Ósammála um hvort árekstur hefði orðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 15:42 Frá vettvangi árekstursins í Þverholti í Mosfellsbæ. Tíu slösuðust í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ökumanni og notanda rafhlaupahjóls greinir á um hvort árekstur hafi orðið í Nóatúni. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í vikunni 4. til 10. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið saman þau tíu þar sem fólk varð fyrir hnjaski. Ölvun á rafhlaupahjóli og ekið á hjólreiðamann á gangbraut Að morgni sunnudags 4. ágúst klukkan korter yfir fimm féll maður af rafmagnshlaupahjóli í Hafnarstræti í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Þriðjudagsmorgun 6. ágúst upp úr klukkan hálf átta féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Hann var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 7. ágúst. Klukkan níu um morguninn varð árekstur ökumanns og hjólreiðamanns á gatnamótum Langarima og Klukkurima í Grafarvogi. Ökumaður hugðist beygja Langarima til norðurs en hjólreiðarmaðurinn hjólaði á sama tíma yfir hraðahindrun. Úr varð árekstur. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild en hann var ekki með hjálm að sögn lögreglu. Árekstur eða ekki? Í síðdegisumferðinni upp úr klukkan fimm var bíl ekið vestur Borgartún að hringtorgi við Nóatún og síðan beygt suður Nóatún. Á sama tíma fór maður á rafmagnshlaupahjóli austur Borgartún á göngustíg, inn á merkta gangbraut sem þverar Nóatún og þá varð árekstur með þeim. Ökumanninum og manninum á rafhlaupahjólinu ber ekki saman um málsatvik. Sá fyrrnefndi sagði engan árekstur hafa orðið, en hinn sagði hið gagnstæða. Sá síðarnefndi var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta um kvöldið varð svo árekstur bíls og reiðhjóls í Laxatungu í Mosfellsbæ, við Kvíslartungu. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst féll maður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg á milli Stekkjarbakka og Elliðaár í Reykjavík. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur á slysadeild. Ekið á rafmagnsreiðhjól Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 9. ágúst. Á áttunda tímanum um morguninn féll hjólreiðamaður af reiðhjóli þegar hann rakst utan í annað reiðhjól þar sem hjólahópur var á ferðinni á Bæjarbraut í Garðabæ, nærri Krókamýri. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Á öðrum tímanum eftir hádegið var bíl ekið vestur Þverholt í Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Vesturlandsveg, og aftan á annan bíl sem var kyrrstæður vegna umferðar fram undan. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 10. ágúst. Á sjöunda tímanum um kvöldið var bíl ekið á bílastæði við Skógarlind í Kópavogi og á rafmagnsreiðhjól. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta var svo bíl ekið um Veltusund í Reykjavík og utan í gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild. Lögregla vekur sem fyrr athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög. Samgönguslys Umferð Rafhlaupahjól Hjólreiðar Bílar Reykjavík Garðabær Mosfellsbær Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í vikunni 4. til 10. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið saman þau tíu þar sem fólk varð fyrir hnjaski. Ölvun á rafhlaupahjóli og ekið á hjólreiðamann á gangbraut Að morgni sunnudags 4. ágúst klukkan korter yfir fimm féll maður af rafmagnshlaupahjóli í Hafnarstræti í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Þriðjudagsmorgun 6. ágúst upp úr klukkan hálf átta féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Hann var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 7. ágúst. Klukkan níu um morguninn varð árekstur ökumanns og hjólreiðamanns á gatnamótum Langarima og Klukkurima í Grafarvogi. Ökumaður hugðist beygja Langarima til norðurs en hjólreiðarmaðurinn hjólaði á sama tíma yfir hraðahindrun. Úr varð árekstur. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild en hann var ekki með hjálm að sögn lögreglu. Árekstur eða ekki? Í síðdegisumferðinni upp úr klukkan fimm var bíl ekið vestur Borgartún að hringtorgi við Nóatún og síðan beygt suður Nóatún. Á sama tíma fór maður á rafmagnshlaupahjóli austur Borgartún á göngustíg, inn á merkta gangbraut sem þverar Nóatún og þá varð árekstur með þeim. Ökumanninum og manninum á rafhlaupahjólinu ber ekki saman um málsatvik. Sá fyrrnefndi sagði engan árekstur hafa orðið, en hinn sagði hið gagnstæða. Sá síðarnefndi var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta um kvöldið varð svo árekstur bíls og reiðhjóls í Laxatungu í Mosfellsbæ, við Kvíslartungu. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst féll maður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg á milli Stekkjarbakka og Elliðaár í Reykjavík. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur á slysadeild. Ekið á rafmagnsreiðhjól Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 9. ágúst. Á áttunda tímanum um morguninn féll hjólreiðamaður af reiðhjóli þegar hann rakst utan í annað reiðhjól þar sem hjólahópur var á ferðinni á Bæjarbraut í Garðabæ, nærri Krókamýri. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Á öðrum tímanum eftir hádegið var bíl ekið vestur Þverholt í Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Vesturlandsveg, og aftan á annan bíl sem var kyrrstæður vegna umferðar fram undan. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 10. ágúst. Á sjöunda tímanum um kvöldið var bíl ekið á bílastæði við Skógarlind í Kópavogi og á rafmagnsreiðhjól. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta var svo bíl ekið um Veltusund í Reykjavík og utan í gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild. Lögregla vekur sem fyrr athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.
Samgönguslys Umferð Rafhlaupahjól Hjólreiðar Bílar Reykjavík Garðabær Mosfellsbær Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira