Fiskeldi í Fjallabyggð eins og þruma úr heiðskíru lofti Rakel Hinriksdóttir skrifar 13. september 2024 09:33 Kleifar fiskeldi áformar að hefja fiskeldi í Fjallabyggð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þann 4.september síðastliðinn á að koma upp eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega. Samkvæmt fréttinni er áætlað að vera með seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Róbert Guðfinnsson er í forsvari fyrir Kleifar fiskeldi. „Sjö nærliggjandi sveitarfélögum verður boðinn um 1,4% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, eða samtals 10,1%. Þannig munu sveitarfélögin sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öllum arðgreiðslum félagsins um ókomna framtíð,“ segir Róbert við Morgunblaðið. Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi lýsi ég yfir áhyggjum og undrun vegna þessa. Umræðan í samfélaginu varðandi sjókvíaeldi hefur ekki verið jákvæð, með réttu, enda eru umhverfisáhrif þeirra mjög slæm. Heldur hefur okkur þótt umræðan stefna í áttina að því að beina orkunni meira að landeldi sem hefur gefið góða raun og neikvæð umhverfisáhrif ekki nálægt því jafn fyrirferðarmikil. Áætlanir Kleifa fiskeldis koma því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti, auk þess sem margt varðandi framkvæmdina stenst ekki skoðun. Eins og staðan er í dag, er Siglufjörður bannsvæði fyrir sjókvíar samkvæmt lögum. Einnig er hann, sem og hinir tveir firðirnir í Fjallabyggð; Héðinsfjörður og Ólafsfjörður, of grunnir fyrir sjókvíar. Þessir firðir eru á bilinu 30 - 40 metra djúpir þar sem dýpst er, en sjókvíar eru 20 metra djúpar. Sem dæmi má nefna að Arnarlax er með starfsleyfi í Dýrafirði og þar eru kvíarnar 20 metra djúpar en fjarlægð frá nót kvíar að botni er um 50 m. Bjarkey Olsen matvælaráðherra er með nýtt frumvarp um lagareldi á borðinu sem er ennþá í mótun, aðallega vegna þess að auðlindahlutinn hefur verið umdeildur. Samkvæmt frumvarpinu myndi leyfisveiting til fiskeldis vera ótímabundin, sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Ef þetta frumvarp myndi vera samþykkt eins og það er í dag, yrðu Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður líka lokaðir fyrir sjókvíaeldi. Annað sem er umhugsunarvert er að áætlað er að nota ófrjóan lax. Lítil reynsla er komin á það að ala ófrjóan lax enn sem komið er. Að lokum má nefna að grunnir firðir við norðvestanverðan Tröllaskaga henta varla fyrir sjókvíar vegna þess að þeir eru galopnir fyrir haföldu. Eyjafjörður er þar undanskilinn, innan við Hrísey. Haldinn hefur verið kynningarfundur á Ólafsfirði um verkefnið og umræðan hefur verið þannig, sérstaklega vegna þess að sveitarfélögunum á svæðinu er lofuð sneið af kökunni, að um jákvæða framkvæmd sé að ræða. Okkar skoðun er sú að það megi alls ekki gleyma því, þó að fjárhagslegum gróða sé lofað, að um er að ræða framkvæmd sem er náttúrunni alls ekki í hag. Auk þess er ennþá mjög svo á gráu svæði, að okkar mati, hvernig framkvæmdin eigi að vera. SUNN heldur vökulu auga með framvindu málsins, og ég hvet þau sem bera hag náttúru Norðurlands fyrir brjósti, hvort sem það er á láði eða legi, að hafa samband við okkur og taka þátt í starfi samtakanna. Aðalfundur félagsins verður á Amtsbókasafninu á mánudaginn næstkomandi, kl 20.00, þar sem öll eru velkomin. Aldrei hefur náttúra Íslands þurft meira á málsvörum að halda. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kleifar fiskeldi áformar að hefja fiskeldi í Fjallabyggð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þann 4.september síðastliðinn á að koma upp eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega. Samkvæmt fréttinni er áætlað að vera með seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Róbert Guðfinnsson er í forsvari fyrir Kleifar fiskeldi. „Sjö nærliggjandi sveitarfélögum verður boðinn um 1,4% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, eða samtals 10,1%. Þannig munu sveitarfélögin sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öllum arðgreiðslum félagsins um ókomna framtíð,“ segir Róbert við Morgunblaðið. Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi lýsi ég yfir áhyggjum og undrun vegna þessa. Umræðan í samfélaginu varðandi sjókvíaeldi hefur ekki verið jákvæð, með réttu, enda eru umhverfisáhrif þeirra mjög slæm. Heldur hefur okkur þótt umræðan stefna í áttina að því að beina orkunni meira að landeldi sem hefur gefið góða raun og neikvæð umhverfisáhrif ekki nálægt því jafn fyrirferðarmikil. Áætlanir Kleifa fiskeldis koma því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti, auk þess sem margt varðandi framkvæmdina stenst ekki skoðun. Eins og staðan er í dag, er Siglufjörður bannsvæði fyrir sjókvíar samkvæmt lögum. Einnig er hann, sem og hinir tveir firðirnir í Fjallabyggð; Héðinsfjörður og Ólafsfjörður, of grunnir fyrir sjókvíar. Þessir firðir eru á bilinu 30 - 40 metra djúpir þar sem dýpst er, en sjókvíar eru 20 metra djúpar. Sem dæmi má nefna að Arnarlax er með starfsleyfi í Dýrafirði og þar eru kvíarnar 20 metra djúpar en fjarlægð frá nót kvíar að botni er um 50 m. Bjarkey Olsen matvælaráðherra er með nýtt frumvarp um lagareldi á borðinu sem er ennþá í mótun, aðallega vegna þess að auðlindahlutinn hefur verið umdeildur. Samkvæmt frumvarpinu myndi leyfisveiting til fiskeldis vera ótímabundin, sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Ef þetta frumvarp myndi vera samþykkt eins og það er í dag, yrðu Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður líka lokaðir fyrir sjókvíaeldi. Annað sem er umhugsunarvert er að áætlað er að nota ófrjóan lax. Lítil reynsla er komin á það að ala ófrjóan lax enn sem komið er. Að lokum má nefna að grunnir firðir við norðvestanverðan Tröllaskaga henta varla fyrir sjókvíar vegna þess að þeir eru galopnir fyrir haföldu. Eyjafjörður er þar undanskilinn, innan við Hrísey. Haldinn hefur verið kynningarfundur á Ólafsfirði um verkefnið og umræðan hefur verið þannig, sérstaklega vegna þess að sveitarfélögunum á svæðinu er lofuð sneið af kökunni, að um jákvæða framkvæmd sé að ræða. Okkar skoðun er sú að það megi alls ekki gleyma því, þó að fjárhagslegum gróða sé lofað, að um er að ræða framkvæmd sem er náttúrunni alls ekki í hag. Auk þess er ennþá mjög svo á gráu svæði, að okkar mati, hvernig framkvæmdin eigi að vera. SUNN heldur vökulu auga með framvindu málsins, og ég hvet þau sem bera hag náttúru Norðurlands fyrir brjósti, hvort sem það er á láði eða legi, að hafa samband við okkur og taka þátt í starfi samtakanna. Aðalfundur félagsins verður á Amtsbókasafninu á mánudaginn næstkomandi, kl 20.00, þar sem öll eru velkomin. Aldrei hefur náttúra Íslands þurft meira á málsvörum að halda. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun