Það sem „gleymist“ að segja Sigmar Guðmundsson skrifar 27. september 2024 08:01 Það getur verið ákveðin kúnst að lesa á milli lína eða rýna í það sem er ósagt. En stundum er það furðulétt, ekki síst þegar hið ósagða blasir við okkur öllum á hverjum einasta degi. Seðlabankastjóri sagði í gær að nýlegar vaxtahækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum lánum væru brattar. Þetta blasir við fjölskyldum landsins sem þó vafalítið myndu nota um þetta stærri og sterkari orð. Þetta eru áhugaverð ummæli hjá Seðlabankastjóra. Það er umhugsunarvert hversu langt bankarnir ganga í að þrengja að vaxtapíndum fjölskyldum landsins. En Seðlabankastjóri nefnir ekki að bankarnir hækka vextina í skjóli þeirrar vaxtastefnu sem Seðlabankinn er nauðbeygður til að reka vegna þess að þeir sem stjórna ríkisbuddunni vinna ekki með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna. Seðlabankastjóri ætti að vera duglegri við að benda á þessa staðreynd því verðbólga og vextir lækka ekki ef ríkisstjórn og Seðlabankinn dansa ekki í takti. Þessi óstjórn ríkisfjármálanna býr til hringrás sem endar alltaf með því að almenningur borgar brúsann með hærri vöxtum. Rót vandans nú liggur í agalausri hagstjórn sem þrífst svo vel í krónuhagkerfinu. Þetta ósagða blasir einnig við okkur þegar fjármálaráðherra segir að nú séu stýrivextirnir farnir að bíta gríðarlega. Hann forðast eins og heitan eldinn að nefna hömlulaus útgjaldavöxtur ríkissjóðs á undanförnum árum er ein helsta ástæða þess að stýrivextirnir eru naglfastir upp í rjáfri. Reyndar er það óþarflega hógvær orðanotkun að tala um að vextirnir séu farnir að bíta. Réttari lýsing væri að séríslensku ofurvextirnir eru farnir að naga lífsviðurværið undan venjulegum fjölskyldum. Vextirnir þrengja harkalega að hálsi millistéttarinnar sem bregst við með ráðdeild og forgangsröðun peninga í heimilisbókhaldinu. Sem ríkisvaldið hefur ekki gert hingað til og vinnur því gegn heimilunum. Þetta fylgir yfirleitt ekki sögunni þegar hún er matreidd ofan í landsmenn en full ástæða samt til að halda þessu til haga. Það skynsamlegasta sem við getum gert í stöðunni er að minnka vaxtakostnað ríkissjóðs og nýta fjármuni sem þar losna í mikilvæg velferðarmál. Að mínu mati ætti ríkið að losa um þá peninga sem liggja í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og greiða upp skuldir fyrir söluhagnaðinn. Einnig gæti ríkið selt lóðir sem það á í sama tilgangi. Upphæðirnar sem þarna um ræðir eru sennilega um 300 milljarðar. Slík upphæð getur lækkað vaxtabyrði ríkissjóðs um allt að 30 milljarða króna á ári. Til viðbótar þarf svo auðvitað ríkið að fara betur með peninga almennings en nú er gert. Fá sömu eða betri þjónustu fyrir minna fé. Tækifæri til þess liggja víða í ríkisrekstrinum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Seðlabankinn Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið ákveðin kúnst að lesa á milli lína eða rýna í það sem er ósagt. En stundum er það furðulétt, ekki síst þegar hið ósagða blasir við okkur öllum á hverjum einasta degi. Seðlabankastjóri sagði í gær að nýlegar vaxtahækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum lánum væru brattar. Þetta blasir við fjölskyldum landsins sem þó vafalítið myndu nota um þetta stærri og sterkari orð. Þetta eru áhugaverð ummæli hjá Seðlabankastjóra. Það er umhugsunarvert hversu langt bankarnir ganga í að þrengja að vaxtapíndum fjölskyldum landsins. En Seðlabankastjóri nefnir ekki að bankarnir hækka vextina í skjóli þeirrar vaxtastefnu sem Seðlabankinn er nauðbeygður til að reka vegna þess að þeir sem stjórna ríkisbuddunni vinna ekki með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna. Seðlabankastjóri ætti að vera duglegri við að benda á þessa staðreynd því verðbólga og vextir lækka ekki ef ríkisstjórn og Seðlabankinn dansa ekki í takti. Þessi óstjórn ríkisfjármálanna býr til hringrás sem endar alltaf með því að almenningur borgar brúsann með hærri vöxtum. Rót vandans nú liggur í agalausri hagstjórn sem þrífst svo vel í krónuhagkerfinu. Þetta ósagða blasir einnig við okkur þegar fjármálaráðherra segir að nú séu stýrivextirnir farnir að bíta gríðarlega. Hann forðast eins og heitan eldinn að nefna hömlulaus útgjaldavöxtur ríkissjóðs á undanförnum árum er ein helsta ástæða þess að stýrivextirnir eru naglfastir upp í rjáfri. Reyndar er það óþarflega hógvær orðanotkun að tala um að vextirnir séu farnir að bíta. Réttari lýsing væri að séríslensku ofurvextirnir eru farnir að naga lífsviðurværið undan venjulegum fjölskyldum. Vextirnir þrengja harkalega að hálsi millistéttarinnar sem bregst við með ráðdeild og forgangsröðun peninga í heimilisbókhaldinu. Sem ríkisvaldið hefur ekki gert hingað til og vinnur því gegn heimilunum. Þetta fylgir yfirleitt ekki sögunni þegar hún er matreidd ofan í landsmenn en full ástæða samt til að halda þessu til haga. Það skynsamlegasta sem við getum gert í stöðunni er að minnka vaxtakostnað ríkissjóðs og nýta fjármuni sem þar losna í mikilvæg velferðarmál. Að mínu mati ætti ríkið að losa um þá peninga sem liggja í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og greiða upp skuldir fyrir söluhagnaðinn. Einnig gæti ríkið selt lóðir sem það á í sama tilgangi. Upphæðirnar sem þarna um ræðir eru sennilega um 300 milljarðar. Slík upphæð getur lækkað vaxtabyrði ríkissjóðs um allt að 30 milljarða króna á ári. Til viðbótar þarf svo auðvitað ríkið að fara betur með peninga almennings en nú er gert. Fá sömu eða betri þjónustu fyrir minna fé. Tækifæri til þess liggja víða í ríkisrekstrinum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun