„Týpísk pólitík að tefja málið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 10:55 Jón Ingi segir ósamræmis gæta í málflutningi meirihlutans. Vísir/Samsett Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum. Mikil ólga hefur verið meðal íbúa Hafnarfjarðar vegna tilætlaðra borteiga sem Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, hyggst koma upp skammt frá Völlunum í Hafnarfirði. Íbúar hafa áhyggjur af áhrifum starfseminnar á grunnvatnið á svæðinu. 6000 manna undirskriftalisti Verkefnið sjálft gengur út á að leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Ætlunin er að koldíoxíð sé flutt inn frá stóriðju í Evrópu og bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Íbúahópur afhenti Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem rúmlega sex þúsund manns skoruðu á bæjarstjórn að setja verkefnið í íbúakosningu. Seinna á sama bæjarstjórnarfundi var þó tillögu Jóns Inga vísað til bæjarráðs. Jón Ingi segir meirihlutann vera að leika biðleik og segir enga frekari úrvinnslu munu fara fram í bæjarráði. Ákvörðunin hafi frekar verið „týpísk pólitík að tefja málið.“ „Vinir mínir í bæjarstjórn komu þarna upp hver á eftir öðrum og töluðu hver á eftir öðrum um nauðsyn þess að auka þetta samtal og samráð en höfðu svo ekki hugrekkið til þess að taka skýra afstöðu með málflutningi sínum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hljóð og mynd fari ekki saman Jón Ingi segir tillögu sína ekki snúa með beinum hætti að Coda Terminal-verkefninu í sjálfu sér. Heldur snúist hún um að auka á gegnsæi og senda skýr skilaboð til Carbfix og fjárfesta verkefnisins um hvernig Hafnarfjarðarbær hyggist taka á verkefninu. Hann segir hljóð og mynd ekki hafa farið saman í málflutningi meirihlutans. „Í stað þess að auka skýrleika var bara aukið á óvissuna,“ segir hann. Jón Ingi segist munu passa upp á það að málið komi aftur á borð bæjrastjórnar og að kosið verði um hana. „Þetta er ákveðinn biðleikur sem er leikinn,“ segir hann. Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stóriðja Tengdar fréttir Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01 Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Mikil ólga hefur verið meðal íbúa Hafnarfjarðar vegna tilætlaðra borteiga sem Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, hyggst koma upp skammt frá Völlunum í Hafnarfirði. Íbúar hafa áhyggjur af áhrifum starfseminnar á grunnvatnið á svæðinu. 6000 manna undirskriftalisti Verkefnið sjálft gengur út á að leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Ætlunin er að koldíoxíð sé flutt inn frá stóriðju í Evrópu og bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Íbúahópur afhenti Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem rúmlega sex þúsund manns skoruðu á bæjarstjórn að setja verkefnið í íbúakosningu. Seinna á sama bæjarstjórnarfundi var þó tillögu Jóns Inga vísað til bæjarráðs. Jón Ingi segir meirihlutann vera að leika biðleik og segir enga frekari úrvinnslu munu fara fram í bæjarráði. Ákvörðunin hafi frekar verið „týpísk pólitík að tefja málið.“ „Vinir mínir í bæjarstjórn komu þarna upp hver á eftir öðrum og töluðu hver á eftir öðrum um nauðsyn þess að auka þetta samtal og samráð en höfðu svo ekki hugrekkið til þess að taka skýra afstöðu með málflutningi sínum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hljóð og mynd fari ekki saman Jón Ingi segir tillögu sína ekki snúa með beinum hætti að Coda Terminal-verkefninu í sjálfu sér. Heldur snúist hún um að auka á gegnsæi og senda skýr skilaboð til Carbfix og fjárfesta verkefnisins um hvernig Hafnarfjarðarbær hyggist taka á verkefninu. Hann segir hljóð og mynd ekki hafa farið saman í málflutningi meirihlutans. „Í stað þess að auka skýrleika var bara aukið á óvissuna,“ segir hann. Jón Ingi segist munu passa upp á það að málið komi aftur á borð bæjrastjórnar og að kosið verði um hana. „Þetta er ákveðinn biðleikur sem er leikinn,“ segir hann.
Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stóriðja Tengdar fréttir Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01 Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. 11. júlí 2024 16:01
Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24
Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30