Hvers vegna borðar fólkið ekki bara kökur? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 12. september 2024 18:01 Spurningin hér að ofan er höfð eftir Marie Antoinette Frakkadrottningu. Hún missti þetta út úr sér, þegar soltinn lýðurinn heimtaði brauð til að seðja hungur sitt í aðdraganda frönsku byltingarinnar árið 1789. Áslaug Arna – ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins, ekki satt? – bregst við eins og drottningin, þegar ungir Sjálfstæðismenn krefja hana svara í örvæntingu sinni um, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er að veslast upp þessi misserin? Hún segist hafa vandað um við þá bæði á nýafstöðnum flokksráðsfundi og í Mbl. (06.09.24). Hvar mega þeir leita huggunar í raunum sínum? Svarið verður ekki skilið á annan veg en þann, að þeir eigi að fara með bænirnar sínar, helst kvölds og morgna: „Stétt með stétt og báknið burt“ – Amen. Mér skilst af undirtektum, að þeir telji sig vera litlu nær. Mér er málið „pínulítið“skylt, af því að Áslaug Arna vitnar í útvarpsviðtal, sem Bryndís átti við kunnan atvinnurekanda fyrir u.þ.b. 30 árum síðan. Hann hafði sögu að segja frá því, að Alþýðuflokknum (blessuð sé minning hans) tókst á kreppuárunum á fjórða áratugnum að fá því framgengt, að fátækt fólk væri ekki svipt atkvæðisréttinum, þóttþað þyrfti „að þiggja af sveit“, hvort heldur var vegna heilsubrests eða atvinnnuleysis. Fátækt væri ekki glæpur, sem kallaði á refsingu. Þvert á móti: Hinir fátæku ættu að nýta atkvæðisréttinn- mannréttindi – til að berjast gegn fátækt. Íhaldið – eins og það var réttilega kallað í den – var á móti því. Það ætti ekki að umbuna fólki fyrir leti og framtaksleysi. Og þetta sama íhald fór hamförum á þingi gegn lögleiðingu atvinnuleysistrygginga. Rökin voru þau, að þar með væri verið að verðlauna fólk fyrir „leti og framtaksleysi“. Rúsínan í pilsuendanum hjá Bryndísi var sú, að þegar kjördagur rann upp, brá svo við, „þurfalingarnir“ umbunuðu andstæðingum sínum – misnotuðu atkvæðisréttinn og kusu íhaldið. Sumir kölluðu þetta húsbóndahollustu - og þótti gott. Aðrir kenndu undirgefni af þessu tagi við þrælslund og kúgun – og þótti snautlegt. FLAGÐ UNDIR FÖGRU SKINNI? Hvað kemur þetta sálarháska ungra Sjálfstæðismanna við? Margt og mikið, þegar að er gáð. Eitt er sýndarveruleiki hátíðarræðunnar – annað er veruleiki hversdagslífsins, sem margir búa við. Hátíðarræðan hennar Áslaugar Örnu á lítið skylt við veruleika hinnar einstæðu móður með börn á framfæri, sem á ekki fyrir leigunni. Dæmin eru óteljandi. Ég læt nokkur nægja, því að lesandinn kannast áreiðanlega við miklu fleiri af eigin lífsreynslu. (1) Á Íslandi búa núna tvær þjóðir: Annars vegar fámenn stétt ofurríkra, sem eru smám saman að eignast Ísland með gögnum þess og gæðum. Sú þjóð býr við allsnægir. Hins vegar er fjölmennur og vaxandi hópur fólks, þar sem launin duga ekki til framfærslu, og húsaleigu - og vaxtaokur bindur í skuldaþrældóm. Fjármagnseigendur og lánadrottnar búa við verðtryggingu, sem jafnframt hneppir lántakendur og leigjendur í skuldafangelsi.Í átíðarræðunni lofsyngja þeir sjálfstæði eigin húsnæðis en markaðurinn dæmir leigjandann í ævilangan skuldaþrældóm. (2) Hinir ofurríku safna auði í skjóli pólitísks valds, sem hefur fært þeim einkaleyfi á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Að þessu leyti erum vð líkari Rússlandi Putins en draumnum um hið norræna velferðarríki. Samanburðrinn við Noreg afhjúpar mismuninn. Norðmenn eru nú skuldlaus þjóð, af því að því að arðurinn af auðlindunum rennur til norsku þjóðarinnar en ekki fáeinna auðkýfinga. (3) Við erum ekki jöfn fyrir lögunum. Einkaleyfishafarnir skrá eignarhaldsfélög sín í skattaskjólum (t.d. á Kýpur) og nota skattfrjálst fé sitt til að kaupa upp fyrirtæki í einokunarstöðu eða í fákeppni með samráði, sbr. skipafélögin tvö sem annast út- og innflutning þjóðarinnar. (4) Vegna skattundankomu hinna ofurríku eru tekjur tekjustofnar ríkisins hjá okkar fámennu þjóð við það að bresta – og þar með innviðir samfélagsins: Heilbrigðis-, skóla- og vegakerfið eru aðþrotum komin. Tekjur hinna ríku eru aðallega fjarmagnstekjur. Þær bera lægri skatta en laun og renna alls ekki til sveitarfélaga viðkomandi. Hinir ofurríku fá þar með bæði skattívilnanir og fría þjónustu frá samfélaginu. (5) Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins afnam árið 1999 verkamanna- bústaðakerfið, sem Alþýðuflokkurinn kom á árið 1929. Og seldu 11 þúsund íbúðir út úr félagslegu kerfi. Það er varla til sú borg í Evrópu, sem býður ekki upp á félagslegt húsnæðiskerfi, þar sem fólk á val milli kaupa eða leigu á viðráðanlegum kjörum. Félagslega kerfið dekkar yfirleitt milli 20%- 40% af húsnæðismarkaðnum. Hér eru fáein fjárfestingar- og verktakafyrirtæki (með allt að 100% hagnaðarkröfu) allsráðandi á markaðnum. Heilli kynslóð hefur veriðúthýst. Gjaldþrot íbúðalánasjóðs Framsóknarflokksins hangir eins og snara um háls skattgreiðenda og lífeyrissjóða. (6) Ísland hefur á seinustu árum hrapað niður samanburðarlistann yfir spilltustu þjóðfélög meðal þróaðra ríkja. Þessi spilling birtist okkur hvert sem litið er: Í fákeppni og okri fjármálakerfisins; í pólítískum mannaráðningum ríkis og ríkisstofnana og skattfríðindum og ívilnunum auðstéttarinnar. Þetta eru bara nokkur dæmi. Klíkuskapurinn er allsráðandi. Það er stétt gegn stétt. Eða flagð undir fögru sinni. Það er von, að fyrrvarandi kjósendum Sjálfstæðisflokksins blöskri. Það kostar sitt að misnota kosningaréttinn. (Höfundur var formaður Alþýðuflokksins - jafnaðarmanna flokks Íslands - 1984-96). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Spurningin hér að ofan er höfð eftir Marie Antoinette Frakkadrottningu. Hún missti þetta út úr sér, þegar soltinn lýðurinn heimtaði brauð til að seðja hungur sitt í aðdraganda frönsku byltingarinnar árið 1789. Áslaug Arna – ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins, ekki satt? – bregst við eins og drottningin, þegar ungir Sjálfstæðismenn krefja hana svara í örvæntingu sinni um, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er að veslast upp þessi misserin? Hún segist hafa vandað um við þá bæði á nýafstöðnum flokksráðsfundi og í Mbl. (06.09.24). Hvar mega þeir leita huggunar í raunum sínum? Svarið verður ekki skilið á annan veg en þann, að þeir eigi að fara með bænirnar sínar, helst kvölds og morgna: „Stétt með stétt og báknið burt“ – Amen. Mér skilst af undirtektum, að þeir telji sig vera litlu nær. Mér er málið „pínulítið“skylt, af því að Áslaug Arna vitnar í útvarpsviðtal, sem Bryndís átti við kunnan atvinnurekanda fyrir u.þ.b. 30 árum síðan. Hann hafði sögu að segja frá því, að Alþýðuflokknum (blessuð sé minning hans) tókst á kreppuárunum á fjórða áratugnum að fá því framgengt, að fátækt fólk væri ekki svipt atkvæðisréttinum, þóttþað þyrfti „að þiggja af sveit“, hvort heldur var vegna heilsubrests eða atvinnnuleysis. Fátækt væri ekki glæpur, sem kallaði á refsingu. Þvert á móti: Hinir fátæku ættu að nýta atkvæðisréttinn- mannréttindi – til að berjast gegn fátækt. Íhaldið – eins og það var réttilega kallað í den – var á móti því. Það ætti ekki að umbuna fólki fyrir leti og framtaksleysi. Og þetta sama íhald fór hamförum á þingi gegn lögleiðingu atvinnuleysistrygginga. Rökin voru þau, að þar með væri verið að verðlauna fólk fyrir „leti og framtaksleysi“. Rúsínan í pilsuendanum hjá Bryndísi var sú, að þegar kjördagur rann upp, brá svo við, „þurfalingarnir“ umbunuðu andstæðingum sínum – misnotuðu atkvæðisréttinn og kusu íhaldið. Sumir kölluðu þetta húsbóndahollustu - og þótti gott. Aðrir kenndu undirgefni af þessu tagi við þrælslund og kúgun – og þótti snautlegt. FLAGÐ UNDIR FÖGRU SKINNI? Hvað kemur þetta sálarháska ungra Sjálfstæðismanna við? Margt og mikið, þegar að er gáð. Eitt er sýndarveruleiki hátíðarræðunnar – annað er veruleiki hversdagslífsins, sem margir búa við. Hátíðarræðan hennar Áslaugar Örnu á lítið skylt við veruleika hinnar einstæðu móður með börn á framfæri, sem á ekki fyrir leigunni. Dæmin eru óteljandi. Ég læt nokkur nægja, því að lesandinn kannast áreiðanlega við miklu fleiri af eigin lífsreynslu. (1) Á Íslandi búa núna tvær þjóðir: Annars vegar fámenn stétt ofurríkra, sem eru smám saman að eignast Ísland með gögnum þess og gæðum. Sú þjóð býr við allsnægir. Hins vegar er fjölmennur og vaxandi hópur fólks, þar sem launin duga ekki til framfærslu, og húsaleigu - og vaxtaokur bindur í skuldaþrældóm. Fjármagnseigendur og lánadrottnar búa við verðtryggingu, sem jafnframt hneppir lántakendur og leigjendur í skuldafangelsi.Í átíðarræðunni lofsyngja þeir sjálfstæði eigin húsnæðis en markaðurinn dæmir leigjandann í ævilangan skuldaþrældóm. (2) Hinir ofurríku safna auði í skjóli pólitísks valds, sem hefur fært þeim einkaleyfi á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Að þessu leyti erum vð líkari Rússlandi Putins en draumnum um hið norræna velferðarríki. Samanburðrinn við Noreg afhjúpar mismuninn. Norðmenn eru nú skuldlaus þjóð, af því að því að arðurinn af auðlindunum rennur til norsku þjóðarinnar en ekki fáeinna auðkýfinga. (3) Við erum ekki jöfn fyrir lögunum. Einkaleyfishafarnir skrá eignarhaldsfélög sín í skattaskjólum (t.d. á Kýpur) og nota skattfrjálst fé sitt til að kaupa upp fyrirtæki í einokunarstöðu eða í fákeppni með samráði, sbr. skipafélögin tvö sem annast út- og innflutning þjóðarinnar. (4) Vegna skattundankomu hinna ofurríku eru tekjur tekjustofnar ríkisins hjá okkar fámennu þjóð við það að bresta – og þar með innviðir samfélagsins: Heilbrigðis-, skóla- og vegakerfið eru aðþrotum komin. Tekjur hinna ríku eru aðallega fjarmagnstekjur. Þær bera lægri skatta en laun og renna alls ekki til sveitarfélaga viðkomandi. Hinir ofurríku fá þar með bæði skattívilnanir og fría þjónustu frá samfélaginu. (5) Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins afnam árið 1999 verkamanna- bústaðakerfið, sem Alþýðuflokkurinn kom á árið 1929. Og seldu 11 þúsund íbúðir út úr félagslegu kerfi. Það er varla til sú borg í Evrópu, sem býður ekki upp á félagslegt húsnæðiskerfi, þar sem fólk á val milli kaupa eða leigu á viðráðanlegum kjörum. Félagslega kerfið dekkar yfirleitt milli 20%- 40% af húsnæðismarkaðnum. Hér eru fáein fjárfestingar- og verktakafyrirtæki (með allt að 100% hagnaðarkröfu) allsráðandi á markaðnum. Heilli kynslóð hefur veriðúthýst. Gjaldþrot íbúðalánasjóðs Framsóknarflokksins hangir eins og snara um háls skattgreiðenda og lífeyrissjóða. (6) Ísland hefur á seinustu árum hrapað niður samanburðarlistann yfir spilltustu þjóðfélög meðal þróaðra ríkja. Þessi spilling birtist okkur hvert sem litið er: Í fákeppni og okri fjármálakerfisins; í pólítískum mannaráðningum ríkis og ríkisstofnana og skattfríðindum og ívilnunum auðstéttarinnar. Þetta eru bara nokkur dæmi. Klíkuskapurinn er allsráðandi. Það er stétt gegn stétt. Eða flagð undir fögru sinni. Það er von, að fyrrvarandi kjósendum Sjálfstæðisflokksins blöskri. Það kostar sitt að misnota kosningaréttinn. (Höfundur var formaður Alþýðuflokksins - jafnaðarmanna flokks Íslands - 1984-96).
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun