Jarðgöng í gegnum Reynisfjall á dagskrá - Tökum höndum saman! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 4. september 2024 23:02 Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Fyrir liggur kjörin lýðræðislegur meirihluti í Mýrdalshreppi fyrir þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Einnig má benda á afgerandi umsagnir frá Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði vegna umhverfismatsins þar sem talað er með jarðgöngum. Rökin á bakvið þær umsagnir eru greiðfærni og umferðaröryggissjónarmið. Enda er hér um að ræða mikið hagsmunamál ekki aðeins fyrir þá sem búa á svæðinu sem um ræðir, þessi framkvæmd mun hafa afar jákvæð áhrif allt austur á firði. Áður en lengra er haldið er vert að benda á að ekki er hægt að lesa annað út úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar en að öruggasta og greiðfærasta leiðin er nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Miðað við umferðartölur Vegagerðarinnar má ætla að Reynisfjallsgöng yrðu önnur umferðarmestu göng á landinu á eftir Hvalfjarðargöngum. Meðaltal dagsumferðar á veginum við Reynisfjall árið 2023 voru 2900 bílar. Ef við gefum okkur þessa tölu og miðum við að 1 ferð í gegnum göngin myndi kosta kr. 1000, þá myndi það skila á einu ári kr. 1.058.500.000. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér það að allir nýti sér öruggustu og greiðfærustu leiðina og fari í gegnum göngin. En miðað við það að umferðin haldi áfram að vaxa, eins og kemur m.a. fram í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar, þá eru Reynisfjallsgöng framkvæmd sem mun borga sig upp á nokkrum árum. Lengd jarðgangnanna er áætluð 1500 metrar og til að setja það í samanburð eru Almannaskarðgöng 1300 metrar. Þau kostuðu eftir því sem ég kemst næst 1,1 milljarð króna árið 2004 sem í dag myndi reiknast sem 3 milljarðar króna. Kostnaður við jarðgagnagerð í gegnum Reynisfjall myndi kosta ein og sér 10,6 milljarða króna samkvæmt því sem fram kemur í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar. Það skal ítrekað að hér er aðeins átt við að gera jarðgöng í gegnum þessa 1500 metra, inni í þessari tölu er engin vegtenging. Það verður að segjast alveg eins og er að þessi tala er grunnsamlega há og afar erfitt að skilja hvernig þetta megi standast. Til að setja þetta í samhengi gerir áætlunin ráð fyrir að kostnaður á 1000 metra í Reynisfjallsgöngum sé u.þ.b. tvisvar sinnum hærri en áætlaður kostnaður á 1000 metra í Fjarðarheiðargöngum og framkvæmdakostnaður var á 1000 metra í Vaðlaheiðargöngum. Það er ekkert leyndarmál að uppsöfnuð viðhaldsskuld á íslenska vegakerfinu er gríðarleg. Til þess að létta á þessari miklu þörf til samgöngubóta þarf að bregðast við og hugsa út fyrir kassann. Reynisfjallsgöng virðast ekki vera á áætlunum ríkisins í nánustu framtíð. Því er á þessum tímapunkti vert að skoða aðra möguleika til að tryggja að samgöngur hér þróist í takt við tímann. Það er til leið sem þegar hefur sannað gildi sitt. Að farin verði sama leið og gerð var vegna Hvalfjarðarganga. Þar sem sveitarfélög ásamt fleiri opinberum aðilum og fyrirtækjum komu að stofnun hlutafélags sem sá um undirbúningsvinnu og síðar rekstur gangnanna. Þar sem göngin voru í raun einkafyrirtæki frá opnun og þar til þau voru afhent ríkinu skuldlaus árið 2018. Einkaframkvæmd sem heppnaðist vel og jafnvel betur enn fólk gerði sér vonir um. Fyrst þetta var hægt á tíunda áratug síðustu aldar, hlýtur þetta líka að vera framkvæmanlegt núna. Ég skora því hér með á þau sveitarfélög og fjölmörgu fyrirtæki sem hafa hagsmuni af þessari framkvæmd til að taka höndum saman, hefja samtalið, og stofna hlutafélag með það að markmiði að Reynisfjallsgöng verði að veruleika. Höfundur er 24 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Fyrir liggur kjörin lýðræðislegur meirihluti í Mýrdalshreppi fyrir þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Einnig má benda á afgerandi umsagnir frá Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði vegna umhverfismatsins þar sem talað er með jarðgöngum. Rökin á bakvið þær umsagnir eru greiðfærni og umferðaröryggissjónarmið. Enda er hér um að ræða mikið hagsmunamál ekki aðeins fyrir þá sem búa á svæðinu sem um ræðir, þessi framkvæmd mun hafa afar jákvæð áhrif allt austur á firði. Áður en lengra er haldið er vert að benda á að ekki er hægt að lesa annað út úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar en að öruggasta og greiðfærasta leiðin er nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Miðað við umferðartölur Vegagerðarinnar má ætla að Reynisfjallsgöng yrðu önnur umferðarmestu göng á landinu á eftir Hvalfjarðargöngum. Meðaltal dagsumferðar á veginum við Reynisfjall árið 2023 voru 2900 bílar. Ef við gefum okkur þessa tölu og miðum við að 1 ferð í gegnum göngin myndi kosta kr. 1000, þá myndi það skila á einu ári kr. 1.058.500.000. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér það að allir nýti sér öruggustu og greiðfærustu leiðina og fari í gegnum göngin. En miðað við það að umferðin haldi áfram að vaxa, eins og kemur m.a. fram í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar, þá eru Reynisfjallsgöng framkvæmd sem mun borga sig upp á nokkrum árum. Lengd jarðgangnanna er áætluð 1500 metrar og til að setja það í samanburð eru Almannaskarðgöng 1300 metrar. Þau kostuðu eftir því sem ég kemst næst 1,1 milljarð króna árið 2004 sem í dag myndi reiknast sem 3 milljarðar króna. Kostnaður við jarðgagnagerð í gegnum Reynisfjall myndi kosta ein og sér 10,6 milljarða króna samkvæmt því sem fram kemur í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar. Það skal ítrekað að hér er aðeins átt við að gera jarðgöng í gegnum þessa 1500 metra, inni í þessari tölu er engin vegtenging. Það verður að segjast alveg eins og er að þessi tala er grunnsamlega há og afar erfitt að skilja hvernig þetta megi standast. Til að setja þetta í samhengi gerir áætlunin ráð fyrir að kostnaður á 1000 metra í Reynisfjallsgöngum sé u.þ.b. tvisvar sinnum hærri en áætlaður kostnaður á 1000 metra í Fjarðarheiðargöngum og framkvæmdakostnaður var á 1000 metra í Vaðlaheiðargöngum. Það er ekkert leyndarmál að uppsöfnuð viðhaldsskuld á íslenska vegakerfinu er gríðarleg. Til þess að létta á þessari miklu þörf til samgöngubóta þarf að bregðast við og hugsa út fyrir kassann. Reynisfjallsgöng virðast ekki vera á áætlunum ríkisins í nánustu framtíð. Því er á þessum tímapunkti vert að skoða aðra möguleika til að tryggja að samgöngur hér þróist í takt við tímann. Það er til leið sem þegar hefur sannað gildi sitt. Að farin verði sama leið og gerð var vegna Hvalfjarðarganga. Þar sem sveitarfélög ásamt fleiri opinberum aðilum og fyrirtækjum komu að stofnun hlutafélags sem sá um undirbúningsvinnu og síðar rekstur gangnanna. Þar sem göngin voru í raun einkafyrirtæki frá opnun og þar til þau voru afhent ríkinu skuldlaus árið 2018. Einkaframkvæmd sem heppnaðist vel og jafnvel betur enn fólk gerði sér vonir um. Fyrst þetta var hægt á tíunda áratug síðustu aldar, hlýtur þetta líka að vera framkvæmanlegt núna. Ég skora því hér með á þau sveitarfélög og fjölmörgu fyrirtæki sem hafa hagsmuni af þessari framkvæmd til að taka höndum saman, hefja samtalið, og stofna hlutafélag með það að markmiði að Reynisfjallsgöng verði að veruleika. Höfundur er 24 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar