Póstur í rugli? Árni Guðmundsson skrifar 7. september 2024 14:02 Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings. Leit að siðareglum Póstsins virtust ekki skila neinum niðurstöðum. Það er afar sorglegt að forstjóri Póstsins, og einhverjir yfirmenn fyrirtækisins, virðast ekki þekkja áfengislöggjöfina. Þekki ekki mun þess þegar að lögráða einstaklingur kaupir áfengi erlendis frá, flytur inn í eigin nafni, til eigin nota, með tilheyrandi innflutningspappírum, sköttum, gjöldum o.fl og á kol ólöglegri almennri smásölu áfengis á vegum fyrirtækja innanlands, sem brýtur í bága við landslög. Póstinum þ.e. stjórnendur fyrirtækisins virðast ekki heldur skilja að Pósturinn, sem sérlegur sendimaður viðkomandi fyrirtækis, er aðili, þátttakandi, gerandi, í ferli sem er algerlega ólöglegt. Mál vegna kol ólöglegrar áfengisölu af þessu tagi er í ákæruferli hjá saksóknara. Á sama tíma gerir Pósturinn samstarfssamning við eitt slíkt fyrirtæki, lýsir yfir ánægju með samstarfið og sendir sérstaklega frá sér tilkynningu þar um. Tekur þar með opinbera afstöðu með starfsemi sem er ólögleg. Þar sem varan er lögleg, þá er allt í himnalagi að mati Póstsins, þrátt fyrir að skýr lög kveði á um hvernig ber að höndla með vöruna ( áfengi ) s.s. sölufyrirkomulag og fleira. Ég dreg það stórlega í efa að Pósturinn myndi senda hjól fyrir einstaklinga eða fyrirtæki (sem er löglegur varningur/ vara) ef fyrirtækinu væri kunnugt um að hjólin væru augljóslega illa fengin? Þessi undarlega nálgun Póstsins varð mér tilefni til að kanna hvort fyrirtækið hefð engar siðareglur? Á heimasíðu fyrirtækisins er er ekki að sjá að svo sé, sem hugsanlega getur skýrt þessa undarlegu afstöðu varðandi ólöglega áfengissölu? En eftir ítarlegri leit mátti finna siðreglur sem aðalega lúta að starfsfólki fyrirtækisins og hátterni þess. Þar segir að í fyrirtækinu skuli starfa siðanefnd sem forstjóri fyrirtækisins skipi í, sem vekur þá spurningu hvort stjórn og æðstu starfsmenn Póstsins séu yfir þetta regluverk hafið? Kjarni málsins er einfaldlega sá að það er ekki hlutverk Póstsins eða stjórnanda þess að taka afstöðu með þeim aðilum sem ganga með augljósum og ólöglegum hætti gegn þeim lýðheilsu og velferðar markmiðmiðum sem hér ríkja og koma fram í lögum, reglum og opinberri stefnu. Það er einfaldlega algerlega með öllu óboðlegt. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur – sérfræðingur í forvarnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Áfengi Netverslun með áfengi Árni Guðmundsson Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings. Leit að siðareglum Póstsins virtust ekki skila neinum niðurstöðum. Það er afar sorglegt að forstjóri Póstsins, og einhverjir yfirmenn fyrirtækisins, virðast ekki þekkja áfengislöggjöfina. Þekki ekki mun þess þegar að lögráða einstaklingur kaupir áfengi erlendis frá, flytur inn í eigin nafni, til eigin nota, með tilheyrandi innflutningspappírum, sköttum, gjöldum o.fl og á kol ólöglegri almennri smásölu áfengis á vegum fyrirtækja innanlands, sem brýtur í bága við landslög. Póstinum þ.e. stjórnendur fyrirtækisins virðast ekki heldur skilja að Pósturinn, sem sérlegur sendimaður viðkomandi fyrirtækis, er aðili, þátttakandi, gerandi, í ferli sem er algerlega ólöglegt. Mál vegna kol ólöglegrar áfengisölu af þessu tagi er í ákæruferli hjá saksóknara. Á sama tíma gerir Pósturinn samstarfssamning við eitt slíkt fyrirtæki, lýsir yfir ánægju með samstarfið og sendir sérstaklega frá sér tilkynningu þar um. Tekur þar með opinbera afstöðu með starfsemi sem er ólögleg. Þar sem varan er lögleg, þá er allt í himnalagi að mati Póstsins, þrátt fyrir að skýr lög kveði á um hvernig ber að höndla með vöruna ( áfengi ) s.s. sölufyrirkomulag og fleira. Ég dreg það stórlega í efa að Pósturinn myndi senda hjól fyrir einstaklinga eða fyrirtæki (sem er löglegur varningur/ vara) ef fyrirtækinu væri kunnugt um að hjólin væru augljóslega illa fengin? Þessi undarlega nálgun Póstsins varð mér tilefni til að kanna hvort fyrirtækið hefð engar siðareglur? Á heimasíðu fyrirtækisins er er ekki að sjá að svo sé, sem hugsanlega getur skýrt þessa undarlegu afstöðu varðandi ólöglega áfengissölu? En eftir ítarlegri leit mátti finna siðreglur sem aðalega lúta að starfsfólki fyrirtækisins og hátterni þess. Þar segir að í fyrirtækinu skuli starfa siðanefnd sem forstjóri fyrirtækisins skipi í, sem vekur þá spurningu hvort stjórn og æðstu starfsmenn Póstsins séu yfir þetta regluverk hafið? Kjarni málsins er einfaldlega sá að það er ekki hlutverk Póstsins eða stjórnanda þess að taka afstöðu með þeim aðilum sem ganga með augljósum og ólöglegum hætti gegn þeim lýðheilsu og velferðar markmiðmiðum sem hér ríkja og koma fram í lögum, reglum og opinberri stefnu. Það er einfaldlega algerlega með öllu óboðlegt. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur – sérfræðingur í forvarnarmálum.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar