Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 27. ágúst 2024 11:02 Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. Deilurnar hófust þegar félagar í Eflingu ákváðu að slíta sig frá félaginu og stofna sitt eigið félag, Félag hafnarverkamanna á Íslandi, í samvinnu með Sjómannafélag Íslands. Hafnarverkamenn töldu að Efling væri ekki að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum. Þetta skapaði mikla óánægju meðal hafnarverkamanna sem vildu tryggja að þeirra réttindi væru virt. Þvert á vonir hafnarverkamanna um að hægt væri að segja sig úr stéttarfélagi á landi sem boðar félagafrelsi, þá urðu þeir að fara fyrir félagsdóm til að fá sig lausa frá Eflingu. Þetta var rúmlega tveggja ára barátta sem var staðfest í mars 2023, þegar þessir félagsmenn fengu leyfi til að yfirgefa Eflingu. Þá kom sú von að Eimskip myndi koma að borðinu og semja við sitt fólk, en það hefur ekki enn gerst. Því er haldið fram að ekki sé hægt að semja við Félag hafnarverkamanna þar sem Efling stéttarfélag sé með forgangsréttarákvæði sem þýðir að starfsmenn í Eflingu eru þeir síðustu sem er sagt upp eða þeir ráðnir frekar en starfsmenn sem eru í öðru verkalýðsfélagi. En með þessu ákvæði er í raun réttur fólks til að velja stéttarfélag takmarkaður. En merkilegt er að á svæði Eimskips eru nú þegar tvö félög, VR í vöruhúsinu og Efling á hafnarsvæðinu. Það vekur furðu að hægt sé að tryggja sér nánast einkarétt á svæðinu í skjóli forgangsréttarákvæðisins. Annað merkilegt er að Dagsbrún, félag sem vissi að höfnin væri mikilvæg, hefur eftir sameiningu undir merkjum Eflingar algjörlega gleymt uppruna sínum. Verkalýðsbarátta á Íslandi hefur dalað verulega í gegnum árin, og þegar maður heyrir í alþingismönnum og formönnum flokka tala um að leggja niður skylduaðild að verkalýðsfélagi, þá er það að mínu mati fásinna. Ég vona að verkalýðsfélög á Íslandi muni nú berjast með kjafti og klóm gegn þessum hugmyndum, þar sem við vitum að eigendur peninganna vilja endilega hafa það þannig að ekki séu verkalýðsfélög til staðar. Það myndi henta þeim betur svo þeir geti haldið áfram að borga léleg laun og misnota starfsfólkið sitt. Oft hefur maður hugsað um til hvers Alþingi er. Kannski er það bara fyrir ríka fólkið, vegna þess að í hvert skipti sem farið er í verkfall, t.d. sjómanna, þá er hoppað til og sett á lög til að knýja aðila til vinnu og láta gerðardóm ákveða restina. Þá segi ég: Hvar er umboðsmaður Alþingis? Hvers vegna gerir hann ekki neitt? Hversu oft er hægt að setja verkfall á sömu stéttina aftur og aftur og brjóta þennan rétt til að krefjast betri launa og betri réttinda? Staðan í dag er sú að enn neitar Eimskip að ræða við Félag hafnarverkamanna og telur sig geta ákveðið í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er í. Núna er málið enn eina ferðina hjá félagsdómi og er ekki enn komið á dagskrá. *(Fyrsti partur af greinaröð um baráttu félagsins við skipafélögin)* Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Eimskip Hafnarmál Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. Deilurnar hófust þegar félagar í Eflingu ákváðu að slíta sig frá félaginu og stofna sitt eigið félag, Félag hafnarverkamanna á Íslandi, í samvinnu með Sjómannafélag Íslands. Hafnarverkamenn töldu að Efling væri ekki að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum. Þetta skapaði mikla óánægju meðal hafnarverkamanna sem vildu tryggja að þeirra réttindi væru virt. Þvert á vonir hafnarverkamanna um að hægt væri að segja sig úr stéttarfélagi á landi sem boðar félagafrelsi, þá urðu þeir að fara fyrir félagsdóm til að fá sig lausa frá Eflingu. Þetta var rúmlega tveggja ára barátta sem var staðfest í mars 2023, þegar þessir félagsmenn fengu leyfi til að yfirgefa Eflingu. Þá kom sú von að Eimskip myndi koma að borðinu og semja við sitt fólk, en það hefur ekki enn gerst. Því er haldið fram að ekki sé hægt að semja við Félag hafnarverkamanna þar sem Efling stéttarfélag sé með forgangsréttarákvæði sem þýðir að starfsmenn í Eflingu eru þeir síðustu sem er sagt upp eða þeir ráðnir frekar en starfsmenn sem eru í öðru verkalýðsfélagi. En með þessu ákvæði er í raun réttur fólks til að velja stéttarfélag takmarkaður. En merkilegt er að á svæði Eimskips eru nú þegar tvö félög, VR í vöruhúsinu og Efling á hafnarsvæðinu. Það vekur furðu að hægt sé að tryggja sér nánast einkarétt á svæðinu í skjóli forgangsréttarákvæðisins. Annað merkilegt er að Dagsbrún, félag sem vissi að höfnin væri mikilvæg, hefur eftir sameiningu undir merkjum Eflingar algjörlega gleymt uppruna sínum. Verkalýðsbarátta á Íslandi hefur dalað verulega í gegnum árin, og þegar maður heyrir í alþingismönnum og formönnum flokka tala um að leggja niður skylduaðild að verkalýðsfélagi, þá er það að mínu mati fásinna. Ég vona að verkalýðsfélög á Íslandi muni nú berjast með kjafti og klóm gegn þessum hugmyndum, þar sem við vitum að eigendur peninganna vilja endilega hafa það þannig að ekki séu verkalýðsfélög til staðar. Það myndi henta þeim betur svo þeir geti haldið áfram að borga léleg laun og misnota starfsfólkið sitt. Oft hefur maður hugsað um til hvers Alþingi er. Kannski er það bara fyrir ríka fólkið, vegna þess að í hvert skipti sem farið er í verkfall, t.d. sjómanna, þá er hoppað til og sett á lög til að knýja aðila til vinnu og láta gerðardóm ákveða restina. Þá segi ég: Hvar er umboðsmaður Alþingis? Hvers vegna gerir hann ekki neitt? Hversu oft er hægt að setja verkfall á sömu stéttina aftur og aftur og brjóta þennan rétt til að krefjast betri launa og betri réttinda? Staðan í dag er sú að enn neitar Eimskip að ræða við Félag hafnarverkamanna og telur sig geta ákveðið í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er í. Núna er málið enn eina ferðina hjá félagsdómi og er ekki enn komið á dagskrá. *(Fyrsti partur af greinaröð um baráttu félagsins við skipafélögin)* Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun