Kirkjugarðar, minningarreitir og eða grafreitir Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 16:00 Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni. Ég hef reyndar tekið þessi mál upp á mína arma á vettvangi þingsins þar sem ég hef bæði lagt fram þingmál tengt dánaraðstoð og frumvarp um að gefa dreifingu ösku frjálsa. Hvað varðar lög um um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá árinu 1993, þá hafa þau vissulega tekið einhverjum breytingum en þó minniháttar. Frá árinu 1993 hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi. Þannig er minna hlutfall íbúa í þjóðkirkjunni, fleiri aðhyllast önnur trúarbrögð eða eru ekki trúaðir. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers og eins að velja trú sína og við sem samfélag getum fagnað fjölbreytileika mannlífsins og valfrelsi einstaklinga, en á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um kirkjuna sem mótað hefur íslenskt samfélag. Til þess þarf kirkjan og þjónusta sem við hana er tengd að þroskast og þróast í takt við samfélagið. Kirkjugarðar eru gjarnan tengdir kirkju og kristinni trú, en meðhöndlun jarðneskra leif snýst um margt annað en trúarbrögð. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem velja líkbrennslu í stað almennrar greftrunar og er það óháð trúarbrögðum og uppruna. Samkvæmt lögum er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Í lögum segir líka að búa beri um öskuna í þar til gerðum duftkerum sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Heimilt er að grafa kerið í annarri gröf og þá segir líka að sýslumaður geti heimilað að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt? Ég tel svo ekki vera og sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef ítrekað lagt frumvarp þess efnis fram á þinginu en því miður hefur það ekki enn fengið brautargengi. Í öll þau skipti sem ég hef lagt málið fram hef ég fengið fjölda skilaboða og símtala um mikilvægi þessara breytinga. Hjartnæmar sögur aðstandanda sem ekki gátu uppfyllt hinstu ósk ættingja vegna þess að lögin heimiluðu það ekki. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu, enda sýnir reynsla annarra landa það. Regluverk í nágrannalöndum okkar er ekki jafn strangt og hér á landi í málaflokknum og hlýtur aukið frjálsræði í þessum efnum að teljast sjálfsagt í nútímasamfélagi. Dómsmálaráðherra hefur nokkrum sinnum lagt fram minni háttar breytingar á umræddum lögum sem taka þó ekki á auknu frelsi varðandi dreifingu ösku. Ég hef kallað eftir heildarendurskoðun á lagabálknum og vona ég að okkur lánist á komandi þingi að auka frelsið í þessum efnum. Því hvað er fallegra en að virða hinstu ósk nákomins ættingja? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni. Ég hef reyndar tekið þessi mál upp á mína arma á vettvangi þingsins þar sem ég hef bæði lagt fram þingmál tengt dánaraðstoð og frumvarp um að gefa dreifingu ösku frjálsa. Hvað varðar lög um um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá árinu 1993, þá hafa þau vissulega tekið einhverjum breytingum en þó minniháttar. Frá árinu 1993 hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi. Þannig er minna hlutfall íbúa í þjóðkirkjunni, fleiri aðhyllast önnur trúarbrögð eða eru ekki trúaðir. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers og eins að velja trú sína og við sem samfélag getum fagnað fjölbreytileika mannlífsins og valfrelsi einstaklinga, en á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um kirkjuna sem mótað hefur íslenskt samfélag. Til þess þarf kirkjan og þjónusta sem við hana er tengd að þroskast og þróast í takt við samfélagið. Kirkjugarðar eru gjarnan tengdir kirkju og kristinni trú, en meðhöndlun jarðneskra leif snýst um margt annað en trúarbrögð. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem velja líkbrennslu í stað almennrar greftrunar og er það óháð trúarbrögðum og uppruna. Samkvæmt lögum er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Í lögum segir líka að búa beri um öskuna í þar til gerðum duftkerum sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Heimilt er að grafa kerið í annarri gröf og þá segir líka að sýslumaður geti heimilað að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt? Ég tel svo ekki vera og sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef ítrekað lagt frumvarp þess efnis fram á þinginu en því miður hefur það ekki enn fengið brautargengi. Í öll þau skipti sem ég hef lagt málið fram hef ég fengið fjölda skilaboða og símtala um mikilvægi þessara breytinga. Hjartnæmar sögur aðstandanda sem ekki gátu uppfyllt hinstu ósk ættingja vegna þess að lögin heimiluðu það ekki. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu, enda sýnir reynsla annarra landa það. Regluverk í nágrannalöndum okkar er ekki jafn strangt og hér á landi í málaflokknum og hlýtur aukið frjálsræði í þessum efnum að teljast sjálfsagt í nútímasamfélagi. Dómsmálaráðherra hefur nokkrum sinnum lagt fram minni háttar breytingar á umræddum lögum sem taka þó ekki á auknu frelsi varðandi dreifingu ösku. Ég hef kallað eftir heildarendurskoðun á lagabálknum og vona ég að okkur lánist á komandi þingi að auka frelsið í þessum efnum. Því hvað er fallegra en að virða hinstu ósk nákomins ættingja? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun