Laxalús og varnir gegn henni Jón Sveinsson skrifar 27. september 2024 16:02 Um langan tíma hef ég eytt stundum mínum í hugleiðingar um hvernig má ná betri árangri með breyttum aðferðum á þekktum vandamálum. Það allt var gert í væntingum um betra líf og hamingju sem hvorugt hefur ræst. Ungur fór ég til útlanda og var ætlunin að nema fiskeldi í Lofoten í Noregi en örlögin ullu því að svo varð ekki og endaði það ævintýri á að ég starfaði um stund við Lax- og Silungseldi í Smálöndum í Svíþjóð þess í stað. Fullur áhuga og atorku og kannski sökum baráttu minnar við mýfluguna, sem sífellt gerði mér lífið leitt, fóru hugleiðingar mínar að verða um umhverfisþætti þá sem ráða lífi eldisfisks. Hvernig best bæri að lækka sýrustig vatns sem var ljóður frá því umhverfi þar sem fiskeldisstöðin var staðsett sem og þættir sem valda stressi í stofninum og taldir eru hafa áhrif á hraða vaxtaaukningar. Inn í þetta allt bættust við tilraunir og frumstæðar mælingar á hvort og hvaða merkjanleg áhrif til betrumbóta þessi nýbreytni, sem við reyndum, hefði. Satt best að segja varð ekki mikið úr árangri sem mögulega var hægt að flagga. Ég taldi þó alltaf að náttúrufræðilega hlyti að vera árangur af þessu basli en við gerðum þetta í vissu þess að hvort sem fiskurinn stækkaði hraðar eður ei leið honum betur í kvíunum en áður hafði verið. Mörgum árum seinna kem ég aftur heim og fullur áhuga fer ég á fund við fyrirmenni með vasann fullan af hugmyndum um betrumbætur fyrir fiskeldi. Ég var tregur til að bara afhenda hugmyndir mínar án einhverskonar leyndarsamnings sem ég tel að hafi orðið til þess að ekkert varð úr neinu og ég sat eftir með ergelsi það sem af því hlaust. Ég hef þó aldrei hætt minni huglægu afskiptasemi af tækni og aðferðafræðum sem tengjast fiskeldi og mun svo verða til æviloka. Að lokum hef ég eitt að segja. Ég bý að lausn á angri því sem lúsin veldur laxa- og þorskeldum víðs vegar og með þeim smáaurum sem ég á legg ég út á að einhvern tíma eignist ég einkaleyfið eftirsóknarverða á þeirri lausn sem ég kalla get mína. Á meðan geta hinir háu herrar sem nota vilja umhverfiseitrun til lausnar vandans bara halda því áfram með ærnum kostnaði þess. Góðar stundir Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um langan tíma hef ég eytt stundum mínum í hugleiðingar um hvernig má ná betri árangri með breyttum aðferðum á þekktum vandamálum. Það allt var gert í væntingum um betra líf og hamingju sem hvorugt hefur ræst. Ungur fór ég til útlanda og var ætlunin að nema fiskeldi í Lofoten í Noregi en örlögin ullu því að svo varð ekki og endaði það ævintýri á að ég starfaði um stund við Lax- og Silungseldi í Smálöndum í Svíþjóð þess í stað. Fullur áhuga og atorku og kannski sökum baráttu minnar við mýfluguna, sem sífellt gerði mér lífið leitt, fóru hugleiðingar mínar að verða um umhverfisþætti þá sem ráða lífi eldisfisks. Hvernig best bæri að lækka sýrustig vatns sem var ljóður frá því umhverfi þar sem fiskeldisstöðin var staðsett sem og þættir sem valda stressi í stofninum og taldir eru hafa áhrif á hraða vaxtaaukningar. Inn í þetta allt bættust við tilraunir og frumstæðar mælingar á hvort og hvaða merkjanleg áhrif til betrumbóta þessi nýbreytni, sem við reyndum, hefði. Satt best að segja varð ekki mikið úr árangri sem mögulega var hægt að flagga. Ég taldi þó alltaf að náttúrufræðilega hlyti að vera árangur af þessu basli en við gerðum þetta í vissu þess að hvort sem fiskurinn stækkaði hraðar eður ei leið honum betur í kvíunum en áður hafði verið. Mörgum árum seinna kem ég aftur heim og fullur áhuga fer ég á fund við fyrirmenni með vasann fullan af hugmyndum um betrumbætur fyrir fiskeldi. Ég var tregur til að bara afhenda hugmyndir mínar án einhverskonar leyndarsamnings sem ég tel að hafi orðið til þess að ekkert varð úr neinu og ég sat eftir með ergelsi það sem af því hlaust. Ég hef þó aldrei hætt minni huglægu afskiptasemi af tækni og aðferðafræðum sem tengjast fiskeldi og mun svo verða til æviloka. Að lokum hef ég eitt að segja. Ég bý að lausn á angri því sem lúsin veldur laxa- og þorskeldum víðs vegar og með þeim smáaurum sem ég á legg ég út á að einhvern tíma eignist ég einkaleyfið eftirsóknarverða á þeirri lausn sem ég kalla get mína. Á meðan geta hinir háu herrar sem nota vilja umhverfiseitrun til lausnar vandans bara halda því áfram með ærnum kostnaði þess. Góðar stundir Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar