Made in Germany Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 30. ágúst 2024 10:33 Einhver vissi af mér og kom þeirri hugmynd inn hjá stjórnendum Menntaskólans á Akureyri að ég gæti hugsanlega leyst af í þýskunni þetta árið meðan ein kennaranna færi í fæðingarorlof. Ég var á þessum tíma 27 ára gamall við þýskunám við Kölnarháskóla og var farinn að finna að nú færi að koma nóg af svo góðu; konan mín ólétt af okkar fyrsta barni og tími til kominn að fara að afla sér einhverra tekna. Ég taldi mig bara orðinn býsna góðan í þýskunni og sló því til án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað biði mín. Þetta fyrsta ár mitt við kennslu er einhver sá rosalegasti rússíbani sem ég hef upplifað. Þrátt fyrir að hafa setið megnið af ágústmánuði yfir kennsluefninu fór því fjarri að ég væri undirbúinn fyrir verkefnið. Byrjun skólaársins skall á eins og flóðbylgja og allan veturinn var keyrslan óskapleg. Já og svo hafði víst fyrsta barnið komið í heiminn nokkrum dögum fyrir skólasetninguna, býsna brothætt þótt það væri made in Germany. Það kom mér gríðarlega á óvart hversu mikinn undirbúning maður þurfti fyrir hvern tíma og hvernig alltaf þurfti að vera til plan B, C, D und so weiter. Og hvað þá verkefnahaugurinn, maður lifandi! Hvernig fóru kennararnir mínir gegnum tíðina eiginlega að þessu? Var þetta eitthvað meðfætt gen sem ég bjó ekki yfir? Þetta fyrsta ár hefði ég aldrei komist í gegnum nema fyrir það hvað samkennarar mínir héldu vel utan um mig og leiðbeindu í hvívetna. Það sama má raunar segja um allt starfsfólk skólans. Þegar leið á veturinn fékk ég svo óvænt að vita að aðstæður hefðu skipast þannig að ég ætti góðan möguleika á því að halda áfram við skólann. Til þess að svo yrði þyrfti ég þó að skrá mig í kennsluréttindanám. Ég held ég geti sagt það nú að fernt hafi ráðið algerum úrslitum um það að ég ákvað að afla mér kennararéttinda og helga mig þessu starfi: Í fyrsta lagi verður að nefna mína mögnuðu, fórnfúsusamkennara sem leiddu mig stöðugt og hvöttu áfram. Í öðru lagi upplifði ég mikið traust til kennara innan skólans og almenna virðingu í samfélaginu fyrir störfum þeirra. Í þriðja lagi hafði ég mikla gleði af starfinu með nemendum og að fylgjast með þeim þroskast og mannast. Að lokum skipti sú heppilega staða mjög miklu að við Háskólann á Akureyri var risin öflug kennaradeild. Sú nálægð gerði það mögulegt yfirhöfuð að halda starfinu við skólann, taka kennslufræðina í hæfilegum en snörpum lotum og þannig koma fótunum undir litla fjölskyldu og finna til sín dálítið. Þegar maður horfir svona til baka er sorglegt að hugsa til þess hvernig þeim fækkar sífellt sem sjá sig fyrir sér sem kennara eftir að hafa reynt sig við kennarastörf. Kennarasambandið hefur undanfarið bent á ýmsar hryggilegar staðreyndir og í samhengi við það sem hér fer á undan langar mig sérstaklega að nefna hópinn 39 ára og yngri við kennslu í framhaldsskólum. Á aðeins tíu árum, frá skólaárinu 2011-2012 til skólaársins 2020-2021, fækkaði kennaramenntuðum í þessum aldurshópi um 134 en innan hans störfuðu rúmlega 470 alls við kennslu við upphaf þessa tímabils. Nýtt og efnilegt fólk kom reyndar inn á móti en þau voru aðeins 37. Þetta þýðir að skólaárið 2020-2021 voru alls 42% án kennsluréttinda við kennslu. Miðað við þróun undanfarinna ára verður því miður að teljast ólíklegt að okkur haldist á öllu þessu góða fólki og það hreiðri um sig í þessu mikilvæga og gefandi starfi. Að óbreyttu horfum við fram á áframhaldandi fækkun kennaramenntaðra, aukna starfsmannaveltu og aukinn óstöðugleika. Mórallinn með þessari sögu er kannski sá að kennarar verða ekki til á trjánum. Við verðum að fjölga kennurum með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert kennaragen – jafnvel þótt maður sé made in Germany. Fjárfestum í kennurum. Þannig fjárfestum við líka í framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Einhver vissi af mér og kom þeirri hugmynd inn hjá stjórnendum Menntaskólans á Akureyri að ég gæti hugsanlega leyst af í þýskunni þetta árið meðan ein kennaranna færi í fæðingarorlof. Ég var á þessum tíma 27 ára gamall við þýskunám við Kölnarháskóla og var farinn að finna að nú færi að koma nóg af svo góðu; konan mín ólétt af okkar fyrsta barni og tími til kominn að fara að afla sér einhverra tekna. Ég taldi mig bara orðinn býsna góðan í þýskunni og sló því til án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað biði mín. Þetta fyrsta ár mitt við kennslu er einhver sá rosalegasti rússíbani sem ég hef upplifað. Þrátt fyrir að hafa setið megnið af ágústmánuði yfir kennsluefninu fór því fjarri að ég væri undirbúinn fyrir verkefnið. Byrjun skólaársins skall á eins og flóðbylgja og allan veturinn var keyrslan óskapleg. Já og svo hafði víst fyrsta barnið komið í heiminn nokkrum dögum fyrir skólasetninguna, býsna brothætt þótt það væri made in Germany. Það kom mér gríðarlega á óvart hversu mikinn undirbúning maður þurfti fyrir hvern tíma og hvernig alltaf þurfti að vera til plan B, C, D und so weiter. Og hvað þá verkefnahaugurinn, maður lifandi! Hvernig fóru kennararnir mínir gegnum tíðina eiginlega að þessu? Var þetta eitthvað meðfætt gen sem ég bjó ekki yfir? Þetta fyrsta ár hefði ég aldrei komist í gegnum nema fyrir það hvað samkennarar mínir héldu vel utan um mig og leiðbeindu í hvívetna. Það sama má raunar segja um allt starfsfólk skólans. Þegar leið á veturinn fékk ég svo óvænt að vita að aðstæður hefðu skipast þannig að ég ætti góðan möguleika á því að halda áfram við skólann. Til þess að svo yrði þyrfti ég þó að skrá mig í kennsluréttindanám. Ég held ég geti sagt það nú að fernt hafi ráðið algerum úrslitum um það að ég ákvað að afla mér kennararéttinda og helga mig þessu starfi: Í fyrsta lagi verður að nefna mína mögnuðu, fórnfúsusamkennara sem leiddu mig stöðugt og hvöttu áfram. Í öðru lagi upplifði ég mikið traust til kennara innan skólans og almenna virðingu í samfélaginu fyrir störfum þeirra. Í þriðja lagi hafði ég mikla gleði af starfinu með nemendum og að fylgjast með þeim þroskast og mannast. Að lokum skipti sú heppilega staða mjög miklu að við Háskólann á Akureyri var risin öflug kennaradeild. Sú nálægð gerði það mögulegt yfirhöfuð að halda starfinu við skólann, taka kennslufræðina í hæfilegum en snörpum lotum og þannig koma fótunum undir litla fjölskyldu og finna til sín dálítið. Þegar maður horfir svona til baka er sorglegt að hugsa til þess hvernig þeim fækkar sífellt sem sjá sig fyrir sér sem kennara eftir að hafa reynt sig við kennarastörf. Kennarasambandið hefur undanfarið bent á ýmsar hryggilegar staðreyndir og í samhengi við það sem hér fer á undan langar mig sérstaklega að nefna hópinn 39 ára og yngri við kennslu í framhaldsskólum. Á aðeins tíu árum, frá skólaárinu 2011-2012 til skólaársins 2020-2021, fækkaði kennaramenntuðum í þessum aldurshópi um 134 en innan hans störfuðu rúmlega 470 alls við kennslu við upphaf þessa tímabils. Nýtt og efnilegt fólk kom reyndar inn á móti en þau voru aðeins 37. Þetta þýðir að skólaárið 2020-2021 voru alls 42% án kennsluréttinda við kennslu. Miðað við þróun undanfarinna ára verður því miður að teljast ólíklegt að okkur haldist á öllu þessu góða fólki og það hreiðri um sig í þessu mikilvæga og gefandi starfi. Að óbreyttu horfum við fram á áframhaldandi fækkun kennaramenntaðra, aukna starfsmannaveltu og aukinn óstöðugleika. Mórallinn með þessari sögu er kannski sá að kennarar verða ekki til á trjánum. Við verðum að fjölga kennurum með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert kennaragen – jafnvel þótt maður sé made in Germany. Fjárfestum í kennurum. Þannig fjárfestum við líka í framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun