Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 15:05 Árásin átti sér stað á Skúlagötu laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vísir/Ívar Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Hann hugsaði sig ekki tvisvar um heldur hóf strax endurlífgun sem skipti sköpum. Mbl.is greindi fyrst frá. Fór í hjartastopp fyrir framan hann „Hún lá bara á jörðinni þegar við gengum fram hjá. Við sáum bara að það var mikið öngþveiti þarna og síðan sá ég hana bara blæðandi og strákur þarna sem var grátandi, öskrandi og bað um aðstoð. Ég fór bara auðvitað strax til hennar og þá fór hún í hjartastopp fyrir framan mig. Ég hugsaði bara, nei guð minn góður þessi stelpa er ekki að fara. Því við erum á Íslandi og þetta er bara áfall fyrir alla,“ segir Ryan í samtali við Vísi en hann hóf strax endurlífgun þegar að stúlkan fór í hjartastopp sem tók um tvær til þrjár mínútur áður en hún hóf að anda aftur. Einn maður var handtekinn eftir árásina á Skúlagötu í gær laust eftir miðnætti en þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Í áfalli eftir nóttina Ryan segist vera í áfalli eftir atburð næturinnar en kveðst þó ánægður að hafa átt leið hjá á þessum tíma til að geta brugðist við með réttum hætti. „Maður er enn þá í áfalli eftir þetta en þetta tókst allavega hjá okkur. Ég vona bara að þetta fari vel hjá þessari stúlku. Þetta var góður tími til að koma þarna að staðnum og gott að ég náði að gera eitthvað. Það var svo góð tilfinning þegar ég sá hana anda aftur. Ég var með blóð út um allt en það skipti ekki máli. Lífið hennar skipti öllu máli. Ég fór heim með blóð á mér öllum en það eina sem ég hugsaði um var hvað verður um þessa stúlku.“ Betri heimur ef allir kynnu endurlífgun Ryan biðlar til fólks að vera alltaf tilbúið að veita hjálparhönd ef það verður vitni að einhverju álíka og minnir á mikilvægi þess að fólk kynni sér fyrstu viðbrögð við slysi. Hann segir það geta skipt öllu máli fyrir líf og heilsu annarra. „Fólk sem heldur að það geti ekki hjálpað. Ég held að allir geti hjálpað hvenær sem er. Ef allir myndu kunna endurlífgun þá væri þetta betri heimur.“ Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hann hugsaði sig ekki tvisvar um heldur hóf strax endurlífgun sem skipti sköpum. Mbl.is greindi fyrst frá. Fór í hjartastopp fyrir framan hann „Hún lá bara á jörðinni þegar við gengum fram hjá. Við sáum bara að það var mikið öngþveiti þarna og síðan sá ég hana bara blæðandi og strákur þarna sem var grátandi, öskrandi og bað um aðstoð. Ég fór bara auðvitað strax til hennar og þá fór hún í hjartastopp fyrir framan mig. Ég hugsaði bara, nei guð minn góður þessi stelpa er ekki að fara. Því við erum á Íslandi og þetta er bara áfall fyrir alla,“ segir Ryan í samtali við Vísi en hann hóf strax endurlífgun þegar að stúlkan fór í hjartastopp sem tók um tvær til þrjár mínútur áður en hún hóf að anda aftur. Einn maður var handtekinn eftir árásina á Skúlagötu í gær laust eftir miðnætti en þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Í áfalli eftir nóttina Ryan segist vera í áfalli eftir atburð næturinnar en kveðst þó ánægður að hafa átt leið hjá á þessum tíma til að geta brugðist við með réttum hætti. „Maður er enn þá í áfalli eftir þetta en þetta tókst allavega hjá okkur. Ég vona bara að þetta fari vel hjá þessari stúlku. Þetta var góður tími til að koma þarna að staðnum og gott að ég náði að gera eitthvað. Það var svo góð tilfinning þegar ég sá hana anda aftur. Ég var með blóð út um allt en það skipti ekki máli. Lífið hennar skipti öllu máli. Ég fór heim með blóð á mér öllum en það eina sem ég hugsaði um var hvað verður um þessa stúlku.“ Betri heimur ef allir kynnu endurlífgun Ryan biðlar til fólks að vera alltaf tilbúið að veita hjálparhönd ef það verður vitni að einhverju álíka og minnir á mikilvægi þess að fólk kynni sér fyrstu viðbrögð við slysi. Hann segir það geta skipt öllu máli fyrir líf og heilsu annarra. „Fólk sem heldur að það geti ekki hjálpað. Ég held að allir geti hjálpað hvenær sem er. Ef allir myndu kunna endurlífgun þá væri þetta betri heimur.“
Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent