Ert þú „svolítið OCD“? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 08:30 Stundum lætur fólk þau orð falla að það sé „svolítið OCD“ og á þá við að það vilji hafa allt í röð og reglu eða séu miklir snyrtipinnar. Þótt því beri að fagna að fólk gangi vel um og þyki það hið eðlilegasta mál að vera með þráhyggju og áráttu (OCD), geta slík ummæli grafið undan skilningi á vandanum. Þráhyggja og árátta telst nefnilega til tíu mest hamlandi kvilla sem hrjáð geta manninn og heldur fólki í heljargreipum svo árum eða áratugum skiptir. Einkennin sem teljast til þráhyggju og áráttu eru tvíþætt: Annars vegar fær fólk áleitnar og óboðnar hugsanir, hugsýnir eða hvatir um hið versta sem það getur ímyndað sér, eins og það að misnota barn, hrinda einhverjum fyrir bíl eða valda eldsvoða. Hins vegar leiðist fólk út í áráttur sem koma eiga í veg fyrir það versta eða draga úr þjáningunni sem þráhyggjan skapar. Áráttur geta átt sér stað í huganum, eins og þegar talið er í hljóði eða óþægilegar hugsanir jafnaðar út. Þær gera einnig verið sýnilegar, endurteknar athafnir eins og það að þvo sér í sífellu um hendurnar eða margyfirfara læsingar. Til að fólk teljist vera með þráhyggju og áráttu þarf vandinn að taka upp að minnsta kosti klukkustund dag, valda vanlíðan eða skerða lífsgæði. Um 70% fólks í þessum hópi þróar með sér aðrar geðraskanir og fer þunglyndi þar fremst í flokki. Skiljanlega dregur vandinn úr fólki, enda má vel ímynda sér að það sé lýjandi að eyða fleiri tímum á dag í það sem aðrir telja óþarft. Eins og það að margyfirfara heimilissorpið til að tryggja að engin verðmæti hafi slæðst í ruslið eða að sótthreinsa allt sem fer inn fyrir hússins dyr. Stundum fer fjölskyldan að taka þátt í áráttum til að létta undir með þeim sem um ræðir. Flestir hafa reynt að brjótast úr viðjum þráhyggjunnar á einhverjum tímapunkti en ekki haft erindi sem erfiði. Meðferðarárangur góður Góðu fréttirnar eru þær að til eru öflug meðferðarúrræði við þráhyggju og áráttu. Öflugasta úrræðið er hugræn atferlismeðferð en þar er unnið markvisst að því að uppræta vítahringinn sem myndast hefur. Þá meðferð má bæði fá í formi einstaklings- og hópmeðferðar og er lítill munur á árangrinum. Meðferðartímar geta verið með ýmsu sniði; þeir geta staðið yfir í klukkutíma eða lengur og átt sér stað vikulega eða með styttra millibili. Hérlendis má líka fá svokallaða „fjögurra daga meðferð“ sem líkja má við OCD-vinnubúðir. Sú meðferð fer fram í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur lungað úr deginum með sínum sálfræðingi milli þess sem hann hittir hópinn og fær fregnir af afrekum hans. Að þessum dögum loknum eru um 70% þátttakenda lausir úr greipum þráhyggjunnar og 90% betri en áður var. Árangurinn virðist haldast í einhver ár hið minnsta, ef marka má eftirfylgdarrannsóknir sem gerðar hafa verið. Eins og sjá má er heilmikil von um bata og er um að gera að leita sér aðstoðar og segja starfinu hjá OCD hf lausu. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Sjá meira
Stundum lætur fólk þau orð falla að það sé „svolítið OCD“ og á þá við að það vilji hafa allt í röð og reglu eða séu miklir snyrtipinnar. Þótt því beri að fagna að fólk gangi vel um og þyki það hið eðlilegasta mál að vera með þráhyggju og áráttu (OCD), geta slík ummæli grafið undan skilningi á vandanum. Þráhyggja og árátta telst nefnilega til tíu mest hamlandi kvilla sem hrjáð geta manninn og heldur fólki í heljargreipum svo árum eða áratugum skiptir. Einkennin sem teljast til þráhyggju og áráttu eru tvíþætt: Annars vegar fær fólk áleitnar og óboðnar hugsanir, hugsýnir eða hvatir um hið versta sem það getur ímyndað sér, eins og það að misnota barn, hrinda einhverjum fyrir bíl eða valda eldsvoða. Hins vegar leiðist fólk út í áráttur sem koma eiga í veg fyrir það versta eða draga úr þjáningunni sem þráhyggjan skapar. Áráttur geta átt sér stað í huganum, eins og þegar talið er í hljóði eða óþægilegar hugsanir jafnaðar út. Þær gera einnig verið sýnilegar, endurteknar athafnir eins og það að þvo sér í sífellu um hendurnar eða margyfirfara læsingar. Til að fólk teljist vera með þráhyggju og áráttu þarf vandinn að taka upp að minnsta kosti klukkustund dag, valda vanlíðan eða skerða lífsgæði. Um 70% fólks í þessum hópi þróar með sér aðrar geðraskanir og fer þunglyndi þar fremst í flokki. Skiljanlega dregur vandinn úr fólki, enda má vel ímynda sér að það sé lýjandi að eyða fleiri tímum á dag í það sem aðrir telja óþarft. Eins og það að margyfirfara heimilissorpið til að tryggja að engin verðmæti hafi slæðst í ruslið eða að sótthreinsa allt sem fer inn fyrir hússins dyr. Stundum fer fjölskyldan að taka þátt í áráttum til að létta undir með þeim sem um ræðir. Flestir hafa reynt að brjótast úr viðjum þráhyggjunnar á einhverjum tímapunkti en ekki haft erindi sem erfiði. Meðferðarárangur góður Góðu fréttirnar eru þær að til eru öflug meðferðarúrræði við þráhyggju og áráttu. Öflugasta úrræðið er hugræn atferlismeðferð en þar er unnið markvisst að því að uppræta vítahringinn sem myndast hefur. Þá meðferð má bæði fá í formi einstaklings- og hópmeðferðar og er lítill munur á árangrinum. Meðferðartímar geta verið með ýmsu sniði; þeir geta staðið yfir í klukkutíma eða lengur og átt sér stað vikulega eða með styttra millibili. Hérlendis má líka fá svokallaða „fjögurra daga meðferð“ sem líkja má við OCD-vinnubúðir. Sú meðferð fer fram í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur lungað úr deginum með sínum sálfræðingi milli þess sem hann hittir hópinn og fær fregnir af afrekum hans. Að þessum dögum loknum eru um 70% þátttakenda lausir úr greipum þráhyggjunnar og 90% betri en áður var. Árangurinn virðist haldast í einhver ár hið minnsta, ef marka má eftirfylgdarrannsóknir sem gerðar hafa verið. Eins og sjá má er heilmikil von um bata og er um að gera að leita sér aðstoðar og segja starfinu hjá OCD hf lausu. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun