Glæpur án tjóns? Breki Karlsson, Ólafur Stephensen og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 23. ágúst 2024 13:01 Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa. Sú matsgerð var unnin fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR, og var niðurstaða hennar sú að tjón fyrirtækja og neytenda af samráðinu hefði verið um 62 milljarðar króna. Hagfræðingarnir setja fram margvíslega gagnrýni á aðferðafræði Analytica og segja að hún „hæfi ekki til að meta tjón af meintu samráði Eimskips og Samskipa,“ eins og það er orðað í frétt Innherja. Forstjóri Eimskips segir þetta „mjög alvarlegt“. Það kemur greinarhöfundum ekki eitt augnablik á óvart að úr þessari átt komi gagnrýni á matsgerð Analytica og tilraun til að gera hana ótrúverðuga. Við öðru var ekki að búast. Í matsgerðinni kom skýrt fram á sínum tíma að hún væri ekki nákvæmnisvísindi að því leytinu að við matið þurfti fyrirtækið að gefa sér ýmsar forsendur. Hún var hins vegar nálgun að útreikningi á því tjóni, sem Eimskip og Samskip ollu íslensku samfélagi með ólögmætu samráði. Stóru spurningunni ekki svarað Stóra spurningin, sem er ekki svarað í skýrslu Birgis og Ragnars, a.m.k. miðað við endursögn Innherja, er hins vegar: Hvert er þá tjónið, reiknað með „réttri“ aðferðafræði? Bað Eimskip hagfræðingana ekki að finna út úr því? Og datt blaðamanni Innherja ekki í hug að spyrja forstjóra Eimskips að því? Án slíkrar umfjöllunar verður gagnrýni á mat Analytica marklaus. Það er nefnilega allsendis ótrúverðugt, reyni Eimskip að halda því fram að tjónið sé ekki neitt. Fyrirtækið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið, þar sem það játaði alvarleg brot á samkeppnislögum og greiddi eina hæstu sekt, sem lögð hefur verið á fyrirtæki vegna samkeppnisbrota. Bæði forsvarsmenn Eimskips og hinir virðulegu hagfræðingar sem unnu fyrir þá vita mætavel að samráð af því tagi sem lýst var í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa er ævinlega til tjóns, bæði fyrir atvinnulíf og neytendur. Ætlast forsvarsmenn Eimskips til að við trúum því að lögbrotin sem þeir viðurkenndu hafi verið glæpur án fórnarlambs, sem olli ekki nokkru tjóni? Breki er formaður Neytendasamtakanna. Ólafur er framkvæmdastjóri FA. Ragnar Þór er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Ólafur Stephensen Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa. Sú matsgerð var unnin fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR, og var niðurstaða hennar sú að tjón fyrirtækja og neytenda af samráðinu hefði verið um 62 milljarðar króna. Hagfræðingarnir setja fram margvíslega gagnrýni á aðferðafræði Analytica og segja að hún „hæfi ekki til að meta tjón af meintu samráði Eimskips og Samskipa,“ eins og það er orðað í frétt Innherja. Forstjóri Eimskips segir þetta „mjög alvarlegt“. Það kemur greinarhöfundum ekki eitt augnablik á óvart að úr þessari átt komi gagnrýni á matsgerð Analytica og tilraun til að gera hana ótrúverðuga. Við öðru var ekki að búast. Í matsgerðinni kom skýrt fram á sínum tíma að hún væri ekki nákvæmnisvísindi að því leytinu að við matið þurfti fyrirtækið að gefa sér ýmsar forsendur. Hún var hins vegar nálgun að útreikningi á því tjóni, sem Eimskip og Samskip ollu íslensku samfélagi með ólögmætu samráði. Stóru spurningunni ekki svarað Stóra spurningin, sem er ekki svarað í skýrslu Birgis og Ragnars, a.m.k. miðað við endursögn Innherja, er hins vegar: Hvert er þá tjónið, reiknað með „réttri“ aðferðafræði? Bað Eimskip hagfræðingana ekki að finna út úr því? Og datt blaðamanni Innherja ekki í hug að spyrja forstjóra Eimskips að því? Án slíkrar umfjöllunar verður gagnrýni á mat Analytica marklaus. Það er nefnilega allsendis ótrúverðugt, reyni Eimskip að halda því fram að tjónið sé ekki neitt. Fyrirtækið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið, þar sem það játaði alvarleg brot á samkeppnislögum og greiddi eina hæstu sekt, sem lögð hefur verið á fyrirtæki vegna samkeppnisbrota. Bæði forsvarsmenn Eimskips og hinir virðulegu hagfræðingar sem unnu fyrir þá vita mætavel að samráð af því tagi sem lýst var í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa er ævinlega til tjóns, bæði fyrir atvinnulíf og neytendur. Ætlast forsvarsmenn Eimskips til að við trúum því að lögbrotin sem þeir viðurkenndu hafi verið glæpur án fórnarlambs, sem olli ekki nokkru tjóni? Breki er formaður Neytendasamtakanna. Ólafur er framkvæmdastjóri FA. Ragnar Þór er formaður VR.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun