Tugir barna á bið eftir leikskólaplássi á höfuðborgarsvæðinu Lovísa Arnardóttir og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 18. ágúst 2024 22:54 Utan Reykjavíkur bíða flest börn eftir plássi í Kópavogi. Mynd/Kópavogsbær Börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í nærri öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Um 36 bíða í Garðabæ, 23 í Hafnarfirði og 141 barn í Kópavogi. Ekkert barn bíður í Mosfellsbæ en fimm á Seltjarnarnesi. Í Reykjavík er enn verið að vinna að innritun og fjöldi á bið enn óljós. Þetta kemur fram í svörum bæjar- og borgaryfirvalda til fréttastofu um fjölda barna á bið og aldur við innritun. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg var ekki hægt að fá upplýsingar um meðalaldur við innritun í leikskóla að svo stöddu. Samkvæmt svari er enn verið að innrita börn í sjálfstætt starfandi skóla og leikskóla og því liggur lokatala ekki fyrir. Gert er ráð fyrir því að skýrari mynd liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í Garðabæ eru alls 36 börn á bið eftir leikskólaplássi. Börnin eru á aldrinum 12 mánaða til fimm ára og sóttu öll um pláss á tímabilinu maí til ágúst. Úthlutun leikskólaplássa fer allajafna fram að vori í Garðabæ og samkvæmt svörum bæjarins fengu öll börn sem þá biðu pláss á leikskóla. Yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í Garðabæ eru tólf mánaða. Í Mosfellsbæ er meðalaldur innritaðra barna 17 til 18 mánaða og eru yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í bæjarfélaginu fædd í júlí árið 2023 og því 13 mánaða. Engin börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Mosfellsbæ og er verið að vinna að umsóknum sem bárust eftir 1. júlí. Alls eru 23 börn á bið eftir leikskólaplássi í Hafnarfirði. Allt eru það börn sem sótt var um pláss fyrir í sumar. Samkvæmt svörum frá bæjaryfirvöldum er unnið að því að koma þeim að í leikskóla. Yngstu börnin sem fá leikskólapláss í haust í Hafnarfirði eru fædd í lok maí 2023 og verða því fimmtán mánaða þegar þau hefja leikskóladvöl. Fimm fjórtán mánaða á bið Á Seltjarnarnesi eru yngstu börnin sem eru innrituð fædd í maí 2023 og því um 15 mánaðar þegar skólastarf hefst. Alls eru fimm börn sem hafa náð 14 mánaða aldri á bið eftir leikskólaplássi í sveitarfélaginu. Í Kópavogi eru yngstu börnin sem hafa fengið boð um innritun í leikskóla í haust fædd í apríl árið 2023 og verða því um 16 til 17 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Samkvæmt svörum bæjarins eru alls 141 barn á bið eftir plássi en flest eru þau fædd í ágúst árið 2023 eða alls 50 og því tólf mánaða í ágúst. Alls eru svo 30 börn á bið fædd í júlí 2023, 27 börn fædd í júní og svo 34 börn fædd í maí. Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 „ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04 Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum bæjar- og borgaryfirvalda til fréttastofu um fjölda barna á bið og aldur við innritun. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg var ekki hægt að fá upplýsingar um meðalaldur við innritun í leikskóla að svo stöddu. Samkvæmt svari er enn verið að innrita börn í sjálfstætt starfandi skóla og leikskóla og því liggur lokatala ekki fyrir. Gert er ráð fyrir því að skýrari mynd liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í Garðabæ eru alls 36 börn á bið eftir leikskólaplássi. Börnin eru á aldrinum 12 mánaða til fimm ára og sóttu öll um pláss á tímabilinu maí til ágúst. Úthlutun leikskólaplássa fer allajafna fram að vori í Garðabæ og samkvæmt svörum bæjarins fengu öll börn sem þá biðu pláss á leikskóla. Yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í Garðabæ eru tólf mánaða. Í Mosfellsbæ er meðalaldur innritaðra barna 17 til 18 mánaða og eru yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í bæjarfélaginu fædd í júlí árið 2023 og því 13 mánaða. Engin börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Mosfellsbæ og er verið að vinna að umsóknum sem bárust eftir 1. júlí. Alls eru 23 börn á bið eftir leikskólaplássi í Hafnarfirði. Allt eru það börn sem sótt var um pláss fyrir í sumar. Samkvæmt svörum frá bæjaryfirvöldum er unnið að því að koma þeim að í leikskóla. Yngstu börnin sem fá leikskólapláss í haust í Hafnarfirði eru fædd í lok maí 2023 og verða því fimmtán mánaða þegar þau hefja leikskóladvöl. Fimm fjórtán mánaða á bið Á Seltjarnarnesi eru yngstu börnin sem eru innrituð fædd í maí 2023 og því um 15 mánaðar þegar skólastarf hefst. Alls eru fimm börn sem hafa náð 14 mánaða aldri á bið eftir leikskólaplássi í sveitarfélaginu. Í Kópavogi eru yngstu börnin sem hafa fengið boð um innritun í leikskóla í haust fædd í apríl árið 2023 og verða því um 16 til 17 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Samkvæmt svörum bæjarins eru alls 141 barn á bið eftir plássi en flest eru þau fædd í ágúst árið 2023 eða alls 50 og því tólf mánaða í ágúst. Alls eru svo 30 börn á bið fædd í júlí 2023, 27 börn fædd í júní og svo 34 börn fædd í maí.
Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 „ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04 Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40
Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10
„ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13