Hamstrar barnið þitt blýanta? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:30 Nýverið fjallaði háskólaráðherra um þá ógn sem hugmyndafræðinni um eignarréttinn og ábyrgð stafaði af því að grunnskólabörn fái námsgögn án endurgjalds í skólanum. Þar sagði hún sögur af börnum sem koma heim með töskur fullar af ritföngum og öðrum námsgögnum sem þau hafa ekki notað og hélt því fullum fetum fram að ómögulegt væri að koma fyrir hjá þeim ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum hlutum vegna þess að þau ættu þau ekki. Nú búa tvö börn á mínu heimili og ég get í fullri hreinskilni sagt að þau hafa aldrei – ekki einu sinni – komið heim með töskur fullar af ritföngum. Vissulega er reynsla mín takmörkuð við þessi tvö börn, en ég á ofboðslega erfitt með að ímynda mér að stílabækur og blýantar séu svo heillandi fyrir grunnskólabörnum að stórir hópar þeirra finni hjá sér þörfina til að hamstra þeim. Sé það raunin myndi ég ætla að þar væri kjörið tækifæri fyrir foreldra til að ræða við börnin sín um sjálfstjórn. Að þó eitthvað sé frítt þá þýði það ekki að maður þurfi að taka alla hrúguna. Það er gífurlega mikilvægt að við temjum börnunum okkar að bera virðingu fyrir hlutunum og ganga vel um þá jafnvel þó þau eigi þá ekki ein. Dæmi um hluti sem börn komast í kynni við daglega sem þau hafa afnot af en eiga ekki sjálf eru leiktæki á leikvöllum, skólabyggingin, íþróttahúsið og búnaðurinn þar, nú og bara nær öll íslensk náttúra. Að sjálfsögðu þurfa þau að læra að fara vel með eigin muni (sem gengur alla jafna upp og ofan) en það er engu síður mikilvægt að þau læri að fara vel með eigur annarra og hluti sem eru í eigu okkar allra. Upphaf skólaársins er kvíðavaldur fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að passa upp á hverja krónu til að ná endum saman í hverjum mánuði og þurfa nú að kljást við öll viðbótar útgjöldin sem nýju skólaári fylgir. Þó það sé vissulega ekki stærsti bitinn af kökunni þá er það tvímælalaust mörgum fjölskyldum kærkomin búbót að þurfa ekki að bæta námsgögnum við í það reikningsdæmi. Mér þykir þetta því áhugaverð tímasetning fyrir háskólaráðherra til að bridda upp á þessu umræðuefni, því þó þessir einstaklingar séu kannski ekki í hennar nærumhverfi þá eru þeir svo sannarlega til og eru, að mér sýnist, umtalsvert fleiri en hana grunar. Það að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til menntunar felur í sér að tryggja þeim aðgengi að þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda nám. Ég er því þakklát að jafnt aðgengi allra barna að menntun vegi þyngra í huga mennta- og barnamálaráðherra en áhyggjur af meintum hömstruðum blýöntum. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Nýverið fjallaði háskólaráðherra um þá ógn sem hugmyndafræðinni um eignarréttinn og ábyrgð stafaði af því að grunnskólabörn fái námsgögn án endurgjalds í skólanum. Þar sagði hún sögur af börnum sem koma heim með töskur fullar af ritföngum og öðrum námsgögnum sem þau hafa ekki notað og hélt því fullum fetum fram að ómögulegt væri að koma fyrir hjá þeim ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum hlutum vegna þess að þau ættu þau ekki. Nú búa tvö börn á mínu heimili og ég get í fullri hreinskilni sagt að þau hafa aldrei – ekki einu sinni – komið heim með töskur fullar af ritföngum. Vissulega er reynsla mín takmörkuð við þessi tvö börn, en ég á ofboðslega erfitt með að ímynda mér að stílabækur og blýantar séu svo heillandi fyrir grunnskólabörnum að stórir hópar þeirra finni hjá sér þörfina til að hamstra þeim. Sé það raunin myndi ég ætla að þar væri kjörið tækifæri fyrir foreldra til að ræða við börnin sín um sjálfstjórn. Að þó eitthvað sé frítt þá þýði það ekki að maður þurfi að taka alla hrúguna. Það er gífurlega mikilvægt að við temjum börnunum okkar að bera virðingu fyrir hlutunum og ganga vel um þá jafnvel þó þau eigi þá ekki ein. Dæmi um hluti sem börn komast í kynni við daglega sem þau hafa afnot af en eiga ekki sjálf eru leiktæki á leikvöllum, skólabyggingin, íþróttahúsið og búnaðurinn þar, nú og bara nær öll íslensk náttúra. Að sjálfsögðu þurfa þau að læra að fara vel með eigin muni (sem gengur alla jafna upp og ofan) en það er engu síður mikilvægt að þau læri að fara vel með eigur annarra og hluti sem eru í eigu okkar allra. Upphaf skólaársins er kvíðavaldur fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að passa upp á hverja krónu til að ná endum saman í hverjum mánuði og þurfa nú að kljást við öll viðbótar útgjöldin sem nýju skólaári fylgir. Þó það sé vissulega ekki stærsti bitinn af kökunni þá er það tvímælalaust mörgum fjölskyldum kærkomin búbót að þurfa ekki að bæta námsgögnum við í það reikningsdæmi. Mér þykir þetta því áhugaverð tímasetning fyrir háskólaráðherra til að bridda upp á þessu umræðuefni, því þó þessir einstaklingar séu kannski ekki í hennar nærumhverfi þá eru þeir svo sannarlega til og eru, að mér sýnist, umtalsvert fleiri en hana grunar. Það að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til menntunar felur í sér að tryggja þeim aðgengi að þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda nám. Ég er því þakklát að jafnt aðgengi allra barna að menntun vegi þyngra í huga mennta- og barnamálaráðherra en áhyggjur af meintum hömstruðum blýöntum. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun