Íslenski skorturinn Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 24. september 2024 14:31 Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir. Eigum fleiri bíla á mann en flestar þjóðir, erum neyslufíklar og hendum meira en hálfu tonni af heimilissorpi á ári á mann, nánar tiltekið 623 kílóum 2022, 100 kílóum meira en meðal Evrópubúinn. (ferðamannasorp deilist reyndar á okkur fastbúandi, en við ferðumst líka og fleygjum rusli í bókhald annarra þjóða.) Við viljum kolefnisjafna óhófið, en alls ekki minnka það. Viðskiptaráð vill aðeins loftslagsaðgerðir sem skila beinum hagnaði strax. Og stefna stjórnvalda er áfram meira af öllu sem skilar gróða í núinu. Við viljum vera mest í heimi. Mesti áróðurinn Þessa dagana eru met slegin í áróðri um orkuskort á Íslandi. Áfram fara samt 80 prósent orkunnar til örfárra stórfyrirtækja, sala á orku til gagnavera er orðin meiri en til allra heimila í landinu. Heimilin nota fimm prósent orkunnar og sölu á orku er ekki forgangsraðað til orkuskipta. Venjulegu fólki á samt að líða eins og heimsendir sé í nánd, ef hver einasta á og hver einasta vindhviða verða ekki virkjaðar í hvelli. Náttúruvernd og hófsemi er sögð stefna orkuskiptum í hættu, stöðva hagvöxt og kalla skerðingar á forgangsorku yfir heimili og mikilvæg fyrirtæki. Skýlaus réttur fólks til að beita sér til varnar umhverfinu er dreginn í efa af ráðamönnum sem hafa þó það hlutverk að verja réttindi almennings. Mesta sölumennskan Landsnet, Landsvirkjun, umhverfis, orku og auðlindaráðherra, Alþingismenn, Samtök atvinnulífsins, iðnaðarins, Viðskiptaráð, Morgunblaðið og allur orkugeirinn klifa á orkuneyðinni, en geta þó á engan hátt útskýrt hvernig ný orka á að nýtast til að minnka skortinn. Enda mun hún ekki gera það. Nýrri orku er jafnharðan úthlutað til hæstbjóðenda, án þess að það hafi nokkuð með orkuskipti eða sjálfbærni að gera. Við erum enn að selja orku í rafmyntagröft og fjölga gagnaverum hratt. Enn eru áform um einhæfan mjög orkufrekan iðnað, eins og orkan sé ótæmandi. Ráðherra umhverfismála og sveitarstjórar, hafa arðsemi að skærasta leiðarljósi, þegar stórtækir fjárfestar mæta með áform um risafyrirtæki sem geta orðið stærst á Norðurlöndum, stærst í Evrópu, eða stærst í heimi. Á síðasta áratug hefur orkuframleiðsla aukist um 360 MW. Það kjósa stjórnvöld að kalla kyrrstöðu, þótt það samsvari þremur stórvirkjunum. Mesti skortur af öllu Þótt við séum ekki stærst í heimi, eigum við skuggalegt heimsmet í yfirlýsingum um skort á öllu mögulegu. Á Íslandi er samtímis sagður skortur á vinnuafli og skortur á nýjum atvinnutækifærum, skortur á orku og nýjum orkufrekum fyrirtækjum, skortur á innviðum, skortur á ferðamönnum til að nota innviðina sem skortir, skortur á húsnæði og skortur á rafeldsneytisverksmiðju sem þyrfti 840 Mw sem er miklu meira orka Kárahnúkavirkjunar. Ofan á allt saman er fullyrt að orkuskorturinn og þörfin á grænni nýrri orku snúist um mannfjöldaþróun og orkuskipti. En gæti verið að þessi íslenski skortur sé skortur á yfirvegaðri stjórnsýslu og framtíðarsýn? Skortur á óbrengluðum upplýsingum og heildarstefnumótun um hvernig samfélag við viljum vera. Það er hinsvegar enginn skortur á stóryrðum og áróðri þeirra sem vilja tæma auðlindir Íslands í eigin þágu á methraða. Að stjórnmálin bakki upp þá áróðursherferð í stað þess að vinna fyrir almenning, er sorgleg staða fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Orkumál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir. Eigum fleiri bíla á mann en flestar þjóðir, erum neyslufíklar og hendum meira en hálfu tonni af heimilissorpi á ári á mann, nánar tiltekið 623 kílóum 2022, 100 kílóum meira en meðal Evrópubúinn. (ferðamannasorp deilist reyndar á okkur fastbúandi, en við ferðumst líka og fleygjum rusli í bókhald annarra þjóða.) Við viljum kolefnisjafna óhófið, en alls ekki minnka það. Viðskiptaráð vill aðeins loftslagsaðgerðir sem skila beinum hagnaði strax. Og stefna stjórnvalda er áfram meira af öllu sem skilar gróða í núinu. Við viljum vera mest í heimi. Mesti áróðurinn Þessa dagana eru met slegin í áróðri um orkuskort á Íslandi. Áfram fara samt 80 prósent orkunnar til örfárra stórfyrirtækja, sala á orku til gagnavera er orðin meiri en til allra heimila í landinu. Heimilin nota fimm prósent orkunnar og sölu á orku er ekki forgangsraðað til orkuskipta. Venjulegu fólki á samt að líða eins og heimsendir sé í nánd, ef hver einasta á og hver einasta vindhviða verða ekki virkjaðar í hvelli. Náttúruvernd og hófsemi er sögð stefna orkuskiptum í hættu, stöðva hagvöxt og kalla skerðingar á forgangsorku yfir heimili og mikilvæg fyrirtæki. Skýlaus réttur fólks til að beita sér til varnar umhverfinu er dreginn í efa af ráðamönnum sem hafa þó það hlutverk að verja réttindi almennings. Mesta sölumennskan Landsnet, Landsvirkjun, umhverfis, orku og auðlindaráðherra, Alþingismenn, Samtök atvinnulífsins, iðnaðarins, Viðskiptaráð, Morgunblaðið og allur orkugeirinn klifa á orkuneyðinni, en geta þó á engan hátt útskýrt hvernig ný orka á að nýtast til að minnka skortinn. Enda mun hún ekki gera það. Nýrri orku er jafnharðan úthlutað til hæstbjóðenda, án þess að það hafi nokkuð með orkuskipti eða sjálfbærni að gera. Við erum enn að selja orku í rafmyntagröft og fjölga gagnaverum hratt. Enn eru áform um einhæfan mjög orkufrekan iðnað, eins og orkan sé ótæmandi. Ráðherra umhverfismála og sveitarstjórar, hafa arðsemi að skærasta leiðarljósi, þegar stórtækir fjárfestar mæta með áform um risafyrirtæki sem geta orðið stærst á Norðurlöndum, stærst í Evrópu, eða stærst í heimi. Á síðasta áratug hefur orkuframleiðsla aukist um 360 MW. Það kjósa stjórnvöld að kalla kyrrstöðu, þótt það samsvari þremur stórvirkjunum. Mesti skortur af öllu Þótt við séum ekki stærst í heimi, eigum við skuggalegt heimsmet í yfirlýsingum um skort á öllu mögulegu. Á Íslandi er samtímis sagður skortur á vinnuafli og skortur á nýjum atvinnutækifærum, skortur á orku og nýjum orkufrekum fyrirtækjum, skortur á innviðum, skortur á ferðamönnum til að nota innviðina sem skortir, skortur á húsnæði og skortur á rafeldsneytisverksmiðju sem þyrfti 840 Mw sem er miklu meira orka Kárahnúkavirkjunar. Ofan á allt saman er fullyrt að orkuskorturinn og þörfin á grænni nýrri orku snúist um mannfjöldaþróun og orkuskipti. En gæti verið að þessi íslenski skortur sé skortur á yfirvegaðri stjórnsýslu og framtíðarsýn? Skortur á óbrengluðum upplýsingum og heildarstefnumótun um hvernig samfélag við viljum vera. Það er hinsvegar enginn skortur á stóryrðum og áróðri þeirra sem vilja tæma auðlindir Íslands í eigin þágu á methraða. Að stjórnmálin bakki upp þá áróðursherferð í stað þess að vinna fyrir almenning, er sorgleg staða fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun