Hvað eiga lýðræði og hátíðarhöld sameiginlegt Bryndís Haraldsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 11:01 Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið. Félagar mínir í pólitíkinni í norrænu löndunum geta ekki látið þessa viðburði fram hjá sér fara, þeir segja að það sé nánast skyldumæting, en það er skemmtileg og góð skylda. Fræðimenn af ýmsum sviðum mæta, frjáls félagasamtök eru áberandi svo og fulltrúar atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og fjölmiðla svo og almenningur. Mörg félög, fyrirtæki og stofnanir leggja mikið upp úr því að kynna sig og sínar áherslur á hátíðunum. Haldinn er fjöldi málstofa um margvísleg málefni þar sem reynt er að halda uppi áhugaverðu samtali þar sem öll sjónarmið fá að koma fram. Lögð er áhersla á að áhorfendur geti spurt eða lagt eitthvað inn í samtalið. Rætt er um öryggismál, menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál og margt fleira. Norðurlandaráð og norræn samvinna áberandi á lýðræðishátíðum Í hlutverki mínu sem forseti Norðurlandaráðs skrapp ég til Noregs í síðustu viku til að sækja norsku lýðræðisvikuna sem haldin er í borginni Arendal. Norrænt samstarf er áberandi á þessari sem og öðrum norrænum lýðræðishátíðum. Í norræna tjaldinu er haldinn fjöldi viðburða þar sem rætt er um norrænt samstarf á hinum ýmsu sviðum. Ég tók þátt í nokkrum málstofum þar og ræddi þá áherslur okkar á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Meginþema formennskuáætlunar okkar er friður og öryggi á norðurslóðum. Ég tók líka þátt í málstofum á vegum annara þar sem meðal annars var rætt um sjálfbær fæðukerfi, öryggis- og varnarmál og stöðuna í Úkraínu. Fyrr í sumar heimsótti ég sams konar hátíð í Lettlandi, en Eystrasaltsríkin hafa öll tekið upp þessa norrænu hefð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti Norðurlandaráðs, heimsótti jafnframt dönsku lýðræðishátíðina á Borgundarhólm í júní. Norræna gullið Norrænu ríkin eru í fremstu röð í heiminum á mörgum sviðum. Lýðræði er yfirleitt talið heilbrigt og öruggt í þessum ríkjum en það er því miður ekki staðan alstaðar í heiminum í dag. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin er almennt traust í samfélaginu og vilja margir meina að einmitt það sé grunnur að öflugu og virku lýðræði. Þetta traust hefur verið nefnt „norræna gullið“. Við þurfum að standa vörð um þessa verðmætu eign okkar vegna þess að því miður eru víða öfl sem vilja skemma dýrgripi á borð við samfélagslegt traust, lýðræði og réttarríkið. Atburðir síðustu missera hafa minnt okkur á að við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir þessum öflum. Stríðsátök, falsfréttir og sundrung ógna lýðræðinu. En til að byggja upp traust og viðhalda trausti þarf samtal og virðingu fyrir sjónarmiðum annara. Lýðræðishátíðir fanga einmitt þetta. Á Íslandi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða slíkar hátíðir en því miður höfum við ekki náð sama árangri og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Ég tel okkur geta lært af þeim og að full ástæða sé til að leggja meira upp úr slíkum samkomum til ná utan um öflugt og gott samtal um hin ýmsu samfélagsmál. Eitt af því sem einkennir allar þessar norrænu hátíðir er að þær eru ekki haldnar í höfuðborgunum, þær taka yfir nokkra daga og samtalið er bæði formlegt og óformlegt, á alvarlegu nótunum og á gamansömum nótum, en alltaf er undirliggjandi djúp virðing fyrir skoðunum og sjónarmiðum annarra og fyrir lýðræðinu. Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið. Félagar mínir í pólitíkinni í norrænu löndunum geta ekki látið þessa viðburði fram hjá sér fara, þeir segja að það sé nánast skyldumæting, en það er skemmtileg og góð skylda. Fræðimenn af ýmsum sviðum mæta, frjáls félagasamtök eru áberandi svo og fulltrúar atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og fjölmiðla svo og almenningur. Mörg félög, fyrirtæki og stofnanir leggja mikið upp úr því að kynna sig og sínar áherslur á hátíðunum. Haldinn er fjöldi málstofa um margvísleg málefni þar sem reynt er að halda uppi áhugaverðu samtali þar sem öll sjónarmið fá að koma fram. Lögð er áhersla á að áhorfendur geti spurt eða lagt eitthvað inn í samtalið. Rætt er um öryggismál, menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál og margt fleira. Norðurlandaráð og norræn samvinna áberandi á lýðræðishátíðum Í hlutverki mínu sem forseti Norðurlandaráðs skrapp ég til Noregs í síðustu viku til að sækja norsku lýðræðisvikuna sem haldin er í borginni Arendal. Norrænt samstarf er áberandi á þessari sem og öðrum norrænum lýðræðishátíðum. Í norræna tjaldinu er haldinn fjöldi viðburða þar sem rætt er um norrænt samstarf á hinum ýmsu sviðum. Ég tók þátt í nokkrum málstofum þar og ræddi þá áherslur okkar á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Meginþema formennskuáætlunar okkar er friður og öryggi á norðurslóðum. Ég tók líka þátt í málstofum á vegum annara þar sem meðal annars var rætt um sjálfbær fæðukerfi, öryggis- og varnarmál og stöðuna í Úkraínu. Fyrr í sumar heimsótti ég sams konar hátíð í Lettlandi, en Eystrasaltsríkin hafa öll tekið upp þessa norrænu hefð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti Norðurlandaráðs, heimsótti jafnframt dönsku lýðræðishátíðina á Borgundarhólm í júní. Norræna gullið Norrænu ríkin eru í fremstu röð í heiminum á mörgum sviðum. Lýðræði er yfirleitt talið heilbrigt og öruggt í þessum ríkjum en það er því miður ekki staðan alstaðar í heiminum í dag. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin er almennt traust í samfélaginu og vilja margir meina að einmitt það sé grunnur að öflugu og virku lýðræði. Þetta traust hefur verið nefnt „norræna gullið“. Við þurfum að standa vörð um þessa verðmætu eign okkar vegna þess að því miður eru víða öfl sem vilja skemma dýrgripi á borð við samfélagslegt traust, lýðræði og réttarríkið. Atburðir síðustu missera hafa minnt okkur á að við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir þessum öflum. Stríðsátök, falsfréttir og sundrung ógna lýðræðinu. En til að byggja upp traust og viðhalda trausti þarf samtal og virðingu fyrir sjónarmiðum annara. Lýðræðishátíðir fanga einmitt þetta. Á Íslandi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða slíkar hátíðir en því miður höfum við ekki náð sama árangri og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Ég tel okkur geta lært af þeim og að full ástæða sé til að leggja meira upp úr slíkum samkomum til ná utan um öflugt og gott samtal um hin ýmsu samfélagsmál. Eitt af því sem einkennir allar þessar norrænu hátíðir er að þær eru ekki haldnar í höfuðborgunum, þær taka yfir nokkra daga og samtalið er bæði formlegt og óformlegt, á alvarlegu nótunum og á gamansömum nótum, en alltaf er undirliggjandi djúp virðing fyrir skoðunum og sjónarmiðum annarra og fyrir lýðræðinu. Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun