Um ferðaþjónustu og ADHD Nanný Arna Guðmundsdóttir skrifar 16. september 2024 14:01 Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi. ADHD er kostnaðarsamt ofgreint vandamál sem við verðum að leysa, helst lækna. Umræðan um þessi tvö mál umhverfast um vandamál og ásakanir í stað þess að velta upp tækifærum og lausnum. Í mínu litla ferðaþjónustufyrirtæki unnu 33 einstaklingar yfir sumarvertíðina, flest allir með ADHD með eða án ofvirkni, lesblindu eða aðrar greiningar. Allt frábærir starfsmenn sem búa yfir innri styrk, þrautseigju og víðsýni. Þau búa öll yfir hæfuleikum sem henta vel í ferðaþjónustu, þau eru orkumikil, þeim finnst gaman að vera úti að leika, þau eru lausnamiðuð, það sem vekur áhuga þeirra muna þau í smáatriðum og þeim er allveg sama þó að vinnudagurinn þróist í allt aðar átt en excel skjalið sagði til eða að tímalína verkefna líti meira út eins og hjartalínurit en bein lína. Þessi litli hópur starfsmanna í ferðaþjónustu er með alskonar menntun sem þau hafa valið út frá áhugasviði sínu, masterspróf í náttúruvísindum, nám í fjallaleiðsögn, útinám úr lýðskóla, skipstjórnarnám, kennaranám og allskonar iðnám. Og já sumir í hópnum eru með annað móðurmál en íslensku, sem hindar þau ekki í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Umræða um ferðaþjónustu snýst oftast um skort á fagmennsku, græðgi og útlendingana sem þekkja ekkert til Gísla Súrsonar eða Njálsbrennu. Það á sér sjálfsagt einhverja stoð, en ferðaþjónusta á Íslandi er svo miklu meira en það. Afþreyingarferðamennska er stór á Íslandi, enda eigum við náttúru sem kallar á alskonar útileiki. Þessháttar ferðamennska er samt ekki bara leikur, hún krefst fagmennsku, þekkingar og reynslu. Og þá erum við komin að fléttunni í þessari langloku. Á sama tíma og við skrifum greinar um greiningu, dæsum yfir börnunum sem passa ekki í skólakerfið og verða aldrei skrauthattar við skrifborð, er aðgengi að "öðruvísi" menntun skert. Ákvörðun barna og menntamálaráðherra um að hætta fjármögnun á sérstöku námi í fjallaleiðsögn við FAS er svo lýsandi fyrir skilningsleysi á þörfum samfélagsins fyrir alskonar menntun, fyrir alskonar fólk sem býr til þjóðartekjur sem nýtast í alskonar. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem þarf að hlúa að með fagmennsku að vopni. Hún snýst ekki um excel skjöl eða fjölbreyttar skrifstofur. Hún er útivera, íslenskt veður, plan a-b-c-og -d, hún er valdeflandi, gefandi og ágætlega launuð. (Allavegana betur launuð en starf í þjónustuveri bankanna) Hún er frábær starfsvettvangur fyrir skapandi, líflegt, orkumikið fólk sem hefur gaman af því að tala, elskar að sökkva sér niður í smáatriði og sér umhverfið sitt í þrívídd, samhverfum myndum og mynstrum. Nám í Fjallamennsku við FAS er sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið hefst á 60 eininga grunnnámi með áherslu á jöklaleiðsögn og síðan er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám með áherlsu á fjallaleiðsögn og fjallamennsku. Námið samanstendur af verkelegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og hentar því einstaklega vel fyrir nemendur með búsetu um allt land. Nemendur sem ljúka náminu fá réttindi innan fagfélagsins íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG og viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu. Námið er það eina sinna tegundar á Íslandi og styður sannarlega við markmið nýrrar ferðamálastefnu um að upplifun gesta okkar af íslenskri ferðaþjónustu eigi að byggja á fagmennsku, gæðum og öryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Borea Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi. ADHD er kostnaðarsamt ofgreint vandamál sem við verðum að leysa, helst lækna. Umræðan um þessi tvö mál umhverfast um vandamál og ásakanir í stað þess að velta upp tækifærum og lausnum. Í mínu litla ferðaþjónustufyrirtæki unnu 33 einstaklingar yfir sumarvertíðina, flest allir með ADHD með eða án ofvirkni, lesblindu eða aðrar greiningar. Allt frábærir starfsmenn sem búa yfir innri styrk, þrautseigju og víðsýni. Þau búa öll yfir hæfuleikum sem henta vel í ferðaþjónustu, þau eru orkumikil, þeim finnst gaman að vera úti að leika, þau eru lausnamiðuð, það sem vekur áhuga þeirra muna þau í smáatriðum og þeim er allveg sama þó að vinnudagurinn þróist í allt aðar átt en excel skjalið sagði til eða að tímalína verkefna líti meira út eins og hjartalínurit en bein lína. Þessi litli hópur starfsmanna í ferðaþjónustu er með alskonar menntun sem þau hafa valið út frá áhugasviði sínu, masterspróf í náttúruvísindum, nám í fjallaleiðsögn, útinám úr lýðskóla, skipstjórnarnám, kennaranám og allskonar iðnám. Og já sumir í hópnum eru með annað móðurmál en íslensku, sem hindar þau ekki í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Umræða um ferðaþjónustu snýst oftast um skort á fagmennsku, græðgi og útlendingana sem þekkja ekkert til Gísla Súrsonar eða Njálsbrennu. Það á sér sjálfsagt einhverja stoð, en ferðaþjónusta á Íslandi er svo miklu meira en það. Afþreyingarferðamennska er stór á Íslandi, enda eigum við náttúru sem kallar á alskonar útileiki. Þessháttar ferðamennska er samt ekki bara leikur, hún krefst fagmennsku, þekkingar og reynslu. Og þá erum við komin að fléttunni í þessari langloku. Á sama tíma og við skrifum greinar um greiningu, dæsum yfir börnunum sem passa ekki í skólakerfið og verða aldrei skrauthattar við skrifborð, er aðgengi að "öðruvísi" menntun skert. Ákvörðun barna og menntamálaráðherra um að hætta fjármögnun á sérstöku námi í fjallaleiðsögn við FAS er svo lýsandi fyrir skilningsleysi á þörfum samfélagsins fyrir alskonar menntun, fyrir alskonar fólk sem býr til þjóðartekjur sem nýtast í alskonar. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem þarf að hlúa að með fagmennsku að vopni. Hún snýst ekki um excel skjöl eða fjölbreyttar skrifstofur. Hún er útivera, íslenskt veður, plan a-b-c-og -d, hún er valdeflandi, gefandi og ágætlega launuð. (Allavegana betur launuð en starf í þjónustuveri bankanna) Hún er frábær starfsvettvangur fyrir skapandi, líflegt, orkumikið fólk sem hefur gaman af því að tala, elskar að sökkva sér niður í smáatriði og sér umhverfið sitt í þrívídd, samhverfum myndum og mynstrum. Nám í Fjallamennsku við FAS er sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið hefst á 60 eininga grunnnámi með áherslu á jöklaleiðsögn og síðan er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám með áherlsu á fjallaleiðsögn og fjallamennsku. Námið samanstendur af verkelegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og hentar því einstaklega vel fyrir nemendur með búsetu um allt land. Nemendur sem ljúka náminu fá réttindi innan fagfélagsins íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG og viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu. Námið er það eina sinna tegundar á Íslandi og styður sannarlega við markmið nýrrar ferðamálastefnu um að upplifun gesta okkar af íslenskri ferðaþjónustu eigi að byggja á fagmennsku, gæðum og öryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Borea Adventures.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun