„Við erum virkilega ánægð að fjölga áfangastöðum okkar í Danmörku og geta þannig boðið þeim fjölda Íslendinga sem þar býr upp á hagkvæman kost til að komast til Íslands að heimsækja fjölskyldu og vini. Tengiflugið okkar til Norður-Ameríku mun einnig verða góð viðbót fyrir íbúa Álaborgar. Þetta eru því góðar fréttir fyrir þann stóra hóp fólks sem býr í vesturhluta Danmerkur og að sjálfsögðu Íslendinga sem vilja komast þangað í frí,” er haft eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, í tilkynningu.
Álaborg er fjórða stærsta borg Danmerkur og þar búa um 120 þúsund manns. Hún er á norðurhluta Jótlands, 73 kílómetrum norðar en stærsta borg Jótlands, Árósir.
Fyrsta ferðin verður flogin 7. júní næsta sumar og flogið verður alla þriðjudaga og laugardaga til 26. ágúst.