Kirkjugarðar, minningarreitir og eða grafreitir Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 16:00 Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni. Ég hef reyndar tekið þessi mál upp á mína arma á vettvangi þingsins þar sem ég hef bæði lagt fram þingmál tengt dánaraðstoð og frumvarp um að gefa dreifingu ösku frjálsa. Hvað varðar lög um um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá árinu 1993, þá hafa þau vissulega tekið einhverjum breytingum en þó minniháttar. Frá árinu 1993 hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi. Þannig er minna hlutfall íbúa í þjóðkirkjunni, fleiri aðhyllast önnur trúarbrögð eða eru ekki trúaðir. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers og eins að velja trú sína og við sem samfélag getum fagnað fjölbreytileika mannlífsins og valfrelsi einstaklinga, en á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um kirkjuna sem mótað hefur íslenskt samfélag. Til þess þarf kirkjan og þjónusta sem við hana er tengd að þroskast og þróast í takt við samfélagið. Kirkjugarðar eru gjarnan tengdir kirkju og kristinni trú, en meðhöndlun jarðneskra leif snýst um margt annað en trúarbrögð. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem velja líkbrennslu í stað almennrar greftrunar og er það óháð trúarbrögðum og uppruna. Samkvæmt lögum er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Í lögum segir líka að búa beri um öskuna í þar til gerðum duftkerum sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Heimilt er að grafa kerið í annarri gröf og þá segir líka að sýslumaður geti heimilað að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt? Ég tel svo ekki vera og sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef ítrekað lagt frumvarp þess efnis fram á þinginu en því miður hefur það ekki enn fengið brautargengi. Í öll þau skipti sem ég hef lagt málið fram hef ég fengið fjölda skilaboða og símtala um mikilvægi þessara breytinga. Hjartnæmar sögur aðstandanda sem ekki gátu uppfyllt hinstu ósk ættingja vegna þess að lögin heimiluðu það ekki. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu, enda sýnir reynsla annarra landa það. Regluverk í nágrannalöndum okkar er ekki jafn strangt og hér á landi í málaflokknum og hlýtur aukið frjálsræði í þessum efnum að teljast sjálfsagt í nútímasamfélagi. Dómsmálaráðherra hefur nokkrum sinnum lagt fram minni háttar breytingar á umræddum lögum sem taka þó ekki á auknu frelsi varðandi dreifingu ösku. Ég hef kallað eftir heildarendurskoðun á lagabálknum og vona ég að okkur lánist á komandi þingi að auka frelsið í þessum efnum. Því hvað er fallegra en að virða hinstu ósk nákomins ættingja? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni. Ég hef reyndar tekið þessi mál upp á mína arma á vettvangi þingsins þar sem ég hef bæði lagt fram þingmál tengt dánaraðstoð og frumvarp um að gefa dreifingu ösku frjálsa. Hvað varðar lög um um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá árinu 1993, þá hafa þau vissulega tekið einhverjum breytingum en þó minniháttar. Frá árinu 1993 hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi. Þannig er minna hlutfall íbúa í þjóðkirkjunni, fleiri aðhyllast önnur trúarbrögð eða eru ekki trúaðir. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers og eins að velja trú sína og við sem samfélag getum fagnað fjölbreytileika mannlífsins og valfrelsi einstaklinga, en á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um kirkjuna sem mótað hefur íslenskt samfélag. Til þess þarf kirkjan og þjónusta sem við hana er tengd að þroskast og þróast í takt við samfélagið. Kirkjugarðar eru gjarnan tengdir kirkju og kristinni trú, en meðhöndlun jarðneskra leif snýst um margt annað en trúarbrögð. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem velja líkbrennslu í stað almennrar greftrunar og er það óháð trúarbrögðum og uppruna. Samkvæmt lögum er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Í lögum segir líka að búa beri um öskuna í þar til gerðum duftkerum sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Heimilt er að grafa kerið í annarri gröf og þá segir líka að sýslumaður geti heimilað að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt? Ég tel svo ekki vera og sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef ítrekað lagt frumvarp þess efnis fram á þinginu en því miður hefur það ekki enn fengið brautargengi. Í öll þau skipti sem ég hef lagt málið fram hef ég fengið fjölda skilaboða og símtala um mikilvægi þessara breytinga. Hjartnæmar sögur aðstandanda sem ekki gátu uppfyllt hinstu ósk ættingja vegna þess að lögin heimiluðu það ekki. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu, enda sýnir reynsla annarra landa það. Regluverk í nágrannalöndum okkar er ekki jafn strangt og hér á landi í málaflokknum og hlýtur aukið frjálsræði í þessum efnum að teljast sjálfsagt í nútímasamfélagi. Dómsmálaráðherra hefur nokkrum sinnum lagt fram minni háttar breytingar á umræddum lögum sem taka þó ekki á auknu frelsi varðandi dreifingu ösku. Ég hef kallað eftir heildarendurskoðun á lagabálknum og vona ég að okkur lánist á komandi þingi að auka frelsið í þessum efnum. Því hvað er fallegra en að virða hinstu ósk nákomins ættingja? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun