Bjartsýnt og betra samfélag Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 16:00 Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Þetta er stór dagur og mikilvægur. Framtíðarsýn um uppbyggingu samgöngumannvirkja var undirrituð 2019 en nú, fimm árum síðar, höfum við enn betri áætlanir, nákvæmari fjárfestingarplön og raunhæfari tímaramma. Eflum þjónustu á meðan við bíðum Við erum þegar byrjuð og á næstu tveimur árum munu íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsins alls sjá stór verkefni fara af stað, stórar innviðaframkvæmdir sem koma til með að binda höfuðborgarsvæðið betur saman. Til að mynda er Fossvogsbrú á leið á framkvæmdastig og mun nýtast almenningssamgöngukerfinu á stóru svæði ásamt því að bylta samgöngum fyrir gangandi og hjólandi. Á meðan við bíðum eftir að þessi stóru verkefni verða tekin í notkun verður þjónusta strætisvagna efld og tíðni aukin. Þetta eru bæði fjárfestingar í stofnvegum og í fyrsta áfanga borgarlínu. Með því að byggja upp hágæða almenningssamgöngur, líkt og svo mörg okkar þekkja frá heimsóknum til annarra borga, austanhafs og vestan, þá munum við tengja saman kjarna allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og búa til skemmtilegra, grænna og betra samfélag fyrir okkur öll. Þjónusta mun byggjast upp í kringum borgarlínuna og öll hverfi höfuðborgarinnar munu styrkjast. Betri almenningssamgöngur auka jöfnuð - þær eru félagslegt réttlætismál. Með því að byggja upp innviði sem gera öllum kleift að ferðast um höfuðborgarsvæðið hratt og örugglega aukum við nefnilega lífsgæði og tækifæri allra íbúa, óháð efnahag eða stöðu. Sparnaður fyrir fjölskyldur Auk þess skiptir máli að með eflingu almenningssamgangna og fjölgun valkosta munu mörg heimili geta sleppt því að reka bíl númer tvö en skv. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er kostnaður við það að reka bíl á síðasta ári um 120-240 þúsund krónur á mánuði. Það er kostnaður sem munar um fyrir fjölskyldur og eflaust margir sem vildu geta ráðstafað þeim í annað. Framtíðarsýnin er sú að við lok næsta áratugar geti sjö af hverjum tíu íbúum gengið út og hoppað um borð í strætó eða í borgarlínuvagn sem kemur innan tíu mínútna. Það verður ekki lengur þörf á að hlaupa í strætó því ef þú missir af vagninum kemur alltaf annar á næstu tíu mínútum. Leiðakerfið verður öflugra og mun ná betur til allra hverfa borgarinnar. Undirritunin markar líka stór skref í loftslagsmálum - því ríkið mun koma að því að greiða fyrir orkuskiptum í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnar eru keyrðir mjög mikið og brenna mikilli olíu, en með hverjum vagni sem skipt er út fyrir hreinorkuvagn drögum við úr losun um 100 tonn. Og við ætlum að skipta þeim öllum út á næstu árum. Þetta er framtíðarsýnin sem birtist í þessum uppfærða sáttmála. Samgöngusáttmáli markar tímamót fyrir höfuðborgarsvæðið og er til marks um bjartsýnt og betra samfélag á höfuðborgarsvæðinu og fyrir landið allt. Höfundur er innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir Samgöngur Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Þetta er stór dagur og mikilvægur. Framtíðarsýn um uppbyggingu samgöngumannvirkja var undirrituð 2019 en nú, fimm árum síðar, höfum við enn betri áætlanir, nákvæmari fjárfestingarplön og raunhæfari tímaramma. Eflum þjónustu á meðan við bíðum Við erum þegar byrjuð og á næstu tveimur árum munu íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsins alls sjá stór verkefni fara af stað, stórar innviðaframkvæmdir sem koma til með að binda höfuðborgarsvæðið betur saman. Til að mynda er Fossvogsbrú á leið á framkvæmdastig og mun nýtast almenningssamgöngukerfinu á stóru svæði ásamt því að bylta samgöngum fyrir gangandi og hjólandi. Á meðan við bíðum eftir að þessi stóru verkefni verða tekin í notkun verður þjónusta strætisvagna efld og tíðni aukin. Þetta eru bæði fjárfestingar í stofnvegum og í fyrsta áfanga borgarlínu. Með því að byggja upp hágæða almenningssamgöngur, líkt og svo mörg okkar þekkja frá heimsóknum til annarra borga, austanhafs og vestan, þá munum við tengja saman kjarna allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og búa til skemmtilegra, grænna og betra samfélag fyrir okkur öll. Þjónusta mun byggjast upp í kringum borgarlínuna og öll hverfi höfuðborgarinnar munu styrkjast. Betri almenningssamgöngur auka jöfnuð - þær eru félagslegt réttlætismál. Með því að byggja upp innviði sem gera öllum kleift að ferðast um höfuðborgarsvæðið hratt og örugglega aukum við nefnilega lífsgæði og tækifæri allra íbúa, óháð efnahag eða stöðu. Sparnaður fyrir fjölskyldur Auk þess skiptir máli að með eflingu almenningssamgangna og fjölgun valkosta munu mörg heimili geta sleppt því að reka bíl númer tvö en skv. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er kostnaður við það að reka bíl á síðasta ári um 120-240 þúsund krónur á mánuði. Það er kostnaður sem munar um fyrir fjölskyldur og eflaust margir sem vildu geta ráðstafað þeim í annað. Framtíðarsýnin er sú að við lok næsta áratugar geti sjö af hverjum tíu íbúum gengið út og hoppað um borð í strætó eða í borgarlínuvagn sem kemur innan tíu mínútna. Það verður ekki lengur þörf á að hlaupa í strætó því ef þú missir af vagninum kemur alltaf annar á næstu tíu mínútum. Leiðakerfið verður öflugra og mun ná betur til allra hverfa borgarinnar. Undirritunin markar líka stór skref í loftslagsmálum - því ríkið mun koma að því að greiða fyrir orkuskiptum í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnar eru keyrðir mjög mikið og brenna mikilli olíu, en með hverjum vagni sem skipt er út fyrir hreinorkuvagn drögum við úr losun um 100 tonn. Og við ætlum að skipta þeim öllum út á næstu árum. Þetta er framtíðarsýnin sem birtist í þessum uppfærða sáttmála. Samgöngusáttmáli markar tímamót fyrir höfuðborgarsvæðið og er til marks um bjartsýnt og betra samfélag á höfuðborgarsvæðinu og fyrir landið allt. Höfundur er innviðaráðherra.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun