Útboð á Fjarðarheiðargöngum Hildur Þórisdóttir skrifar 25. september 2024 18:31 Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði. Færeyingar eru ljósárum á undan okkur Íslendingum í samgöngumálum en þeir átta sig líka á því að til þess að halda byggð á lífi utan Þórshafnar þurfa samgöngur að vera greiðar allan ársins hring. Enda er alltaf verið að vinna í að minnsta kosti einum jarðgöngum þar í einu og löngu komin skilningur á því að sjálfsagt sé að greiða gjöld í gegnum jarðgöng svo til sé fjármagn í næstu framkvæmd. Í frétt Vísis frá 8. maí 2023 kom fram að verið er að grafa sex jarðgöng samtímis í Færeyjumtil viðbótar við tvenn sem þeir hafa nýlokið við. Sandeyjargöng, neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar, við Klakksvík koma senn tvenn ný göng, Árnafjarðargöng og Hvannasundsgöng, á Sandey er verið að grafa Dalsgöng, á Suðurey er það Fámjinsgöng ásamt Húsareynsgöngum við Þórshöfn. Samtals eru Færeyingar þannig að fá átta ný jarðgöng á fimm ára tímabili. Hér á landi hafa ein ný göng, Dýrafjarðargöng, bæst við vegakerfið á síðustu árum. Fjallvegurinn um Fjarðarheiði veldur fyrirtækjum og íbúum ómældum kostnaði, tjóni og töpuðum tækifærum á hverju einasta ári. Austurlandi blæðir í heild sinni með sína háu fjallvegi og löngu vegalengdir á milli byggðalaga á meðan þingið dregur lappirnar við að greiða úr fjármögnun framkvæmdar sem hefur verið meðal þeirra verkefna sem næst eru á dagskrá samkvæmt samgönguáætlun allt frá miðju ári 2020. https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur/samgonguaaetlun/samgonguaaetlun-2020-2034/ Kostnaður er gríðarlegur vegna ónýttra tækifæra fyrir atvinnulífið þar sem tengd eru saman byggðalög með Seyðisfjarðarhöfn sem er bein tenging við Evrópu og Egilsstaðaflugvöll. Ferðaþjónustan getur ekki haldið úti þjónustu yfir veturinn vegna óvissu með samgöngur en er uppseld hina 6 mánuði ársins Miklir vöruflutningar svo sem á ferskum fiski fer í gegnum Seyðisfjarðarhöfn til markaða í Evrópu Fjárfestar vilja ekki taka áhættu á meðan Fjarðarheiðin sem er eina lífæðin til og frá byggðalaginu er ótrygg Byggingaraðilar sem hafa áhuga á að byggja húsnæði fá ekki reikningsdæmið til að ganga upp vegna fasteignaverðs Þá er ótalið tekjutapið og tjónið á bifreiðum sem íbúar, gestir og fyrirtæki verða fyrir sem lenda í ógöngum á Fjarðarheiði. Þar er hægt vísa í frétt Rúv frá 25.9 2024 https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-25-treystu-ser-ekki-med-rutur-yfir-fjardarheidi-i-halku-og-krapa-og-urdu-af-tekjum-423088?fbclid=IwY2xjawFhGShleHRuA2FlbQIxMQABHRKduq26H4aXymiJz3My2adoTO07XxG4V_IgTgJ5iSgC6ZN1MTeBLdPmpQ_aem_yvwQQQ3MLPZx3r7GSCU0dw Ekki hefur verið unnið að neinum jarðgöngum á Íslandi í 4 ár þrátt fyrir fyrirheit um annað. Það þarf ekki að finna upp hjólið þegar kemur að fjármögnun og framkvæmdum við jarðgöng í þessum efnum. Dæmin frá Færeyjum sýna það glögglega. Fjarðarheiðargöng eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs! Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Samgöngur Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði. Færeyingar eru ljósárum á undan okkur Íslendingum í samgöngumálum en þeir átta sig líka á því að til þess að halda byggð á lífi utan Þórshafnar þurfa samgöngur að vera greiðar allan ársins hring. Enda er alltaf verið að vinna í að minnsta kosti einum jarðgöngum þar í einu og löngu komin skilningur á því að sjálfsagt sé að greiða gjöld í gegnum jarðgöng svo til sé fjármagn í næstu framkvæmd. Í frétt Vísis frá 8. maí 2023 kom fram að verið er að grafa sex jarðgöng samtímis í Færeyjumtil viðbótar við tvenn sem þeir hafa nýlokið við. Sandeyjargöng, neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar, við Klakksvík koma senn tvenn ný göng, Árnafjarðargöng og Hvannasundsgöng, á Sandey er verið að grafa Dalsgöng, á Suðurey er það Fámjinsgöng ásamt Húsareynsgöngum við Þórshöfn. Samtals eru Færeyingar þannig að fá átta ný jarðgöng á fimm ára tímabili. Hér á landi hafa ein ný göng, Dýrafjarðargöng, bæst við vegakerfið á síðustu árum. Fjallvegurinn um Fjarðarheiði veldur fyrirtækjum og íbúum ómældum kostnaði, tjóni og töpuðum tækifærum á hverju einasta ári. Austurlandi blæðir í heild sinni með sína háu fjallvegi og löngu vegalengdir á milli byggðalaga á meðan þingið dregur lappirnar við að greiða úr fjármögnun framkvæmdar sem hefur verið meðal þeirra verkefna sem næst eru á dagskrá samkvæmt samgönguáætlun allt frá miðju ári 2020. https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur/samgonguaaetlun/samgonguaaetlun-2020-2034/ Kostnaður er gríðarlegur vegna ónýttra tækifæra fyrir atvinnulífið þar sem tengd eru saman byggðalög með Seyðisfjarðarhöfn sem er bein tenging við Evrópu og Egilsstaðaflugvöll. Ferðaþjónustan getur ekki haldið úti þjónustu yfir veturinn vegna óvissu með samgöngur en er uppseld hina 6 mánuði ársins Miklir vöruflutningar svo sem á ferskum fiski fer í gegnum Seyðisfjarðarhöfn til markaða í Evrópu Fjárfestar vilja ekki taka áhættu á meðan Fjarðarheiðin sem er eina lífæðin til og frá byggðalaginu er ótrygg Byggingaraðilar sem hafa áhuga á að byggja húsnæði fá ekki reikningsdæmið til að ganga upp vegna fasteignaverðs Þá er ótalið tekjutapið og tjónið á bifreiðum sem íbúar, gestir og fyrirtæki verða fyrir sem lenda í ógöngum á Fjarðarheiði. Þar er hægt vísa í frétt Rúv frá 25.9 2024 https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-25-treystu-ser-ekki-med-rutur-yfir-fjardarheidi-i-halku-og-krapa-og-urdu-af-tekjum-423088?fbclid=IwY2xjawFhGShleHRuA2FlbQIxMQABHRKduq26H4aXymiJz3My2adoTO07XxG4V_IgTgJ5iSgC6ZN1MTeBLdPmpQ_aem_yvwQQQ3MLPZx3r7GSCU0dw Ekki hefur verið unnið að neinum jarðgöngum á Íslandi í 4 ár þrátt fyrir fyrirheit um annað. Það þarf ekki að finna upp hjólið þegar kemur að fjármögnun og framkvæmdum við jarðgöng í þessum efnum. Dæmin frá Færeyjum sýna það glögglega. Fjarðarheiðargöng eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs! Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun