Netanyahu og Gallant í hár saman undir hótunum frá Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2024 08:32 Netanyahu og Gallant hefur áður lent saman en starf Gallant er þó ekki sagt í hættu. Getty/Anadolu Agency/Amos Ben-Gershom Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að fregnir bárust af því að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefði kallað yfirlýst markmið Netanyahu um að tortíma Hamas „vitleysu“. Ummælin á Gallant að hafa látið falla á fundi um öryggismál. „Þegar Gallant tekur undir með orðræðunni gegn Ísrael dregur hann úr möguleikanum á að ná samningum um lausn gíslanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Sigur gegn Hamas væru skýrt markmið forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar og Gallant væri skuldbundinn til að vinna að því. Gallant hefur ekki staðfest að hafa lýst markmiðinu um tortímingu Hamas sem „vitleysu“ en sagði í eigin yfirlýsingu í gær að hann væri staðráðin í að ná markmiðum stríðsins og halda áfram að berjast þar til Hamas-samtökin hefðu verið leyst upp og gíslarnir frelsaðir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Netanyahu og Gallant deila en verulegur ágreiningur er uppi innan ríkisstjórnarinnar um stríðið og framtíð Gasa. Ísraelsmenn búa sig nú undir hefndaraðgerðir af hálfu Íran, Hamas og Hezbollah eftir drápin á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas, í Tehran og Fuad Shukr, einum leiðtoga Hezbollah, í Beirút. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru sammála því mati Ísraelsmanna að árás af hálfu Íran gæti átt sér stað í þessari viku. Hann sagðist engu að síður gera ráð fyrir því, að óbreyttu, að vopnahlésviðræður hæfust á ný á fimmtudag. Joe Biden Bandaríkjaforseti og leiðtogar í Egyptalandi og Katar hafa sagst munu leggja fram lokatillögu að vopnahléi á fundinum á fimmtudag. Þá sendu Biden og leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu brýnt að ljúka málinu. Þeir hvöttu einnig Íran til að láta af hótunum sínum um hernaðarlega árás á Ísrael. Ísrael Íran Palestína Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Ummælin á Gallant að hafa látið falla á fundi um öryggismál. „Þegar Gallant tekur undir með orðræðunni gegn Ísrael dregur hann úr möguleikanum á að ná samningum um lausn gíslanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Sigur gegn Hamas væru skýrt markmið forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar og Gallant væri skuldbundinn til að vinna að því. Gallant hefur ekki staðfest að hafa lýst markmiðinu um tortímingu Hamas sem „vitleysu“ en sagði í eigin yfirlýsingu í gær að hann væri staðráðin í að ná markmiðum stríðsins og halda áfram að berjast þar til Hamas-samtökin hefðu verið leyst upp og gíslarnir frelsaðir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Netanyahu og Gallant deila en verulegur ágreiningur er uppi innan ríkisstjórnarinnar um stríðið og framtíð Gasa. Ísraelsmenn búa sig nú undir hefndaraðgerðir af hálfu Íran, Hamas og Hezbollah eftir drápin á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas, í Tehran og Fuad Shukr, einum leiðtoga Hezbollah, í Beirút. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru sammála því mati Ísraelsmanna að árás af hálfu Íran gæti átt sér stað í þessari viku. Hann sagðist engu að síður gera ráð fyrir því, að óbreyttu, að vopnahlésviðræður hæfust á ný á fimmtudag. Joe Biden Bandaríkjaforseti og leiðtogar í Egyptalandi og Katar hafa sagst munu leggja fram lokatillögu að vopnahléi á fundinum á fimmtudag. Þá sendu Biden og leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu brýnt að ljúka málinu. Þeir hvöttu einnig Íran til að láta af hótunum sínum um hernaðarlega árás á Ísrael.
Ísrael Íran Palestína Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira