Akureyrarbær greiðir götu kvennaathvarfs á Akureyri eins og kostur er Ásthildur Sturludóttir skrifar 19. september 2024 07:31 Frá því undirbúningur að opnun kvennaathvarfs á Akureyri hófst sumarið 2020 hefur Akureyrarbær greitt götu þess eftir mætti, enda er okkur fyllilega ljóst mikilvægi þess góða starfs sem Samtök um kvennaathvarf vinna. Það var því mikið fagnaðarefni og stórt framfaraskref fyrir íbúa Norður- og Austurlands þegar kvennaathvarf á Akureyri var opnað og frá upphafi hefur Akureyrarbær stutt við starfsemina með ráðum og dáð, nú síðast með 1,5 milljóna króna styrk fyrir árið 2024. Okkur er mikið í mun að starfsemi samtakanna nái góðri fótfestu á landsbyggðinni líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin er því miður brýn. Nú stendur kvennaathvarf á Akureyri hins vegar frammi fyrir alvarlegum húsnæðisvanda frá og með næstu áramótum. Leitað hefur verið til Akureyrarbæjar um húsnæði til leigu en því miður hefur sveitarfélagið ekki yfir að ráða óráðstöfuðu húsnæði sem gæti hentað starfseminni. Samtök um kvennaathvarf eiga húsnæði til eigin nota á höfuðborgarsvæðinu og hafa nú á prjónunum að byggja betri húsakost syðra. Það væri öllum til heilla að kvennaathvarf á Akureyri kæmist af leigumarkaði og gæti eignast þak yfir höfuðið á Akureyri líka. Akureyrarbær mun í einu og öllu greiða götu samtakanna til að svo geti orðið og til þess að samfella geti haldist í hinu mikla framlagi þeirra til að stuðla að velferð kvenna sem búa við óboðlegar aðstæður og eiga undir högg að sækja. Við viljum sannarlega allt til þess vinna að kvennaathvarf verði á Akureyri til frambúðar. Þörfin er því miður brýn. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því undirbúningur að opnun kvennaathvarfs á Akureyri hófst sumarið 2020 hefur Akureyrarbær greitt götu þess eftir mætti, enda er okkur fyllilega ljóst mikilvægi þess góða starfs sem Samtök um kvennaathvarf vinna. Það var því mikið fagnaðarefni og stórt framfaraskref fyrir íbúa Norður- og Austurlands þegar kvennaathvarf á Akureyri var opnað og frá upphafi hefur Akureyrarbær stutt við starfsemina með ráðum og dáð, nú síðast með 1,5 milljóna króna styrk fyrir árið 2024. Okkur er mikið í mun að starfsemi samtakanna nái góðri fótfestu á landsbyggðinni líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin er því miður brýn. Nú stendur kvennaathvarf á Akureyri hins vegar frammi fyrir alvarlegum húsnæðisvanda frá og með næstu áramótum. Leitað hefur verið til Akureyrarbæjar um húsnæði til leigu en því miður hefur sveitarfélagið ekki yfir að ráða óráðstöfuðu húsnæði sem gæti hentað starfseminni. Samtök um kvennaathvarf eiga húsnæði til eigin nota á höfuðborgarsvæðinu og hafa nú á prjónunum að byggja betri húsakost syðra. Það væri öllum til heilla að kvennaathvarf á Akureyri kæmist af leigumarkaði og gæti eignast þak yfir höfuðið á Akureyri líka. Akureyrarbær mun í einu og öllu greiða götu samtakanna til að svo geti orðið og til þess að samfella geti haldist í hinu mikla framlagi þeirra til að stuðla að velferð kvenna sem búa við óboðlegar aðstæður og eiga undir högg að sækja. Við viljum sannarlega allt til þess vinna að kvennaathvarf verði á Akureyri til frambúðar. Þörfin er því miður brýn. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar