Áhöfnin sér loksins til lands Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. september 2024 07:01 Þjóðarskútan hefur verið stjórnlaus núna á áttunda ár og fiskeríið eftir því og aflinn rýr. Sundurlindi yfirmanna í brúnni hefur einkennt siglinguna og kostnaðurinn við veiðarnar alltof mikil sem bitnar mest á kjörum þeirra sem vinna á dekkinu. Þrældómur hinna vinnandi handa hefur ekki skilað sér í vasa þeirra sjálfra heldur til þeirra sem aldrei dífa hendinni í kalt vatn. Þegar þessi sigling hófst árið 2017 varaði undirritaður og margir fleiri við að til að ná árangri, þarf að standa við það sem áhöfninni var lofað fyrir kosningarnar 2017. Sú lýðræðislega misþyrming sem framin var eftir kosningarnar og er enn núna 2024 um að í brúnna á þjóðarskútunni raðaði sér fólk sem getur ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut nema að komast í mjúka stóla sem þola veltinginn í ólgandi sjó, meðan áhöfnin þrælar og púlar á dekkinu til að eiga til hnífs og skeiðar. En núna hillir undir breytingar og áhöfnin fær tækifæri til að fá nýja yfirmenn í brúnna sem koma sér saman um að vinna áhöfn þjóðarskútunnar til heilla. Ég hef áður notað samlíkinguna við sjómennsku í ræðum og riti enda sjálfur verið viðloðandi sjómennsku í 40 ár. Einnig hefur þingmennska verið minn vetfangur á síðustu 10 árum. Veruleikinn til sjós eða á hinu háa alþingi er nefnilega sambærilegur að því leiti að það skiptir öllu máli hverjir eru við stjórnvölinn í brúnni. Stefnuleysi og sundurlindi núverandi ríkisstjórnar hefur svæft þann kraft sem íslensk þjóð býr yfir sem er dugnaður og jákvæðni. Lýðræðið er ekki sjálfsagt og því þurfum við að halda á lofti. Stjórnmálamenn eiga að hugsa um hag almennings til viðhalds lýðræðinu. Nú fylgumst við með á nýsettu alþingi á kosningavetri þegar ríkistjórnar flokkarnir reyna að slá ryki í augu almennings. Vísbending um algjört afhroð og veruleikafyrringu stjórnvalda má sjá í nýkynntu fjárlagafrumvarpi þar sem fjármálaráðherra væntir mjúkrar lendingar ríkissjóðs með því að loka augunum og halda fyrir eyrun. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarskútan hefur verið stjórnlaus núna á áttunda ár og fiskeríið eftir því og aflinn rýr. Sundurlindi yfirmanna í brúnni hefur einkennt siglinguna og kostnaðurinn við veiðarnar alltof mikil sem bitnar mest á kjörum þeirra sem vinna á dekkinu. Þrældómur hinna vinnandi handa hefur ekki skilað sér í vasa þeirra sjálfra heldur til þeirra sem aldrei dífa hendinni í kalt vatn. Þegar þessi sigling hófst árið 2017 varaði undirritaður og margir fleiri við að til að ná árangri, þarf að standa við það sem áhöfninni var lofað fyrir kosningarnar 2017. Sú lýðræðislega misþyrming sem framin var eftir kosningarnar og er enn núna 2024 um að í brúnna á þjóðarskútunni raðaði sér fólk sem getur ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut nema að komast í mjúka stóla sem þola veltinginn í ólgandi sjó, meðan áhöfnin þrælar og púlar á dekkinu til að eiga til hnífs og skeiðar. En núna hillir undir breytingar og áhöfnin fær tækifæri til að fá nýja yfirmenn í brúnna sem koma sér saman um að vinna áhöfn þjóðarskútunnar til heilla. Ég hef áður notað samlíkinguna við sjómennsku í ræðum og riti enda sjálfur verið viðloðandi sjómennsku í 40 ár. Einnig hefur þingmennska verið minn vetfangur á síðustu 10 árum. Veruleikinn til sjós eða á hinu háa alþingi er nefnilega sambærilegur að því leiti að það skiptir öllu máli hverjir eru við stjórnvölinn í brúnni. Stefnuleysi og sundurlindi núverandi ríkisstjórnar hefur svæft þann kraft sem íslensk þjóð býr yfir sem er dugnaður og jákvæðni. Lýðræðið er ekki sjálfsagt og því þurfum við að halda á lofti. Stjórnmálamenn eiga að hugsa um hag almennings til viðhalds lýðræðinu. Nú fylgumst við með á nýsettu alþingi á kosningavetri þegar ríkistjórnar flokkarnir reyna að slá ryki í augu almennings. Vísbending um algjört afhroð og veruleikafyrringu stjórnvalda má sjá í nýkynntu fjárlagafrumvarpi þar sem fjármálaráðherra væntir mjúkrar lendingar ríkissjóðs með því að loka augunum og halda fyrir eyrun. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar