Hvað má mangó kosta? Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa 30. ágúst 2024 14:02 Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael. Nýlegur dómur Alþjóðadómstólsins setur þær skyldur á öll ríki að styðja ekki á nokkurn hátt við ólöglegt hernám Ísraelsríkis á landi Palestínu. Kaup á vörum frá Ísrael - þar með talið ísraelsku mangó - er stuðningur við lögbrot ríkisins. Þetta er rakið vel og ítarlega í grein Ingólfs Gíslasonar sem birtist hér á Vísi 27. ágúst, “Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð.” Eitt okkar í sniðgönguhópnum á facebook setti sig í samband við ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar vegna þessa og fékk þau svör að þau bæðu sína birgja að senda sér helst ekki ávexti og grænmeti frá Ísrael heldur frá einhverjum öðrum. Samt kom fram í samtalinu að ef valið stæði á milli mangós frá Ísrael eða einskis mangós myndu þau alltaf velja mangó frá Ísrael. Ávextir væru merktir með upprunalandi og það væri síðan viðskiptavinarins að velja eða hafna. Því miður eru upprunamerkingar ekki alltaf réttar og áreiðanlegar í verslunum á Íslandi - það vantaði til dæmis algjörlega upprunamerkingar á ísraelsku mangóin í Krónunni Austurveri. Upprunamerkingar eru einnig lítt áberandi og stundum óljóst hvaða merkingar eiga við hvaða vöru. Við vorum mörg ósátt við þessa afstöðu Krónunnar og sendum fleiri pósta og hvatningu til fyrirtækisins að hætta að selja ísraelska ávexti. Hvort það olli stefnubreytingu vitum við ekki en í vikunni staðfesti Krónan við nokkur okkar að rætt hefði verið við birgja um að koma í veg fyrir frekari ávaxtasendingar frá Ísrael. Þessu fögnum við og þökkum Krónunni fyrir að bregðast við ákalli viðskiptavina! Á svipuðum tíma og verslanir Krónunnar fengu sendingu af mangó barst verslunum Bónus sending af fíkjum frá Ísrael í gegnum innflutningsfyrirtækið Banana ehf. Pakkningarnar eru vissulega merktar, en letrið er lítið og ekki mjög áberandi. Forsvarsmenn Banana ehf. hafa sagt opinberlega að fyrirtækið hafi engan áhuga á að flytja inn ávexti og grænmeti frá Ísrael og hafi markvisst dregið úr slíkum innflutningi, enda vita forsvarsmenn þess fullvel að íslenskur almenningur vill ekki kaupa vörur þaðan. Samt er þetta látið gerast. Af hverju skiptir það okkur svona miklu máli að verslanir bjóði ekki upp á vörur frá Ísrael? Í fyrsta lagi viljum við ekki að verslanir á Íslandi styðji lögbrot Ísraels með kaupum á vörum þaðan. Við bendum á að hluti af þeim ávöxtum sem Ísrael flytur út er ræktaður á stolnu palestínsku landi, sem Ísraelum ber að skila samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Í öðru lagi teljum við að fyrirtæki og verslanir sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð hljóti að spyrja sig hvort vörukaup frá Ísrael séu siðferðislega verjandi. Það samræmist ekki samfélagslegri ábyrgð í verki eða almennu siðgæði að kaupa vörur frá landi sem beitir hungri sem vopni gegn almenningi, þar á meðal börnum. Aðgengi okkar að mangó og fíkjum - undantekningalaust, og sama hvað það kostar - er ekki mikilvægara en það siðferðislega ákall sem sniðgangan er. Í raun bliknar það í samanburðinum. Við sniðgöngum þessar ísraelsku vörur því það er á engan hátt réttlætanlegt að kaupa þær, og ekki heldur að selja þær. Við væntum þess af verslunum á Íslandi að þær varpi ekki ábyrgðinni á okkur neytendur heldur axli hana með okkur, enda bera þær samfélagslega og siðferðislega ábyrgð. Við hvetjum forsvarsfólk Krónunnar, Bónuss, Samkaupa, Banana ehf. og Innness til að kaupa ekki vörur frá Ísrael og bjóða ekki upp á þær í verslunum á Íslandi. Við hvetjum þessa aðila einnig til að greina frá því á opinberum vettvangi hver stefna þeirra sé í þessu máli, líkt og Bananar ehf. hafa gert. Laugardaginn 14. september verður gengin sniðganga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri til að minna á mikilvægi sniðgöngu. Allar frekari upplýsingar er að finna í Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu og á vefsíðunni snidganga.is Höfundar eru meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland. Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvöruverslun Verslun Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael. Nýlegur dómur Alþjóðadómstólsins setur þær skyldur á öll ríki að styðja ekki á nokkurn hátt við ólöglegt hernám Ísraelsríkis á landi Palestínu. Kaup á vörum frá Ísrael - þar með talið ísraelsku mangó - er stuðningur við lögbrot ríkisins. Þetta er rakið vel og ítarlega í grein Ingólfs Gíslasonar sem birtist hér á Vísi 27. ágúst, “Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð.” Eitt okkar í sniðgönguhópnum á facebook setti sig í samband við ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar vegna þessa og fékk þau svör að þau bæðu sína birgja að senda sér helst ekki ávexti og grænmeti frá Ísrael heldur frá einhverjum öðrum. Samt kom fram í samtalinu að ef valið stæði á milli mangós frá Ísrael eða einskis mangós myndu þau alltaf velja mangó frá Ísrael. Ávextir væru merktir með upprunalandi og það væri síðan viðskiptavinarins að velja eða hafna. Því miður eru upprunamerkingar ekki alltaf réttar og áreiðanlegar í verslunum á Íslandi - það vantaði til dæmis algjörlega upprunamerkingar á ísraelsku mangóin í Krónunni Austurveri. Upprunamerkingar eru einnig lítt áberandi og stundum óljóst hvaða merkingar eiga við hvaða vöru. Við vorum mörg ósátt við þessa afstöðu Krónunnar og sendum fleiri pósta og hvatningu til fyrirtækisins að hætta að selja ísraelska ávexti. Hvort það olli stefnubreytingu vitum við ekki en í vikunni staðfesti Krónan við nokkur okkar að rætt hefði verið við birgja um að koma í veg fyrir frekari ávaxtasendingar frá Ísrael. Þessu fögnum við og þökkum Krónunni fyrir að bregðast við ákalli viðskiptavina! Á svipuðum tíma og verslanir Krónunnar fengu sendingu af mangó barst verslunum Bónus sending af fíkjum frá Ísrael í gegnum innflutningsfyrirtækið Banana ehf. Pakkningarnar eru vissulega merktar, en letrið er lítið og ekki mjög áberandi. Forsvarsmenn Banana ehf. hafa sagt opinberlega að fyrirtækið hafi engan áhuga á að flytja inn ávexti og grænmeti frá Ísrael og hafi markvisst dregið úr slíkum innflutningi, enda vita forsvarsmenn þess fullvel að íslenskur almenningur vill ekki kaupa vörur þaðan. Samt er þetta látið gerast. Af hverju skiptir það okkur svona miklu máli að verslanir bjóði ekki upp á vörur frá Ísrael? Í fyrsta lagi viljum við ekki að verslanir á Íslandi styðji lögbrot Ísraels með kaupum á vörum þaðan. Við bendum á að hluti af þeim ávöxtum sem Ísrael flytur út er ræktaður á stolnu palestínsku landi, sem Ísraelum ber að skila samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Í öðru lagi teljum við að fyrirtæki og verslanir sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð hljóti að spyrja sig hvort vörukaup frá Ísrael séu siðferðislega verjandi. Það samræmist ekki samfélagslegri ábyrgð í verki eða almennu siðgæði að kaupa vörur frá landi sem beitir hungri sem vopni gegn almenningi, þar á meðal börnum. Aðgengi okkar að mangó og fíkjum - undantekningalaust, og sama hvað það kostar - er ekki mikilvægara en það siðferðislega ákall sem sniðgangan er. Í raun bliknar það í samanburðinum. Við sniðgöngum þessar ísraelsku vörur því það er á engan hátt réttlætanlegt að kaupa þær, og ekki heldur að selja þær. Við væntum þess af verslunum á Íslandi að þær varpi ekki ábyrgðinni á okkur neytendur heldur axli hana með okkur, enda bera þær samfélagslega og siðferðislega ábyrgð. Við hvetjum forsvarsfólk Krónunnar, Bónuss, Samkaupa, Banana ehf. og Innness til að kaupa ekki vörur frá Ísrael og bjóða ekki upp á þær í verslunum á Íslandi. Við hvetjum þessa aðila einnig til að greina frá því á opinberum vettvangi hver stefna þeirra sé í þessu máli, líkt og Bananar ehf. hafa gert. Laugardaginn 14. september verður gengin sniðganga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri til að minna á mikilvægi sniðgöngu. Allar frekari upplýsingar er að finna í Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu og á vefsíðunni snidganga.is Höfundar eru meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland. Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun