Nú árið er liðið í aldanna skaut Sigurður Páll Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 12:02 Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september. Margir eru hugsi yfir því að ekki hafi tekist að byggja upp fiskistofna þá sérstaklega þorskstofninn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem unnið hefur verið eftir með sama móteli í 40 ár. Þó undirritaður hafi í 40 ár stutt fiskveiðistjórnunar kerfið sem byggt er upp með sjónarmiði að sjálfbærri nýtingu fiskistofna eftir ráðgjöf fiskifræðinga hefur mótelið verið meitlað í stein og gagnrýnum gleraugum komið fyrir ofan í skúffu. Svörin sem fást þegar spurt er út í óhagganleika mótelsins í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem raun ber vitni um, er svarið: Kerfið verður að vera í föstum skorðum svo hægt sé með vissu að bera saman á milli ára, árangurinn! Gott og vel en fiskarnir hafa sporð og ugga sem þeir nota til að eltast við ætið sem er hreyfanlegt í hafdjúpunum líkt og fiskurinn er við það eltist. Göngumynstur fiska er breytilegt milli ára þó hrygningarfiskur leiti á svipaðar slóðir á milli ára. Nú og hitastig sjávar er breytilegt á milli ára og svo mætti lengi telja…. Sjálfur hef ég verið viðloðandi sjómennsku í rúm 40 ár. Þegar ég settist fyrst inná alþingi hausið 2013 og steig í pontu til að ræða um sjávarútvegsmál, tæmdist þingsalurinn mér til undrunar og vissi ekki hvaðan á mér stóð veðrið. Eftir að hafa útilokað eigin andremmu, óburstaðar tennur eða opna buxnaklauf komst ég að því, eftir töluverðar rannsóknir, að þingmenn höfðu enga áhuga á sjávarútvegsmálum nema ef vera skildi að hækka veiðigjöld. Hafrannsóknarstofnun fær ekki nægjanlegt fjármagn til rannsókna og tek ég heilshugar undir það og veit að starfsemi stofnunarinnar er unnin eftir bestu getu eftir því fjármagni sem henni er skammtað. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að rannsóknir á lífríki sjávar við Íslands stendur sé fjármagnað með þeim hætti að trúverðuleiki og yfirsýn um stöðu á fiskimiðum okkar standist! Í því sambandi langar mig að nefna bann við veiðum á hvítlúðu. Árið 2012 var bein sókn í veiðar á hvítlúðu bönnuð og ef lúða kæmi í veiðafæri skipa með dregin veiðafæri (troll eða snuruvoð) og net skildi henni landað sem (vs) afla til ríkisins eða hafró. Lúða sem kæmi á línukróka eða handfæri skildi skorið á króktauminn hvort sem lúðan væri lifandi eða dauð og henni skilað í sjóinn. Núna 12 árum seinna hefur ekkert breyst hvað þetta lúðubann varðar en lúðan kemur í veiðafærin í miklu magni sem aldei fyrr. Margar fyrirspurnir hef ég lagt fyrir sjávarútvegsráðherra um þetta bann, af og til þessi 12 ár og komið með ýmsar tillögur en árangurinn er enginn, því Hafrannsóknarstofnun Íslands fær ekki fjármagn til rannsókna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Sjávarútvegur Miðflokkurinn Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september. Margir eru hugsi yfir því að ekki hafi tekist að byggja upp fiskistofna þá sérstaklega þorskstofninn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem unnið hefur verið eftir með sama móteli í 40 ár. Þó undirritaður hafi í 40 ár stutt fiskveiðistjórnunar kerfið sem byggt er upp með sjónarmiði að sjálfbærri nýtingu fiskistofna eftir ráðgjöf fiskifræðinga hefur mótelið verið meitlað í stein og gagnrýnum gleraugum komið fyrir ofan í skúffu. Svörin sem fást þegar spurt er út í óhagganleika mótelsins í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem raun ber vitni um, er svarið: Kerfið verður að vera í föstum skorðum svo hægt sé með vissu að bera saman á milli ára, árangurinn! Gott og vel en fiskarnir hafa sporð og ugga sem þeir nota til að eltast við ætið sem er hreyfanlegt í hafdjúpunum líkt og fiskurinn er við það eltist. Göngumynstur fiska er breytilegt milli ára þó hrygningarfiskur leiti á svipaðar slóðir á milli ára. Nú og hitastig sjávar er breytilegt á milli ára og svo mætti lengi telja…. Sjálfur hef ég verið viðloðandi sjómennsku í rúm 40 ár. Þegar ég settist fyrst inná alþingi hausið 2013 og steig í pontu til að ræða um sjávarútvegsmál, tæmdist þingsalurinn mér til undrunar og vissi ekki hvaðan á mér stóð veðrið. Eftir að hafa útilokað eigin andremmu, óburstaðar tennur eða opna buxnaklauf komst ég að því, eftir töluverðar rannsóknir, að þingmenn höfðu enga áhuga á sjávarútvegsmálum nema ef vera skildi að hækka veiðigjöld. Hafrannsóknarstofnun fær ekki nægjanlegt fjármagn til rannsókna og tek ég heilshugar undir það og veit að starfsemi stofnunarinnar er unnin eftir bestu getu eftir því fjármagni sem henni er skammtað. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að rannsóknir á lífríki sjávar við Íslands stendur sé fjármagnað með þeim hætti að trúverðuleiki og yfirsýn um stöðu á fiskimiðum okkar standist! Í því sambandi langar mig að nefna bann við veiðum á hvítlúðu. Árið 2012 var bein sókn í veiðar á hvítlúðu bönnuð og ef lúða kæmi í veiðafæri skipa með dregin veiðafæri (troll eða snuruvoð) og net skildi henni landað sem (vs) afla til ríkisins eða hafró. Lúða sem kæmi á línukróka eða handfæri skildi skorið á króktauminn hvort sem lúðan væri lifandi eða dauð og henni skilað í sjóinn. Núna 12 árum seinna hefur ekkert breyst hvað þetta lúðubann varðar en lúðan kemur í veiðafærin í miklu magni sem aldei fyrr. Margar fyrirspurnir hef ég lagt fyrir sjávarútvegsráðherra um þetta bann, af og til þessi 12 ár og komið með ýmsar tillögur en árangurinn er enginn, því Hafrannsóknarstofnun Íslands fær ekki fjármagn til rannsókna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar