„Týpísk pólitík að tefja málið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 10:55 Jón Ingi segir ósamræmis gæta í málflutningi meirihlutans. Vísir/Samsett Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum. Mikil ólga hefur verið meðal íbúa Hafnarfjarðar vegna tilætlaðra borteiga sem Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, hyggst koma upp skammt frá Völlunum í Hafnarfirði. Íbúar hafa áhyggjur af áhrifum starfseminnar á grunnvatnið á svæðinu. 6000 manna undirskriftalisti Verkefnið sjálft gengur út á að leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Ætlunin er að koldíoxíð sé flutt inn frá stóriðju í Evrópu og bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Íbúahópur afhenti Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem rúmlega sex þúsund manns skoruðu á bæjarstjórn að setja verkefnið í íbúakosningu. Seinna á sama bæjarstjórnarfundi var þó tillögu Jóns Inga vísað til bæjarráðs. Jón Ingi segir meirihlutann vera að leika biðleik og segir enga frekari úrvinnslu munu fara fram í bæjarráði. Ákvörðunin hafi frekar verið „týpísk pólitík að tefja málið.“ „Vinir mínir í bæjarstjórn komu þarna upp hver á eftir öðrum og töluðu hver á eftir öðrum um nauðsyn þess að auka þetta samtal og samráð en höfðu svo ekki hugrekkið til þess að taka skýra afstöðu með málflutningi sínum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hljóð og mynd fari ekki saman Jón Ingi segir tillögu sína ekki snúa með beinum hætti að Coda Terminal-verkefninu í sjálfu sér. Heldur snúist hún um að auka á gegnsæi og senda skýr skilaboð til Carbfix og fjárfesta verkefnisins um hvernig Hafnarfjarðarbær hyggist taka á verkefninu. Hann segir hljóð og mynd ekki hafa farið saman í málflutningi meirihlutans. „Í stað þess að auka skýrleika var bara aukið á óvissuna,“ segir hann. Jón Ingi segist munu passa upp á það að málið komi aftur á borð bæjrastjórnar og að kosið verði um hana. „Þetta er ákveðinn biðleikur sem er leikinn,“ segir hann. Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01 Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Mikil ólga hefur verið meðal íbúa Hafnarfjarðar vegna tilætlaðra borteiga sem Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, hyggst koma upp skammt frá Völlunum í Hafnarfirði. Íbúar hafa áhyggjur af áhrifum starfseminnar á grunnvatnið á svæðinu. 6000 manna undirskriftalisti Verkefnið sjálft gengur út á að leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Ætlunin er að koldíoxíð sé flutt inn frá stóriðju í Evrópu og bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Íbúahópur afhenti Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem rúmlega sex þúsund manns skoruðu á bæjarstjórn að setja verkefnið í íbúakosningu. Seinna á sama bæjarstjórnarfundi var þó tillögu Jóns Inga vísað til bæjarráðs. Jón Ingi segir meirihlutann vera að leika biðleik og segir enga frekari úrvinnslu munu fara fram í bæjarráði. Ákvörðunin hafi frekar verið „týpísk pólitík að tefja málið.“ „Vinir mínir í bæjarstjórn komu þarna upp hver á eftir öðrum og töluðu hver á eftir öðrum um nauðsyn þess að auka þetta samtal og samráð en höfðu svo ekki hugrekkið til þess að taka skýra afstöðu með málflutningi sínum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hljóð og mynd fari ekki saman Jón Ingi segir tillögu sína ekki snúa með beinum hætti að Coda Terminal-verkefninu í sjálfu sér. Heldur snúist hún um að auka á gegnsæi og senda skýr skilaboð til Carbfix og fjárfesta verkefnisins um hvernig Hafnarfjarðarbær hyggist taka á verkefninu. Hann segir hljóð og mynd ekki hafa farið saman í málflutningi meirihlutans. „Í stað þess að auka skýrleika var bara aukið á óvissuna,“ segir hann. Jón Ingi segist munu passa upp á það að málið komi aftur á borð bæjrastjórnar og að kosið verði um hana. „Þetta er ákveðinn biðleikur sem er leikinn,“ segir hann.
Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01 Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01
Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24
Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30