Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2024 10:03 Veður setur reglulega strik í reikninginn hjá flugfarþegum. Avilabs Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi. Það er íslenska fyrirtækið AviLabs sem stendur fyrir ráðstefnunni Grounded in Iceland sem er sögð fyrsta og eina ráðstefna sinnar tegundar á heimsvísu. 11. AviLabs hefur frá árinu 2019 unnið að lausnum til að veita flugfélögum heildarinnsýn og leiðir til þess að leysa úr ferðarofi farþega. Í samantekt AviLabs segir að um 33 milljónir flugfarþega hafi orðið fyrir röskun af einhverju tagi í hverjum mánuði á þessu ári. Eingöngu í ágúst hafi um 17 þúsund flugfarþegar á Íslandi verið í sömu sporum. Flugi þeirra hafi verið seinkað, aflýst eða raskast með öðrum hætti. Til mikils að vinna „Auk neikvæðs orðspors, slæmrar upplifunar farþega og gífurlegrar vinnu við að koma flugáætlunum aftur í samt far, kosta slíkar raskanir flugfélög um 4-8% af heildartekjum. Það samsvarar um 60 milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu árlega,“ segir í tilkynningu frá AviLabs. „Það er til mikils að vinna fyrir flugfélög að bæta upplifun farþega þegar flug raskast. Við hér á Íslandi erum þessu ekki ókunnug, en náttúruhamfarir og veðurfar setja strik í reikninginn við að halda flugi á áætlun,“ segir Sveinn Akerlie, framkvæmdastjóri AviLabs. „Grounded in Iceland er vettvangur fyrir leiðtoga og sérfræðinga til að kynna og ræða umfang og áhrif flugraskana og hvaða úrræðum má beita til þess að lágmarka kostnað, draga úr neikvæðum áhrifum á rekstur en ekki síst bæta upplifun farþega.“ Stór flugfélög mætt til fundar Um 10% flugfélaga í heiminum taka þátt í ráðstefnunni og samanlagt flytja félögin um 20% allra farþega á heimsvísu. Fulltrúar United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal gesta. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun. „Öryggismál og stjórnun ferðarofs eru þeir málaflokkar þar sem flugfélög leitast eftir samstarfi frekar en samkeppni, til þess að þróa betri lausnir fyrir geirann allan,“ segir Jay Fulmer, stjórnandi stefnumótunar og nýsköpunar hjá United Airlines. „Grounded in Iceland verður spennandi vettvangur samtals og skoðanaskipta, en ekki síður tækifæri til þess að upplifa Ísland og kynnast arfleifð Íslendinga í flugi.“ Fréttir af flugi Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Það er íslenska fyrirtækið AviLabs sem stendur fyrir ráðstefnunni Grounded in Iceland sem er sögð fyrsta og eina ráðstefna sinnar tegundar á heimsvísu. 11. AviLabs hefur frá árinu 2019 unnið að lausnum til að veita flugfélögum heildarinnsýn og leiðir til þess að leysa úr ferðarofi farþega. Í samantekt AviLabs segir að um 33 milljónir flugfarþega hafi orðið fyrir röskun af einhverju tagi í hverjum mánuði á þessu ári. Eingöngu í ágúst hafi um 17 þúsund flugfarþegar á Íslandi verið í sömu sporum. Flugi þeirra hafi verið seinkað, aflýst eða raskast með öðrum hætti. Til mikils að vinna „Auk neikvæðs orðspors, slæmrar upplifunar farþega og gífurlegrar vinnu við að koma flugáætlunum aftur í samt far, kosta slíkar raskanir flugfélög um 4-8% af heildartekjum. Það samsvarar um 60 milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu árlega,“ segir í tilkynningu frá AviLabs. „Það er til mikils að vinna fyrir flugfélög að bæta upplifun farþega þegar flug raskast. Við hér á Íslandi erum þessu ekki ókunnug, en náttúruhamfarir og veðurfar setja strik í reikninginn við að halda flugi á áætlun,“ segir Sveinn Akerlie, framkvæmdastjóri AviLabs. „Grounded in Iceland er vettvangur fyrir leiðtoga og sérfræðinga til að kynna og ræða umfang og áhrif flugraskana og hvaða úrræðum má beita til þess að lágmarka kostnað, draga úr neikvæðum áhrifum á rekstur en ekki síst bæta upplifun farþega.“ Stór flugfélög mætt til fundar Um 10% flugfélaga í heiminum taka þátt í ráðstefnunni og samanlagt flytja félögin um 20% allra farþega á heimsvísu. Fulltrúar United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal gesta. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun. „Öryggismál og stjórnun ferðarofs eru þeir málaflokkar þar sem flugfélög leitast eftir samstarfi frekar en samkeppni, til þess að þróa betri lausnir fyrir geirann allan,“ segir Jay Fulmer, stjórnandi stefnumótunar og nýsköpunar hjá United Airlines. „Grounded in Iceland verður spennandi vettvangur samtals og skoðanaskipta, en ekki síður tækifæri til þess að upplifa Ísland og kynnast arfleifð Íslendinga í flugi.“
Fréttir af flugi Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun