Flogið á milli landa á endurnýjanlegri orku: Draumsýn eða Raunveruleiki? Gnýr Guðmundsson skrifar 26. september 2024 07:32 Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta. Öllu þessu eldsneyti er síðan brennt í vélum bíla, skipa og flugvéla og við það losnar út í andrúmsloftið koltvísýringur sem er meira en þrisvar sinnum þyngri en eldsneytið sjálft eða yfir 3 milljónir tonna á ári. Til að minnka þessa losun höfum við sem samfélag tekið ákvörðun um að minnka í skrefum notkun á þessu jarðefnaeldsneyti og hætta henni að lokum alveg. Stærsti hluti af því jarðefnaeldsneyti sem við flytjum inn um þessar mundir notum við til þess að knýja millilandaflug og hefur hlutur þess farið hratt vaxandi síðasta áratug eða svo vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi og tíðari utanlandsferða okkar Íslendinga. Orkuskipti í millilandaflugi Í tengslum við vinnslu á nýrri raforkuspá Landsnets var ráðist í ítarlega greiningu á því hvernig möguleg orkuskipti í flugi til og frá Íslandi gætu litið út. Greiningin var unnin af íslenskum og dönskum sérfræðingum hjá verkfræðistofunni COWI og eru niðurstöður hennar að mörgu leyti athyglisverðar. Til að leggja mat á orkuþörf var stillt upp fjórum mismunandi sviðsmyndum um mögulega þróun eftirspurnar eftir sjálfbæru flugvélaeldsneyti á Íslandi, eða SAF. Undir SAF heyra nokkrar tegundir af eldsneyti, sem getur bæði verið af lífrænum uppruna eða tilbúið eldsneyti, einnig kallað rafeldsneyti . Rafeldsneyti er unnið úr svokölluðu grænu vetni og koltvísýringi (CO2), m.a. með svokölluðu Fischer-Tropsch ferli og er hægt að nota það sem íblöndun í hefðbundið flugvélaeldsneyti. Evrópusambandið hefur lögfest stefnu um slíka íblöndun í skrefum sem byrjar í 2% á næsta ári og mun ná upp í 70% árið 2050. Orkustefna Íslands er öllu metnaðarfyllri, en í henni er gert ráð fyrir að allt millilandaflug verði að fullu knúið sjálfbæru eldsneyti það sama ár. Þessar tvær stefnur mynda annan ásinn í sviðsmyndunum á meðan að hinn ásinn sýnir heildarfarþegafjölda til og frá landinu. Beint samhengi er á milli fjölda flugfarþega og eldsneytisnotkunar flugvéla og í sviðsmyndunum er væntur farþegafjöldi byggður á lágspá, miðspá og háspá ISAVIA. Út frá þessum fjórum sviðsmyndum er bæði metið hvernig heildareftirspurn eftir flugvélaeldsneyti muni þróast og eins hvernig hlutföll SAF í eldsneytinu muni koma til með líta út, bæði hvað varðar heildarhlutfall SAF og eins uppruna þess. Gert er ráð fyrir að SAF muni til að byrja með verða að mestu leyti af lífrænum uppruna en með frekari þróun í tækni og hagkvæmni muni svo hlutfall tilbúins eldsneytis (rafeldsneytis) vaxa og verða að lokum ráðandi partur í íblöndunni. Stefna ESB tilgreinir einnig lágmarks hlutfall tilbúins eldsneytis í flugvélaeldsneyti og byrjar það í 1,2% árið 2030 og endar í 35% hlutfalli 2050 o.s.frv. Getum við framleitt SAF á Íslandi? Í greiningu COWI er lagt á mat á vænta raforkuþörf til framleiðslu á grænu vetni til framleiðslu á tilbúnu flugvélaeldsneyti ásamt því að leggja mat á innlent aðgengi af koltvísýring. Samkvæmt reglum ESB má nota koltvísýring af iðnaðaruppruna sem hráefni í rafeldsneyti fram til ársins 2040 en eftir það má einungis nota koltvísýring af lífrænum uppruna, eða koltvísýrings fangað beint úr andrúmslofti eða hafinu. Hérlendis eru ekki auðugar uppsprettur af koltvísýringi og samkvæmt greiningunni eru nánast allar uppsprettur af iðnaðaruppruna sem ekki er leyfilegt að nota í þessum tilgangi eftir árið 2040. Raforkuþörf fyrir framleiðslu á tilbúnu eldsneyti fyrir flugvélar er hins vegar mögulegt að mæta hér á landi og er þörfin metin vera á bilinu 0,6 til 1,9 TWh árið 2035 og á milli 3,6 til 11,4 TWh árið 2050. Ef við ætlum okkur að mæta eftirspurn eftir tilbúnu sjálfbæru flugvélaeldsneyti með innlendri framleiðslu þarf uppbygging orkuinnviða að styðja við þróun framleiðslunnar og sömuleiðis þarf að þróa leiðir til að framleiða koltvísýring af lífrænum uppruna eða fanga beint úr andrúmslofti eða hafinu. Einnig er til staðar sá möguleiki að flytja inn tilbúið SAF eða jafnvel að flytja inn koltvísýring til framleiðslu á SAF bæði til eigin nota sem og til útflutnings. Hvert ætlum við að stefna? Það er ljóst að íblöndun endurnýjanlegs eldsneytis í flugvélaeldsneyti mun verða að veruleika og hefjast strax á næsta ári. Fyrst um sinn mun íblöndunin aðallega vera með lífrænu eldsneyti en eftirspurn eftir rafeldsneyti mun svo taka við sér og vaxa hratt. Möguleikar okkar til að mæta þessari eftirspurn eru margvíslegir en stefnumörkun um hvaða leið við ætlum að fara er nauðsynlegt að framkvæma tímanlega. Þó svo að þróunin verði í skrefum tekur líka tíma að byggja upp innviði, hvort sem er til framleiðslu, innflutnings- og eða útflutnings og tíminn því knappur. Það er því tímabært að hefja samtalið um hvert við sem þjóð ætlum að stefna þegar kemur að framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flug og eins fyrir siglingar og er það von okkar að umrædd skýrsla geti verið gagnlegt innlegg í það samtal. Nánari upplýsingar um greiningu COWI á þróun orkuþarfar fyrir sjálfbært flugvélaeldsneyti má finna hér. Upplýsingar um heildarraforkuþörf vegna framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flugvélar og skip ásamt orkuskipta samgangna á landi má finna í nýrri raforkuspá Landsnets. Höfundur er forstöðumaður Kerfisþróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Fréttir af flugi Orkuskipti Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta. Öllu þessu eldsneyti er síðan brennt í vélum bíla, skipa og flugvéla og við það losnar út í andrúmsloftið koltvísýringur sem er meira en þrisvar sinnum þyngri en eldsneytið sjálft eða yfir 3 milljónir tonna á ári. Til að minnka þessa losun höfum við sem samfélag tekið ákvörðun um að minnka í skrefum notkun á þessu jarðefnaeldsneyti og hætta henni að lokum alveg. Stærsti hluti af því jarðefnaeldsneyti sem við flytjum inn um þessar mundir notum við til þess að knýja millilandaflug og hefur hlutur þess farið hratt vaxandi síðasta áratug eða svo vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi og tíðari utanlandsferða okkar Íslendinga. Orkuskipti í millilandaflugi Í tengslum við vinnslu á nýrri raforkuspá Landsnets var ráðist í ítarlega greiningu á því hvernig möguleg orkuskipti í flugi til og frá Íslandi gætu litið út. Greiningin var unnin af íslenskum og dönskum sérfræðingum hjá verkfræðistofunni COWI og eru niðurstöður hennar að mörgu leyti athyglisverðar. Til að leggja mat á orkuþörf var stillt upp fjórum mismunandi sviðsmyndum um mögulega þróun eftirspurnar eftir sjálfbæru flugvélaeldsneyti á Íslandi, eða SAF. Undir SAF heyra nokkrar tegundir af eldsneyti, sem getur bæði verið af lífrænum uppruna eða tilbúið eldsneyti, einnig kallað rafeldsneyti . Rafeldsneyti er unnið úr svokölluðu grænu vetni og koltvísýringi (CO2), m.a. með svokölluðu Fischer-Tropsch ferli og er hægt að nota það sem íblöndun í hefðbundið flugvélaeldsneyti. Evrópusambandið hefur lögfest stefnu um slíka íblöndun í skrefum sem byrjar í 2% á næsta ári og mun ná upp í 70% árið 2050. Orkustefna Íslands er öllu metnaðarfyllri, en í henni er gert ráð fyrir að allt millilandaflug verði að fullu knúið sjálfbæru eldsneyti það sama ár. Þessar tvær stefnur mynda annan ásinn í sviðsmyndunum á meðan að hinn ásinn sýnir heildarfarþegafjölda til og frá landinu. Beint samhengi er á milli fjölda flugfarþega og eldsneytisnotkunar flugvéla og í sviðsmyndunum er væntur farþegafjöldi byggður á lágspá, miðspá og háspá ISAVIA. Út frá þessum fjórum sviðsmyndum er bæði metið hvernig heildareftirspurn eftir flugvélaeldsneyti muni þróast og eins hvernig hlutföll SAF í eldsneytinu muni koma til með líta út, bæði hvað varðar heildarhlutfall SAF og eins uppruna þess. Gert er ráð fyrir að SAF muni til að byrja með verða að mestu leyti af lífrænum uppruna en með frekari þróun í tækni og hagkvæmni muni svo hlutfall tilbúins eldsneytis (rafeldsneytis) vaxa og verða að lokum ráðandi partur í íblöndunni. Stefna ESB tilgreinir einnig lágmarks hlutfall tilbúins eldsneytis í flugvélaeldsneyti og byrjar það í 1,2% árið 2030 og endar í 35% hlutfalli 2050 o.s.frv. Getum við framleitt SAF á Íslandi? Í greiningu COWI er lagt á mat á vænta raforkuþörf til framleiðslu á grænu vetni til framleiðslu á tilbúnu flugvélaeldsneyti ásamt því að leggja mat á innlent aðgengi af koltvísýring. Samkvæmt reglum ESB má nota koltvísýring af iðnaðaruppruna sem hráefni í rafeldsneyti fram til ársins 2040 en eftir það má einungis nota koltvísýring af lífrænum uppruna, eða koltvísýrings fangað beint úr andrúmslofti eða hafinu. Hérlendis eru ekki auðugar uppsprettur af koltvísýringi og samkvæmt greiningunni eru nánast allar uppsprettur af iðnaðaruppruna sem ekki er leyfilegt að nota í þessum tilgangi eftir árið 2040. Raforkuþörf fyrir framleiðslu á tilbúnu eldsneyti fyrir flugvélar er hins vegar mögulegt að mæta hér á landi og er þörfin metin vera á bilinu 0,6 til 1,9 TWh árið 2035 og á milli 3,6 til 11,4 TWh árið 2050. Ef við ætlum okkur að mæta eftirspurn eftir tilbúnu sjálfbæru flugvélaeldsneyti með innlendri framleiðslu þarf uppbygging orkuinnviða að styðja við þróun framleiðslunnar og sömuleiðis þarf að þróa leiðir til að framleiða koltvísýring af lífrænum uppruna eða fanga beint úr andrúmslofti eða hafinu. Einnig er til staðar sá möguleiki að flytja inn tilbúið SAF eða jafnvel að flytja inn koltvísýring til framleiðslu á SAF bæði til eigin nota sem og til útflutnings. Hvert ætlum við að stefna? Það er ljóst að íblöndun endurnýjanlegs eldsneytis í flugvélaeldsneyti mun verða að veruleika og hefjast strax á næsta ári. Fyrst um sinn mun íblöndunin aðallega vera með lífrænu eldsneyti en eftirspurn eftir rafeldsneyti mun svo taka við sér og vaxa hratt. Möguleikar okkar til að mæta þessari eftirspurn eru margvíslegir en stefnumörkun um hvaða leið við ætlum að fara er nauðsynlegt að framkvæma tímanlega. Þó svo að þróunin verði í skrefum tekur líka tíma að byggja upp innviði, hvort sem er til framleiðslu, innflutnings- og eða útflutnings og tíminn því knappur. Það er því tímabært að hefja samtalið um hvert við sem þjóð ætlum að stefna þegar kemur að framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flug og eins fyrir siglingar og er það von okkar að umrædd skýrsla geti verið gagnlegt innlegg í það samtal. Nánari upplýsingar um greiningu COWI á þróun orkuþarfar fyrir sjálfbært flugvélaeldsneyti má finna hér. Upplýsingar um heildarraforkuþörf vegna framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flugvélar og skip ásamt orkuskipta samgangna á landi má finna í nýrri raforkuspá Landsnets. Höfundur er forstöðumaður Kerfisþróunar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar