Hagstjórn á verðbólgutímum Hildur Margrét Jóhannsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 09:30 Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða? Verðbólgu má almennt rekja til umframeftirspurnar í hagkerfinu. Til að vinna bug á henni þarf að kæla hagkerfið með því að slá á eftirspurn. Það má gera með ýmsum hagstjórnartækjum sem draga úr fjárfestingu og þrengja að möguleikum fólks til neyslu, ýmist í gegnum Seðlabankann eða ríkisfjármálin. Slíkar aðgerðir geta reynst sársaukafullar og rýrt lífskjör til skamms tíma. En leiðir til að hægja á hagkerfinu bitna líka misharkalega á ólíkum hópum samfélagsins og því er valið á milli ólíkra hagstjórnartækja ekki aðeins tæknilegt heldur einnig pólitískt. Trúverðugleiki og væntingar lykilatriði Það var ekki fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar sem seðlabönkum var fyrst veitt sjálfstæði til að beita eigin stjórntækjum til að sporna gegn verðbólgu, án aðkomu stjórnmálamanna. Hagfræðingar höfðu þá áttað sig á því að sambandið milli atvinnustigs og verðbólgu væri ekki eins einfalt og áður var talið, og að þróun verðbólgu stjórnaðist að miklu leyti af svokölluðum verðbólguvæntingum. Verðbólguvæntingar segja til um mat almennings og fyrirtækja á því hvernig líklegt er að verðlag muni þróast í framtíðinni, svo sem á næstu mánuðum eða árum. Áhrif verðbólguvæntinga virka til dæmis svona: Þegar launafólk gerir ráð fyrir hækkandi verðlagi er það líklegra til að krefjast mikilla launahækkana í því skyni að verja kaupmátt sinn. Á sama hátt er líklegt að fyrirtæki sem gerir ráð fyrir hækkandi verðlagi – sem sagt verðbólgu – hækki frekar verð á vörum og þjónustu til að geta staðið undir kostnaði vegna aðfanga og launa. Eftir því sem verðbólga er þrálátari eykst svo hættan á því að fólk og fyrirtæki missi trú á að verðstöðugleiki náist innan ásættanlegs tíma, sem stuðlar að hærri verðbólguvæntingum og viðheldur þannig vítahringnum. Í ljósi mikilvægis verðbólguvæntinga þótti skipta höfuðmáli að tryggja að peningastefnu væri stjórnað á trúverðugan hátt, enda gæti það eitt og sér stuðlað að minni verðbólgu. Þess vegna voru seðlabankar gerðir sjálfstæðir með verðstöðugleika að meginmarkmiði. Þannig átti að tryggja að kjörnir fulltrúar gætu ekki freistast til að beita peningastefnu á þann hátt sem hentaði þeim sjálfum best. Seðlabankastjórar eru þó vissulega skipaðir af ríkisstjórnum sem bera þannig ennþá ábyrgð á að peningastefnu sé stjórnað með traustum og trúverðugum hætti. Seðlabanki Íslands hefur verið sjálfstæður frá árinu 2001. Seðlabankastjóri er skipaður af forsætisráðherra og eitt af meginhlutverkum Seðlabankans er að beita peningastefnu til að tryggja verðstöðugleika í landinu. Peningastefnunefnd bankans hefur stýrivaxtatólið á sinni hendi – sem er áhrifaríkt og hefur þann ótvíræða kost að því er hægt að beita hratt og fyrirvaralaust. Vegna mikilvægis verðbólguvæntinga hlýtur markmiði um verðstöðugleika að vera best náð með því að taka af allan vafa um að verðstöðugleiki sé algjört forgangsverkefni peningastefnunnar, jafnvel á kostnað þátta á borð við hagvöxt og atvinnustig. Líklega eykst trúverðugleiki Seðlabankans þó ekki með því að seðlabankastjóri hvetji almenning til að halda að sér höndum og neita sér um neyslu, heldur frekar með því að hann geri fólki ljóst að Seðlabankinn veigri sér ekki við að beita þeim tólum sem hann hefur til að ná yfirlýstu verðbólgumarkmiði. Á tímum mikillar verðbólgu getur það haft í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks skerðist og sparnaður verði eftirsóknarverðari en neysla. Það myndi rýra trúverðugleika Seðlabankans ef hann sýndi merki þess að ákall um vaxtalækkanir, til dæmis frá atvinnulífi eða launafólki, hefði áhrif á ákvarðanir hans. Þó er alls ekki óeðlilegt að almenningur og fyrirtæki hafi skoðun á stjórn efnahagsmála í landinu, þar með talið peningastefnu, og láti í sér heyra þegar verðbólga og vextir þrengja að. Og þar víkur sögunni að hlutverki stjórnvalda. Stjórnvöld ábyrg fyrir stóru myndinni Þrátt fyrir þetta veigamikla hlutverk seðlabanka, sem lýst er hér að framan, þá fer því fjarri að Seðlabankinn fari einn með efnahagsstjórn í landinu. Ríkisstjórn hvers tíma er ábyrg fyrir stjórn efnahagsmála og efnahagslegum stöðugleika og hlýtur þar með að hafa hlutverki að gegna þegar kemur að verðbólgu. Hagstjórn hins opinbera snýst ekki síst um forgangsröðun og í baráttu við verðbólgu þarf forgangsröðunin að vera á hreinu. Almennt má segja að með ábyrgri efnahagsstjórn geti stjórnvöld leitast við að koma í veg fyrir að Seðlabankinn sjái sig knúinn til að herða peningalegt aðhald og hækka vexti. Þannig geta stjórnvöld tryggt að ríkisfjármálin kyndi ekki undir þenslu, heldur dragi frekar úr henni. Þá þarf að gæta þess að útgjöld séu ekki aukin á verðbólgutímum án þess að þau séu fjármögnuð að fullu, svo sem með niðurskurði annarra útgjalda eða tekjuöflun. Fjármagn sem fer út úr ríkissjóði og er eingöngu fjármagnað með lántöku eykur eftirspurn í hagkerfinu og kyndir undir verðbólgu. Þetta þýðir að þegar aðstæður kalla á ný útgjöld að mati stjórnvalda þurfa þau að endurhugsa forgangsröðunina. Þetta á ekki síst við á verðbólgutímum. Ef stjórnvöld dæla nýjum útgjöldum út í heitt hagkerfið án þess að afla tekna eða skera niður á móti, kasta þau olíu á eldinn. Á tímum þegar Seðlabankinn hefur þurft að herða aðhald og hækka vexti verulega, og jafnvel til lengri tíma, er ljóst að ríkisfjármálin þurfa að spila með. Það kemur þá í hlut ríkisstjórnar að endurhugsa aðhaldsstigið og einnig að skerpa á forgangsröðuninni – sem kallar á pólitískar ákvarðanir. Verðbólga og vaxtahækkanir koma ólíkt við einstaklinga, svo sem eftir stöðu á húsnæðismarkaði, skuldastöðu og eignastöðu. Áhrifin eru líka ólík á fyrirtæki, eftir stærð, gerð og geira. Að þessu leyti væri það pólitísk ákvörðun stjórnvalda að eftirláta Seðlabankanum einum að bera hitann og þungann af baráttunni við verðbólguna. Hvað með launafólk og fyrirtæki? Launafólk ber ekki lögbundna ábyrgð á að tryggja verðstöðugleika og það gera fyrirtækin hvert og eitt ekki heldur. Launafólk og fyrirtæki fylgja hvötum á markaði þegar kemur að launakröfum og verðlagningu á vörum og þjónustu, og þar skipta verðbólguvæntingar höfuðmáli eins og komið er inn á hér að ofan. Efnahagsstjórn landsins getur haft áhrif á hvatana – bæði Seðlabankinn, með trúverðugri peningastefnu, og ríkisstjórn og Alþingi í gegnum ríkisfjármál og lagasetningu. Það er ekki viðbúið eða sjálfgefið að launafólk taki sjálfviljugt fyrsta skrefið í baráttu við verðbólgu með því að sætta sig blindandi við kaupmáttarrýrnun í kjarasamningum. Í því samhengi má benda á að síðustu kjarasamningar voru samþykktir á grundvelli loforðs um umfangsmikinn útgjaldapakka úr ríkissjóði. Fyrirtæki ákvarða almennt verð á samkeppnismarkaði og því er óraunhæft að fara fram á að þau taki upp á því hjá sjálfum sér að lækka verð eða halda aftur af hækkunum. Einstök fyrirtæki taka væntanlega frekar ákvarðanir út frá eigin rekstrarstöðu heldur en sáralitlum áhrifum sem hvert og eitt þeirra getur haft á þróun verðbólgu í landinu. Því er ákall til fyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum kannski álíka ólíklegt til árangurs og ákall til neytenda um að draga úr neyslu. Vissulega kann að vera eðlilegt að höfða til sameiginlegrar samfélagslegrar ábyrgðar í þessu eins og ýmsu öðru og sú staðreynd að kjaraviðræður eru tiltölulega miðstýrt fyrirbæri hjálpar til. En þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur að skipta máli að missa ekki sjónar á því hvar ábyrgð á hagstjórn landsins liggur. Engin töfralausn á verðbólguvandanum Seðlabankinn hefur hækkað vexti úr 0,75% í 9,25% frá árinu 2021 og haldið þeim stöðugum í heilt ár. Vaxtastigið hefur slegið verulega á umsvif í hagkerfinu en verðbólgan hjaðnað hægar en vonir stóðu til. Sennilega hækkaði peningastefnunefnd vextina ekki nógu hratt, enda reyndust þau gögn sem lágu fyrir við ákvarðanir nefndarinnar ekki endurspegla raunveruleikann. Eftir endurskoðun á þjóðhagsreikningum kom í ljós að spennan í hagkerfinu var meiri en fyrst var talið. Einnig kann að vera að trúverðugleiki Seðlabankans sé ekki nægilegur til að hemja væntingar, og peningastefnan og skilaboðin úr bankanum ekki nógu afdráttarlaus. Svo ber að nefna að raunstýrivextir urðu ekki jákvæðir fyrr en í kringum mitt síðasta ár og enn má vera að full virkni þeirra sé ekki komin fram. Þjóðin er þreytt á háum vöxtum og mikil verðbólga er óásættanleg til langs tíma. Ef hagfræðingar hefðu töfralausn sem stjórnvöld gætu sætt sig við væri málið einfalt. En forgangsröðun er lykilatriði og það er stjórnvalda að axla ábyrgð á henni. Rétt eins og Seðlabankinn þurfa æðstu valdhafar efnahagsstjórnar hverju sinni að tryggja tiltrú þjóðarinnar á því að þeir axli ábyrgð á verðbólgunni og hafi skýra sýn á það hvernig á að takast á við hana. Annað rýrir trúverðugleika hagstjórnarinnar og getur þannig kynt undir verðbólguvæntingar. Höfundur er hagfræðingur í Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða? Verðbólgu má almennt rekja til umframeftirspurnar í hagkerfinu. Til að vinna bug á henni þarf að kæla hagkerfið með því að slá á eftirspurn. Það má gera með ýmsum hagstjórnartækjum sem draga úr fjárfestingu og þrengja að möguleikum fólks til neyslu, ýmist í gegnum Seðlabankann eða ríkisfjármálin. Slíkar aðgerðir geta reynst sársaukafullar og rýrt lífskjör til skamms tíma. En leiðir til að hægja á hagkerfinu bitna líka misharkalega á ólíkum hópum samfélagsins og því er valið á milli ólíkra hagstjórnartækja ekki aðeins tæknilegt heldur einnig pólitískt. Trúverðugleiki og væntingar lykilatriði Það var ekki fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar sem seðlabönkum var fyrst veitt sjálfstæði til að beita eigin stjórntækjum til að sporna gegn verðbólgu, án aðkomu stjórnmálamanna. Hagfræðingar höfðu þá áttað sig á því að sambandið milli atvinnustigs og verðbólgu væri ekki eins einfalt og áður var talið, og að þróun verðbólgu stjórnaðist að miklu leyti af svokölluðum verðbólguvæntingum. Verðbólguvæntingar segja til um mat almennings og fyrirtækja á því hvernig líklegt er að verðlag muni þróast í framtíðinni, svo sem á næstu mánuðum eða árum. Áhrif verðbólguvæntinga virka til dæmis svona: Þegar launafólk gerir ráð fyrir hækkandi verðlagi er það líklegra til að krefjast mikilla launahækkana í því skyni að verja kaupmátt sinn. Á sama hátt er líklegt að fyrirtæki sem gerir ráð fyrir hækkandi verðlagi – sem sagt verðbólgu – hækki frekar verð á vörum og þjónustu til að geta staðið undir kostnaði vegna aðfanga og launa. Eftir því sem verðbólga er þrálátari eykst svo hættan á því að fólk og fyrirtæki missi trú á að verðstöðugleiki náist innan ásættanlegs tíma, sem stuðlar að hærri verðbólguvæntingum og viðheldur þannig vítahringnum. Í ljósi mikilvægis verðbólguvæntinga þótti skipta höfuðmáli að tryggja að peningastefnu væri stjórnað á trúverðugan hátt, enda gæti það eitt og sér stuðlað að minni verðbólgu. Þess vegna voru seðlabankar gerðir sjálfstæðir með verðstöðugleika að meginmarkmiði. Þannig átti að tryggja að kjörnir fulltrúar gætu ekki freistast til að beita peningastefnu á þann hátt sem hentaði þeim sjálfum best. Seðlabankastjórar eru þó vissulega skipaðir af ríkisstjórnum sem bera þannig ennþá ábyrgð á að peningastefnu sé stjórnað með traustum og trúverðugum hætti. Seðlabanki Íslands hefur verið sjálfstæður frá árinu 2001. Seðlabankastjóri er skipaður af forsætisráðherra og eitt af meginhlutverkum Seðlabankans er að beita peningastefnu til að tryggja verðstöðugleika í landinu. Peningastefnunefnd bankans hefur stýrivaxtatólið á sinni hendi – sem er áhrifaríkt og hefur þann ótvíræða kost að því er hægt að beita hratt og fyrirvaralaust. Vegna mikilvægis verðbólguvæntinga hlýtur markmiði um verðstöðugleika að vera best náð með því að taka af allan vafa um að verðstöðugleiki sé algjört forgangsverkefni peningastefnunnar, jafnvel á kostnað þátta á borð við hagvöxt og atvinnustig. Líklega eykst trúverðugleiki Seðlabankans þó ekki með því að seðlabankastjóri hvetji almenning til að halda að sér höndum og neita sér um neyslu, heldur frekar með því að hann geri fólki ljóst að Seðlabankinn veigri sér ekki við að beita þeim tólum sem hann hefur til að ná yfirlýstu verðbólgumarkmiði. Á tímum mikillar verðbólgu getur það haft í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks skerðist og sparnaður verði eftirsóknarverðari en neysla. Það myndi rýra trúverðugleika Seðlabankans ef hann sýndi merki þess að ákall um vaxtalækkanir, til dæmis frá atvinnulífi eða launafólki, hefði áhrif á ákvarðanir hans. Þó er alls ekki óeðlilegt að almenningur og fyrirtæki hafi skoðun á stjórn efnahagsmála í landinu, þar með talið peningastefnu, og láti í sér heyra þegar verðbólga og vextir þrengja að. Og þar víkur sögunni að hlutverki stjórnvalda. Stjórnvöld ábyrg fyrir stóru myndinni Þrátt fyrir þetta veigamikla hlutverk seðlabanka, sem lýst er hér að framan, þá fer því fjarri að Seðlabankinn fari einn með efnahagsstjórn í landinu. Ríkisstjórn hvers tíma er ábyrg fyrir stjórn efnahagsmála og efnahagslegum stöðugleika og hlýtur þar með að hafa hlutverki að gegna þegar kemur að verðbólgu. Hagstjórn hins opinbera snýst ekki síst um forgangsröðun og í baráttu við verðbólgu þarf forgangsröðunin að vera á hreinu. Almennt má segja að með ábyrgri efnahagsstjórn geti stjórnvöld leitast við að koma í veg fyrir að Seðlabankinn sjái sig knúinn til að herða peningalegt aðhald og hækka vexti. Þannig geta stjórnvöld tryggt að ríkisfjármálin kyndi ekki undir þenslu, heldur dragi frekar úr henni. Þá þarf að gæta þess að útgjöld séu ekki aukin á verðbólgutímum án þess að þau séu fjármögnuð að fullu, svo sem með niðurskurði annarra útgjalda eða tekjuöflun. Fjármagn sem fer út úr ríkissjóði og er eingöngu fjármagnað með lántöku eykur eftirspurn í hagkerfinu og kyndir undir verðbólgu. Þetta þýðir að þegar aðstæður kalla á ný útgjöld að mati stjórnvalda þurfa þau að endurhugsa forgangsröðunina. Þetta á ekki síst við á verðbólgutímum. Ef stjórnvöld dæla nýjum útgjöldum út í heitt hagkerfið án þess að afla tekna eða skera niður á móti, kasta þau olíu á eldinn. Á tímum þegar Seðlabankinn hefur þurft að herða aðhald og hækka vexti verulega, og jafnvel til lengri tíma, er ljóst að ríkisfjármálin þurfa að spila með. Það kemur þá í hlut ríkisstjórnar að endurhugsa aðhaldsstigið og einnig að skerpa á forgangsröðuninni – sem kallar á pólitískar ákvarðanir. Verðbólga og vaxtahækkanir koma ólíkt við einstaklinga, svo sem eftir stöðu á húsnæðismarkaði, skuldastöðu og eignastöðu. Áhrifin eru líka ólík á fyrirtæki, eftir stærð, gerð og geira. Að þessu leyti væri það pólitísk ákvörðun stjórnvalda að eftirláta Seðlabankanum einum að bera hitann og þungann af baráttunni við verðbólguna. Hvað með launafólk og fyrirtæki? Launafólk ber ekki lögbundna ábyrgð á að tryggja verðstöðugleika og það gera fyrirtækin hvert og eitt ekki heldur. Launafólk og fyrirtæki fylgja hvötum á markaði þegar kemur að launakröfum og verðlagningu á vörum og þjónustu, og þar skipta verðbólguvæntingar höfuðmáli eins og komið er inn á hér að ofan. Efnahagsstjórn landsins getur haft áhrif á hvatana – bæði Seðlabankinn, með trúverðugri peningastefnu, og ríkisstjórn og Alþingi í gegnum ríkisfjármál og lagasetningu. Það er ekki viðbúið eða sjálfgefið að launafólk taki sjálfviljugt fyrsta skrefið í baráttu við verðbólgu með því að sætta sig blindandi við kaupmáttarrýrnun í kjarasamningum. Í því samhengi má benda á að síðustu kjarasamningar voru samþykktir á grundvelli loforðs um umfangsmikinn útgjaldapakka úr ríkissjóði. Fyrirtæki ákvarða almennt verð á samkeppnismarkaði og því er óraunhæft að fara fram á að þau taki upp á því hjá sjálfum sér að lækka verð eða halda aftur af hækkunum. Einstök fyrirtæki taka væntanlega frekar ákvarðanir út frá eigin rekstrarstöðu heldur en sáralitlum áhrifum sem hvert og eitt þeirra getur haft á þróun verðbólgu í landinu. Því er ákall til fyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum kannski álíka ólíklegt til árangurs og ákall til neytenda um að draga úr neyslu. Vissulega kann að vera eðlilegt að höfða til sameiginlegrar samfélagslegrar ábyrgðar í þessu eins og ýmsu öðru og sú staðreynd að kjaraviðræður eru tiltölulega miðstýrt fyrirbæri hjálpar til. En þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur að skipta máli að missa ekki sjónar á því hvar ábyrgð á hagstjórn landsins liggur. Engin töfralausn á verðbólguvandanum Seðlabankinn hefur hækkað vexti úr 0,75% í 9,25% frá árinu 2021 og haldið þeim stöðugum í heilt ár. Vaxtastigið hefur slegið verulega á umsvif í hagkerfinu en verðbólgan hjaðnað hægar en vonir stóðu til. Sennilega hækkaði peningastefnunefnd vextina ekki nógu hratt, enda reyndust þau gögn sem lágu fyrir við ákvarðanir nefndarinnar ekki endurspegla raunveruleikann. Eftir endurskoðun á þjóðhagsreikningum kom í ljós að spennan í hagkerfinu var meiri en fyrst var talið. Einnig kann að vera að trúverðugleiki Seðlabankans sé ekki nægilegur til að hemja væntingar, og peningastefnan og skilaboðin úr bankanum ekki nógu afdráttarlaus. Svo ber að nefna að raunstýrivextir urðu ekki jákvæðir fyrr en í kringum mitt síðasta ár og enn má vera að full virkni þeirra sé ekki komin fram. Þjóðin er þreytt á háum vöxtum og mikil verðbólga er óásættanleg til langs tíma. Ef hagfræðingar hefðu töfralausn sem stjórnvöld gætu sætt sig við væri málið einfalt. En forgangsröðun er lykilatriði og það er stjórnvalda að axla ábyrgð á henni. Rétt eins og Seðlabankinn þurfa æðstu valdhafar efnahagsstjórnar hverju sinni að tryggja tiltrú þjóðarinnar á því að þeir axli ábyrgð á verðbólgunni og hafi skýra sýn á það hvernig á að takast á við hana. Annað rýrir trúverðugleika hagstjórnarinnar og getur þannig kynt undir verðbólguvæntingar. Höfundur er hagfræðingur í Landsbankanum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun