Um ferðaþjónustu og ADHD Nanný Arna Guðmundsdóttir skrifar 16. september 2024 14:01 Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi. ADHD er kostnaðarsamt ofgreint vandamál sem við verðum að leysa, helst lækna. Umræðan um þessi tvö mál umhverfast um vandamál og ásakanir í stað þess að velta upp tækifærum og lausnum. Í mínu litla ferðaþjónustufyrirtæki unnu 33 einstaklingar yfir sumarvertíðina, flest allir með ADHD með eða án ofvirkni, lesblindu eða aðrar greiningar. Allt frábærir starfsmenn sem búa yfir innri styrk, þrautseigju og víðsýni. Þau búa öll yfir hæfuleikum sem henta vel í ferðaþjónustu, þau eru orkumikil, þeim finnst gaman að vera úti að leika, þau eru lausnamiðuð, það sem vekur áhuga þeirra muna þau í smáatriðum og þeim er allveg sama þó að vinnudagurinn þróist í allt aðar átt en excel skjalið sagði til eða að tímalína verkefna líti meira út eins og hjartalínurit en bein lína. Þessi litli hópur starfsmanna í ferðaþjónustu er með alskonar menntun sem þau hafa valið út frá áhugasviði sínu, masterspróf í náttúruvísindum, nám í fjallaleiðsögn, útinám úr lýðskóla, skipstjórnarnám, kennaranám og allskonar iðnám. Og já sumir í hópnum eru með annað móðurmál en íslensku, sem hindar þau ekki í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Umræða um ferðaþjónustu snýst oftast um skort á fagmennsku, græðgi og útlendingana sem þekkja ekkert til Gísla Súrsonar eða Njálsbrennu. Það á sér sjálfsagt einhverja stoð, en ferðaþjónusta á Íslandi er svo miklu meira en það. Afþreyingarferðamennska er stór á Íslandi, enda eigum við náttúru sem kallar á alskonar útileiki. Þessháttar ferðamennska er samt ekki bara leikur, hún krefst fagmennsku, þekkingar og reynslu. Og þá erum við komin að fléttunni í þessari langloku. Á sama tíma og við skrifum greinar um greiningu, dæsum yfir börnunum sem passa ekki í skólakerfið og verða aldrei skrauthattar við skrifborð, er aðgengi að "öðruvísi" menntun skert. Ákvörðun barna og menntamálaráðherra um að hætta fjármögnun á sérstöku námi í fjallaleiðsögn við FAS er svo lýsandi fyrir skilningsleysi á þörfum samfélagsins fyrir alskonar menntun, fyrir alskonar fólk sem býr til þjóðartekjur sem nýtast í alskonar. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem þarf að hlúa að með fagmennsku að vopni. Hún snýst ekki um excel skjöl eða fjölbreyttar skrifstofur. Hún er útivera, íslenskt veður, plan a-b-c-og -d, hún er valdeflandi, gefandi og ágætlega launuð. (Allavegana betur launuð en starf í þjónustuveri bankanna) Hún er frábær starfsvettvangur fyrir skapandi, líflegt, orkumikið fólk sem hefur gaman af því að tala, elskar að sökkva sér niður í smáatriði og sér umhverfið sitt í þrívídd, samhverfum myndum og mynstrum. Nám í Fjallamennsku við FAS er sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið hefst á 60 eininga grunnnámi með áherslu á jöklaleiðsögn og síðan er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám með áherlsu á fjallaleiðsögn og fjallamennsku. Námið samanstendur af verkelegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og hentar því einstaklega vel fyrir nemendur með búsetu um allt land. Nemendur sem ljúka náminu fá réttindi innan fagfélagsins íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG og viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu. Námið er það eina sinna tegundar á Íslandi og styður sannarlega við markmið nýrrar ferðamálastefnu um að upplifun gesta okkar af íslenskri ferðaþjónustu eigi að byggja á fagmennsku, gæðum og öryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Borea Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi. ADHD er kostnaðarsamt ofgreint vandamál sem við verðum að leysa, helst lækna. Umræðan um þessi tvö mál umhverfast um vandamál og ásakanir í stað þess að velta upp tækifærum og lausnum. Í mínu litla ferðaþjónustufyrirtæki unnu 33 einstaklingar yfir sumarvertíðina, flest allir með ADHD með eða án ofvirkni, lesblindu eða aðrar greiningar. Allt frábærir starfsmenn sem búa yfir innri styrk, þrautseigju og víðsýni. Þau búa öll yfir hæfuleikum sem henta vel í ferðaþjónustu, þau eru orkumikil, þeim finnst gaman að vera úti að leika, þau eru lausnamiðuð, það sem vekur áhuga þeirra muna þau í smáatriðum og þeim er allveg sama þó að vinnudagurinn þróist í allt aðar átt en excel skjalið sagði til eða að tímalína verkefna líti meira út eins og hjartalínurit en bein lína. Þessi litli hópur starfsmanna í ferðaþjónustu er með alskonar menntun sem þau hafa valið út frá áhugasviði sínu, masterspróf í náttúruvísindum, nám í fjallaleiðsögn, útinám úr lýðskóla, skipstjórnarnám, kennaranám og allskonar iðnám. Og já sumir í hópnum eru með annað móðurmál en íslensku, sem hindar þau ekki í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Umræða um ferðaþjónustu snýst oftast um skort á fagmennsku, græðgi og útlendingana sem þekkja ekkert til Gísla Súrsonar eða Njálsbrennu. Það á sér sjálfsagt einhverja stoð, en ferðaþjónusta á Íslandi er svo miklu meira en það. Afþreyingarferðamennska er stór á Íslandi, enda eigum við náttúru sem kallar á alskonar útileiki. Þessháttar ferðamennska er samt ekki bara leikur, hún krefst fagmennsku, þekkingar og reynslu. Og þá erum við komin að fléttunni í þessari langloku. Á sama tíma og við skrifum greinar um greiningu, dæsum yfir börnunum sem passa ekki í skólakerfið og verða aldrei skrauthattar við skrifborð, er aðgengi að "öðruvísi" menntun skert. Ákvörðun barna og menntamálaráðherra um að hætta fjármögnun á sérstöku námi í fjallaleiðsögn við FAS er svo lýsandi fyrir skilningsleysi á þörfum samfélagsins fyrir alskonar menntun, fyrir alskonar fólk sem býr til þjóðartekjur sem nýtast í alskonar. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem þarf að hlúa að með fagmennsku að vopni. Hún snýst ekki um excel skjöl eða fjölbreyttar skrifstofur. Hún er útivera, íslenskt veður, plan a-b-c-og -d, hún er valdeflandi, gefandi og ágætlega launuð. (Allavegana betur launuð en starf í þjónustuveri bankanna) Hún er frábær starfsvettvangur fyrir skapandi, líflegt, orkumikið fólk sem hefur gaman af því að tala, elskar að sökkva sér niður í smáatriði og sér umhverfið sitt í þrívídd, samhverfum myndum og mynstrum. Nám í Fjallamennsku við FAS er sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið hefst á 60 eininga grunnnámi með áherslu á jöklaleiðsögn og síðan er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám með áherlsu á fjallaleiðsögn og fjallamennsku. Námið samanstendur af verkelegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og hentar því einstaklega vel fyrir nemendur með búsetu um allt land. Nemendur sem ljúka náminu fá réttindi innan fagfélagsins íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG og viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu. Námið er það eina sinna tegundar á Íslandi og styður sannarlega við markmið nýrrar ferðamálastefnu um að upplifun gesta okkar af íslenskri ferðaþjónustu eigi að byggja á fagmennsku, gæðum og öryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Borea Adventures.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun