur fyrir fiskeldi. Ég var tregur til að bara afhenda hugmyndir mínar án einhverskonar leyndarsamnings sem ég tel að hafi orðið til þess að ekkert varð úr neinu og ég sat eftir með ergelsi það sem af því hlaust. Ég hef þó aldrei hætt minni huglægu afskiptasemi af tækni og aðferðafræðum sem tengjast fiskeldi og mun svo verða til æviloka. Að lokum hef ég eitt að segja. Ég bý að lausn á angri því sem lúsin veldur laxa- og þorskeldum víðs vegar og með þeim smáaurum sem ég á legg ég út á að einhvern tíma eignist ég einkaleyfið eftirsóknarverða á þeirri lausn sem ég kalla get mína. Á meðan geta hinir háu herrar sem nota vilja umhverfiseitrun til lausnar vandans bara halda því áfram með ærnum kostnaði þess. Góðar stundir Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun