Ímyndaðu þér að þú sért átján ára stúlka... Stella Samúelsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 12:01 Ímyndaðu þér að þú sért 18 ára stúlka. Þú býrð í Súdan, þriðja stærsta ríki Afríku, og þó að átök hafi verið viðvarandi í landinu nánast allt þitt líf, þá hefur líf þitt samt verið nokkuð eðlilegt. Þú sækir skóla, hittir vinkonur þínar í frítíma þínum og leggur drög að framtíðaráformum þínum. Þann 15. apríl 2023 umturnast líf þitt. Ný hrina átaka brýst út og í þetta sinn eru átökin gríðarlega hörð. Skelfingu lostin heldur þú þig innan dyra – of óttaslegin við að fara út, því sögur um að hermenn beiti konur skelfilegu ofbeldi hafa náð eyrum þínum. En það dugir ekki til. Dag einn er barið að dyrum og fyrir utan standa nokkrir hermenn. Þeir ryðjast inn og þegar þeir átta sig á því að þú sért ein heima, beina þeir byssu að þér og nauðga þér, hver á eftir öðrum. Þeir halda þér fanginni í húsinu í fjóra daga. Þegar hermennirnir yfirgefa loks heimilið tekst þér, með hjálp nágranna þinna að flýja til vinkonu þinnar sem býr í öruggari hluta borgarinnar. Skömmin og óttinn er þó svo mikill að þú treystir aðeins einni manneskju fyrir því ofbeldi sem þú hafðir orðið fyrir - vinkonu sem býr utan Súdan. Hún sendir þér peninga og ráðleggur þér að yfirgefa borgina sem fyrst. Nokkrum mánuðum eftir að þú leggur á flótta og hefur fundið skjól í flóttamannabúðum verður þú fyrir öðru áfalli. Þú ert orðin barnshafandi. Nú ertu 18 ára stúlka sem tekst ekki aðeins á við sálrænar og líkamlegar afleiðingar hrottalegs ofbeldis, heldur býrðu í flóttamannabúðum og ert barnshafandi án aðgengis að viðeigandi læknishjálp og fullnægjandi næringu. Þessi saga er sönn. Rúmt ár er liðið frá upphafi blóðugra átaka í Súdan, þar sem Súdansher (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) berjast um völdin. Milljónir eru á flótta í landinu (e. Internally displaced people), 70% þeirra eru konur og börn og meira en 24 milljónir eru í mjög brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Sífellt fleiri búa við langvarandi matarskort og hefur aðstæðum í Súdan verið lýst sem einni stærstu mannúðarkrísu heims í dag. Þá hefur fregnum um að stríðandi fylkingar beiti nauðgunum sem stríðsvopni haldið áfram að fjölga. Þrátt fyrir þessa miklu neyð hefur aðeins örlítið brot af því fjármagni sem þarf í neyðaraðstoð fengist og því hefur stríðið í Súdan stundum verið kallað gleymda stríðið. Þess vegna hefur UN Women á Íslandi ákveðið að FO-herferðin 2024 verði til styrktar konum og stúlkum í Súdan. Hvað gerir UN Women í Súdan? Verkefni UN Women í Súdan hafa breyst með tilkomu stríðsins og miðast að mestu leyti núna að því að veita kvenmiðaða mannúðar- og neyðaraðstoð. Meðal þess sem UN Women gerir í Súdan er að: • Veita þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu í samstarfi við súdönsk félagasamtök. • Vinna að því að koma upp one-stop-miðstöðvum fyrir konur og stúlkur á flótta. • Skrásetja og afla gagna um kynbundið ofbeldi svo hægt sé að sækja málin til saka á síðari tímum. • Bera kennsl á konur og stúlkur í viðkvæmri stöðu svo hægt sé að ábyrgjast að þær hljóti aðgang að mat og nauðsynjum. • Þjálfa starfsfólk félagasamtaka sem veita aðstoð til flóttafólks til að vinna bug á „men and boys first“ hugarfarinu. • Bera kennsl á konur með leiðtogahæfileika, efla þær og þjálfa upp í samningaviðræðum. Þetta er hægt að nýta þegar verið er að semja um frið, fjármagn og aðrar lausnir í samfélagslegri uppbyggingu landsins. Með fjármagninu sem safnast í gegnum FO herferðina verður m.a. hægt að veita þolendum kynbundins ofbeldis nauðsynlega þjónustu og styðja við konur og stúlkur á flótta. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú sért 18 ára stúlka. Þú býrð í Súdan, þriðja stærsta ríki Afríku, og þó að átök hafi verið viðvarandi í landinu nánast allt þitt líf, þá hefur líf þitt samt verið nokkuð eðlilegt. Þú sækir skóla, hittir vinkonur þínar í frítíma þínum og leggur drög að framtíðaráformum þínum. Þann 15. apríl 2023 umturnast líf þitt. Ný hrina átaka brýst út og í þetta sinn eru átökin gríðarlega hörð. Skelfingu lostin heldur þú þig innan dyra – of óttaslegin við að fara út, því sögur um að hermenn beiti konur skelfilegu ofbeldi hafa náð eyrum þínum. En það dugir ekki til. Dag einn er barið að dyrum og fyrir utan standa nokkrir hermenn. Þeir ryðjast inn og þegar þeir átta sig á því að þú sért ein heima, beina þeir byssu að þér og nauðga þér, hver á eftir öðrum. Þeir halda þér fanginni í húsinu í fjóra daga. Þegar hermennirnir yfirgefa loks heimilið tekst þér, með hjálp nágranna þinna að flýja til vinkonu þinnar sem býr í öruggari hluta borgarinnar. Skömmin og óttinn er þó svo mikill að þú treystir aðeins einni manneskju fyrir því ofbeldi sem þú hafðir orðið fyrir - vinkonu sem býr utan Súdan. Hún sendir þér peninga og ráðleggur þér að yfirgefa borgina sem fyrst. Nokkrum mánuðum eftir að þú leggur á flótta og hefur fundið skjól í flóttamannabúðum verður þú fyrir öðru áfalli. Þú ert orðin barnshafandi. Nú ertu 18 ára stúlka sem tekst ekki aðeins á við sálrænar og líkamlegar afleiðingar hrottalegs ofbeldis, heldur býrðu í flóttamannabúðum og ert barnshafandi án aðgengis að viðeigandi læknishjálp og fullnægjandi næringu. Þessi saga er sönn. Rúmt ár er liðið frá upphafi blóðugra átaka í Súdan, þar sem Súdansher (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) berjast um völdin. Milljónir eru á flótta í landinu (e. Internally displaced people), 70% þeirra eru konur og börn og meira en 24 milljónir eru í mjög brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Sífellt fleiri búa við langvarandi matarskort og hefur aðstæðum í Súdan verið lýst sem einni stærstu mannúðarkrísu heims í dag. Þá hefur fregnum um að stríðandi fylkingar beiti nauðgunum sem stríðsvopni haldið áfram að fjölga. Þrátt fyrir þessa miklu neyð hefur aðeins örlítið brot af því fjármagni sem þarf í neyðaraðstoð fengist og því hefur stríðið í Súdan stundum verið kallað gleymda stríðið. Þess vegna hefur UN Women á Íslandi ákveðið að FO-herferðin 2024 verði til styrktar konum og stúlkum í Súdan. Hvað gerir UN Women í Súdan? Verkefni UN Women í Súdan hafa breyst með tilkomu stríðsins og miðast að mestu leyti núna að því að veita kvenmiðaða mannúðar- og neyðaraðstoð. Meðal þess sem UN Women gerir í Súdan er að: • Veita þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu í samstarfi við súdönsk félagasamtök. • Vinna að því að koma upp one-stop-miðstöðvum fyrir konur og stúlkur á flótta. • Skrásetja og afla gagna um kynbundið ofbeldi svo hægt sé að sækja málin til saka á síðari tímum. • Bera kennsl á konur og stúlkur í viðkvæmri stöðu svo hægt sé að ábyrgjast að þær hljóti aðgang að mat og nauðsynjum. • Þjálfa starfsfólk félagasamtaka sem veita aðstoð til flóttafólks til að vinna bug á „men and boys first“ hugarfarinu. • Bera kennsl á konur með leiðtogahæfileika, efla þær og þjálfa upp í samningaviðræðum. Þetta er hægt að nýta þegar verið er að semja um frið, fjármagn og aðrar lausnir í samfélagslegri uppbyggingu landsins. Með fjármagninu sem safnast í gegnum FO herferðina verður m.a. hægt að veita þolendum kynbundins ofbeldis nauðsynlega þjónustu og styðja við konur og stúlkur á flótta. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun