Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir skrifar 24. september 2024 14:03 Ofhugsun, þráhyggja, áhyggjur, of margar hugsanir of hraðar hugsanir, neikvæðar hugsanir...‘ Er þvottavélin á yfirsnúningi? Þegar kemur að lífsgæðum okkar, almennu heilbrigði og líðan er lykilatriði að gefa hugsunum okkar ríkan gaum. Já, þú þarft að hugsa um hvað þú ert að hugsa! Hver hugsun er orka. Við erum að hugsa 60-80.000 hugsanir daglega. Það er gríðarleg orkuframleiðsla. Krónískir ofhugsarar hugsa jafnvel margfalt fleiri hugsanir á hverjum degi en hinn venjulegi meðalhugsari. Oft eru þessar hugsanir einnig neikvæðar sem gerir vandann meiri. Óheilbrigt hugarfar er ein af meginrótum þreytu, orkuleysis og vanlíðunar, sérstaklega ofhugsanir. Ef hugsanirnar eru alltaf á miljón, alltof margar, alltof hraðar og jafnvel neikvæðar, þá er þetta eins og að vera í stöðugri erfiðisvinnu í hausnum á sér alla daga allan daginn. Hver hugsun er orka og öll orkan þín fer í allar þessar endalausu hugsanir og þú átt þá enga orku eftir. Ofhugsarar glíma einnig oft við svefnleysi eða óheilbrigðan svefn. Þeir ná ekki að róa hugann og þar með koma ró á orkuna sína sem er mikilvægt til að ná að sofna og sofa vel. Jafnvel þótt líkaminn liggi kyrr upp í rúmi, ef hugsanirnar eru á fullri ferð í allar áttir þá er orkan okkar á fullri ferð í allar áttir líka. Allt er orka. Orkan okkar hverju sinni stýrir lífsgæðum okkar, líðan okkar og heilsu. Er orkan þín full af ófriði, streitu, kvíða, ótta, reiði, þreytu eða jafnvel hatri? Eða er orkan þín full af friði, ró, kærleika, gleði, frelsi, von, trú og trausti? Þú hefur val. Þú getur umbreytt orkunni þinni og þar með líðan þinni. Orkan þín samanstendur af hugsunum þínum, því sem þú trúir í hjarta þínu og því sem þú segir. Með því að breyta þessu getur þú breytt orkunni þinni. Rót ofhugsana er óheilbrigð ábyrgð. Að trúa því í hjarta sínu að maður beri ábyrgð á öllu mögulegu og ómögulegu. Trúa jafnvel því að maður verði að bjarga öllu og öllum. Að maður sé bjargvætturinn mikli. Að maður beri ábyrgð á tilfinningum annarra, að ekkert slæmt gerist, að öllum líði vel, osfrv. Dæmi: Trú: „Ég ber ábyrgð á því að ekkert slæmt gerist“ Afleiðing þessa eru stanslausar ofhugsanir um allt það slæma sem mögulega gæti gerst, og hvernig þú myndir bregðast við því hverju sinni til að afstýra því að það slæma myndi gerast. Af því að innst inni ertu að reyna að axla þessa ábyrgð. En engin manneskja getur axlað slíka ábyrgð. Fyrir utan það að það eru lítil takmörk fyrir því sem getur gerst. Enginn getur fyrirséð allt slíkt og verið þannig ,,undirbúinn undir það“. Fólk á það samt sem áður til að slíta sér út við að reyna. Þetta er mikið álag. Annað dæmi er einstaklingur sem trúir því að hann beri ábyrgð á að ,,öllum líði vel“. Hann verður afar meðvirkur með tilfinningum annarra og hugsar stanslaust um líðan annarra og forðast í lengstu lög allt það sem gæti látið öðrum líða illa eða verið óþægilegt. Hann fær ofhugsanir um hvernig hinum og þessum myndi líða ef hann myndi gera eða segja þetta eða hitt. Hann lætur síðan stjórnast af eigin ofhugsunum og ályktunum um hugsanleg tilfinningaviðbrögð annarra við eigin hegðun. Viðkomandi gefur frá sér frelsið sitt og gefur tilfinningum annarra vald yfir lífi sínu. Óheilbrigð ábyrgð getur verið mjög þung byrði að bera og er aldrei gagnleg. Lausnin? Að öðlast heilbrigða ábyrgð og vinna með eigið hugarfar. Fyrsta skrefið er að endurskilgreina eigin ábyrgð. Á hverju ber ég ábyrgð raunverulega? Hafðu það einfalt. Mér. Börnunum mínum ef þau eru enn börn. Hundinum mínum. Punktur. Þú berð ekki ábyrgð á fullorðnum börnum þínum. Þú berð ekki ábyrgð á barnabörnunum. Foreldrarnir bera þá ábyrgð. Þú berð ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki og hvað þá þeirra tilfinningum eða hugsunum. Hver manneskja ber ábyrgð á sjálfri sér. Vá þvílíkur léttir og frelsi og friður í hugann. :) Gangi þér vel. Höfundur er dáleiðari og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Ofhugsun, þráhyggja, áhyggjur, of margar hugsanir of hraðar hugsanir, neikvæðar hugsanir...‘ Er þvottavélin á yfirsnúningi? Þegar kemur að lífsgæðum okkar, almennu heilbrigði og líðan er lykilatriði að gefa hugsunum okkar ríkan gaum. Já, þú þarft að hugsa um hvað þú ert að hugsa! Hver hugsun er orka. Við erum að hugsa 60-80.000 hugsanir daglega. Það er gríðarleg orkuframleiðsla. Krónískir ofhugsarar hugsa jafnvel margfalt fleiri hugsanir á hverjum degi en hinn venjulegi meðalhugsari. Oft eru þessar hugsanir einnig neikvæðar sem gerir vandann meiri. Óheilbrigt hugarfar er ein af meginrótum þreytu, orkuleysis og vanlíðunar, sérstaklega ofhugsanir. Ef hugsanirnar eru alltaf á miljón, alltof margar, alltof hraðar og jafnvel neikvæðar, þá er þetta eins og að vera í stöðugri erfiðisvinnu í hausnum á sér alla daga allan daginn. Hver hugsun er orka og öll orkan þín fer í allar þessar endalausu hugsanir og þú átt þá enga orku eftir. Ofhugsarar glíma einnig oft við svefnleysi eða óheilbrigðan svefn. Þeir ná ekki að róa hugann og þar með koma ró á orkuna sína sem er mikilvægt til að ná að sofna og sofa vel. Jafnvel þótt líkaminn liggi kyrr upp í rúmi, ef hugsanirnar eru á fullri ferð í allar áttir þá er orkan okkar á fullri ferð í allar áttir líka. Allt er orka. Orkan okkar hverju sinni stýrir lífsgæðum okkar, líðan okkar og heilsu. Er orkan þín full af ófriði, streitu, kvíða, ótta, reiði, þreytu eða jafnvel hatri? Eða er orkan þín full af friði, ró, kærleika, gleði, frelsi, von, trú og trausti? Þú hefur val. Þú getur umbreytt orkunni þinni og þar með líðan þinni. Orkan þín samanstendur af hugsunum þínum, því sem þú trúir í hjarta þínu og því sem þú segir. Með því að breyta þessu getur þú breytt orkunni þinni. Rót ofhugsana er óheilbrigð ábyrgð. Að trúa því í hjarta sínu að maður beri ábyrgð á öllu mögulegu og ómögulegu. Trúa jafnvel því að maður verði að bjarga öllu og öllum. Að maður sé bjargvætturinn mikli. Að maður beri ábyrgð á tilfinningum annarra, að ekkert slæmt gerist, að öllum líði vel, osfrv. Dæmi: Trú: „Ég ber ábyrgð á því að ekkert slæmt gerist“ Afleiðing þessa eru stanslausar ofhugsanir um allt það slæma sem mögulega gæti gerst, og hvernig þú myndir bregðast við því hverju sinni til að afstýra því að það slæma myndi gerast. Af því að innst inni ertu að reyna að axla þessa ábyrgð. En engin manneskja getur axlað slíka ábyrgð. Fyrir utan það að það eru lítil takmörk fyrir því sem getur gerst. Enginn getur fyrirséð allt slíkt og verið þannig ,,undirbúinn undir það“. Fólk á það samt sem áður til að slíta sér út við að reyna. Þetta er mikið álag. Annað dæmi er einstaklingur sem trúir því að hann beri ábyrgð á að ,,öllum líði vel“. Hann verður afar meðvirkur með tilfinningum annarra og hugsar stanslaust um líðan annarra og forðast í lengstu lög allt það sem gæti látið öðrum líða illa eða verið óþægilegt. Hann fær ofhugsanir um hvernig hinum og þessum myndi líða ef hann myndi gera eða segja þetta eða hitt. Hann lætur síðan stjórnast af eigin ofhugsunum og ályktunum um hugsanleg tilfinningaviðbrögð annarra við eigin hegðun. Viðkomandi gefur frá sér frelsið sitt og gefur tilfinningum annarra vald yfir lífi sínu. Óheilbrigð ábyrgð getur verið mjög þung byrði að bera og er aldrei gagnleg. Lausnin? Að öðlast heilbrigða ábyrgð og vinna með eigið hugarfar. Fyrsta skrefið er að endurskilgreina eigin ábyrgð. Á hverju ber ég ábyrgð raunverulega? Hafðu það einfalt. Mér. Börnunum mínum ef þau eru enn börn. Hundinum mínum. Punktur. Þú berð ekki ábyrgð á fullorðnum börnum þínum. Þú berð ekki ábyrgð á barnabörnunum. Foreldrarnir bera þá ábyrgð. Þú berð ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki og hvað þá þeirra tilfinningum eða hugsunum. Hver manneskja ber ábyrgð á sjálfri sér. Vá þvílíkur léttir og frelsi og friður í hugann. :) Gangi þér vel. Höfundur er dáleiðari og fyrirlesari.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar