Tölum íslensku Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 26. september 2024 15:01 Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða. Þótt fólk eigi erfitt með að tjá sig á íslensku getur það í mörgum tilfellum skilið íslensku. Það kann að vera að margir séu ragir við að tala íslensku, finnist málið flókið eins og ókunn tungumál eru iðulega. Við verðum að hjálpa fólki yfir þessa hindrun með því að hvetja og hrósa. Við verðum einnig að senda þau skilaboð til fólks af erlendum uppruna sem ætla að búa á Íslandi til frambúðar að þeim sé nauðsynlegt að læra íslensku til þess að geta notið sín hér til fulls. Íslenskukunnáttan er lykillinn að því að eiga þess kost að sinna fjölbreyttum störfum. Íslenskukunnátta mun auka möguleika á framgangi í íslensku samfélagi. Það mun auðvelda fjölmargt s.s. samskipti við einstaklinga og stofnanir. Margir íslendingar og jafnvel fólk af erlendum uppruna sem náð hafa góðum tökum á málinu vilja bara fá að tala íslensku heima á Íslandi. Þetta á alveg við um fólk sem jafnvel talar reiprennandi ensku en finnst skrýtið að geta ekki sest inn á kaffi- eða veitingahús eða kíkt í Rammagerðina án þess að vera beðin um að tjá sig á ensku við þjóninn eða afgreiðslufólkið. Þeim fer einnig fjölgandi sem vilja gjarnan aðstoða þá sem ætla að búa hér til langframa við að skilja og tala íslensku svo þeir geti aðlagast sem best íslensku samfélagi. Íslenskukunnátta fólks af erlendum uppruna er lykillinn að farsæld og framgangi þeirra í þjóðfélaginu. Til að viðhalda og standa vörð um íslenskuna er sannarlega í mörg horn að líta. Þegar um tungumál er að ræða lærist það hraðast með því að tala það. Ég held að Íslendingar séu mjög umburðarlyndir gagnvart þeim sem spreyta sig á íslenskunni á fyrstu stigum. Flest okkar leggjum okkur fram um að sýna þolinmæði, hlusta og hjálpa til með einstaka orð. Þeir sem henda sér út í djúpu laugina, byrja að reyna að tjá sig á málinu þótt langt sé í land ná iðulega fljótt árangri sérstaklega ef þeim gefst einnig kostur á að sækja íslenskunámskeið. Það skiptir nýja Íslendinga öllu máli að fá tækifæri til að spreyta sig í samtölum við íslenskumælandi fólk. Tölum íslensku. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Borgarstjórn Íslensk tunga Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða. Þótt fólk eigi erfitt með að tjá sig á íslensku getur það í mörgum tilfellum skilið íslensku. Það kann að vera að margir séu ragir við að tala íslensku, finnist málið flókið eins og ókunn tungumál eru iðulega. Við verðum að hjálpa fólki yfir þessa hindrun með því að hvetja og hrósa. Við verðum einnig að senda þau skilaboð til fólks af erlendum uppruna sem ætla að búa á Íslandi til frambúðar að þeim sé nauðsynlegt að læra íslensku til þess að geta notið sín hér til fulls. Íslenskukunnáttan er lykillinn að því að eiga þess kost að sinna fjölbreyttum störfum. Íslenskukunnátta mun auka möguleika á framgangi í íslensku samfélagi. Það mun auðvelda fjölmargt s.s. samskipti við einstaklinga og stofnanir. Margir íslendingar og jafnvel fólk af erlendum uppruna sem náð hafa góðum tökum á málinu vilja bara fá að tala íslensku heima á Íslandi. Þetta á alveg við um fólk sem jafnvel talar reiprennandi ensku en finnst skrýtið að geta ekki sest inn á kaffi- eða veitingahús eða kíkt í Rammagerðina án þess að vera beðin um að tjá sig á ensku við þjóninn eða afgreiðslufólkið. Þeim fer einnig fjölgandi sem vilja gjarnan aðstoða þá sem ætla að búa hér til langframa við að skilja og tala íslensku svo þeir geti aðlagast sem best íslensku samfélagi. Íslenskukunnátta fólks af erlendum uppruna er lykillinn að farsæld og framgangi þeirra í þjóðfélaginu. Til að viðhalda og standa vörð um íslenskuna er sannarlega í mörg horn að líta. Þegar um tungumál er að ræða lærist það hraðast með því að tala það. Ég held að Íslendingar séu mjög umburðarlyndir gagnvart þeim sem spreyta sig á íslenskunni á fyrstu stigum. Flest okkar leggjum okkur fram um að sýna þolinmæði, hlusta og hjálpa til með einstaka orð. Þeir sem henda sér út í djúpu laugina, byrja að reyna að tjá sig á málinu þótt langt sé í land ná iðulega fljótt árangri sérstaklega ef þeim gefst einnig kostur á að sækja íslenskunámskeið. Það skiptir nýja Íslendinga öllu máli að fá tækifæri til að spreyta sig í samtölum við íslenskumælandi fólk. Tölum íslensku. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar