Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 10:21 Drápinu á Haniyeh mótmælt fyrir utan Háskóla Tehran. AP/Vahid Salemi Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. Drápið á Haniyeh, sem féll í árás í Tehran, hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar en leiðtogar í Evrópu hafa ekki tjáð sig enn sem komið er. Miðlum ber ekki saman um það nákvæmlega hvar Haniyeh var þegar hann lést. Hann dvelur öllu jöfnu í Katar en var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian. Flestir ætla að Ísrael beri ábyrgð á aftökunni en þarlend stjórnvöld hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þjóðaröryggisráð Íran var kallað saman eftir að fregnirnar bárust og Pezeshkian sagði að Íran myndi grípa til aðgerða til að verja land sitt, virðingu, heiður og stolt og sjá til þess að hinir seku myndu iðrast. Íranski byltingavörðurinn sagði í yfirlýsingu að drápinu á Haniyeh, sem var gætt af írönskum lífvörðum, yrði mætt með „harkalegum og sársaukafullum“ aðgerðum. Talsmenn Hamas hafa einnig hótað hefndum. Ísraelsmenn hafa ekki tjáð sig um drápið á Haniyeh en í morgun sagði varnarmálaráðherrann Yoav Gallant um árás Ísraelsmanna á Beirút í gær að Ísrael leitaðist ekki eftir stigmögnun átaka. Menn væru hins vegar reiðubúnir til að mæta hverju sem er.epa/Michael Reynolds Drápið á Haniyeh hefur verið fordæmt af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og stjórnvöldum í Katar, Tyrklandi og Jórdaníu. Forsætisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani, segir drápið stofna viðræðum um vopnahlé á Gasa í hættu. Rússar hafa einnig tjáð sig um fregnirnar en Andrei Nastasin, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins, sagði aðila standa að vaxandi stigmögnun og að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðsátaka. Guardian hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá Evrópusambandinu að jafnvel þótt Ísraelar hafi ekki axlað ábyrgð á drápinu sé það álitið til marks um það hversu staðráðin stjórnvöld í Ísrael séu í að ganga endanlega frá Hamas og gera samtökin óstjórntæk til framtíðar. Aðrir hafa hins vegar bent á að leiðtogar Hamas hafi áður verið drepnir án þess að það hafi haft stórvægileg áhrif á starfsemi samtakanna. Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, ræddi um stöðuna sem upp er komin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Drápið á Haniyeh, sem féll í árás í Tehran, hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar en leiðtogar í Evrópu hafa ekki tjáð sig enn sem komið er. Miðlum ber ekki saman um það nákvæmlega hvar Haniyeh var þegar hann lést. Hann dvelur öllu jöfnu í Katar en var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian. Flestir ætla að Ísrael beri ábyrgð á aftökunni en þarlend stjórnvöld hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þjóðaröryggisráð Íran var kallað saman eftir að fregnirnar bárust og Pezeshkian sagði að Íran myndi grípa til aðgerða til að verja land sitt, virðingu, heiður og stolt og sjá til þess að hinir seku myndu iðrast. Íranski byltingavörðurinn sagði í yfirlýsingu að drápinu á Haniyeh, sem var gætt af írönskum lífvörðum, yrði mætt með „harkalegum og sársaukafullum“ aðgerðum. Talsmenn Hamas hafa einnig hótað hefndum. Ísraelsmenn hafa ekki tjáð sig um drápið á Haniyeh en í morgun sagði varnarmálaráðherrann Yoav Gallant um árás Ísraelsmanna á Beirút í gær að Ísrael leitaðist ekki eftir stigmögnun átaka. Menn væru hins vegar reiðubúnir til að mæta hverju sem er.epa/Michael Reynolds Drápið á Haniyeh hefur verið fordæmt af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og stjórnvöldum í Katar, Tyrklandi og Jórdaníu. Forsætisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani, segir drápið stofna viðræðum um vopnahlé á Gasa í hættu. Rússar hafa einnig tjáð sig um fregnirnar en Andrei Nastasin, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins, sagði aðila standa að vaxandi stigmögnun og að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðsátaka. Guardian hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá Evrópusambandinu að jafnvel þótt Ísraelar hafi ekki axlað ábyrgð á drápinu sé það álitið til marks um það hversu staðráðin stjórnvöld í Ísrael séu í að ganga endanlega frá Hamas og gera samtökin óstjórntæk til framtíðar. Aðrir hafa hins vegar bent á að leiðtogar Hamas hafi áður verið drepnir án þess að það hafi haft stórvægileg áhrif á starfsemi samtakanna. Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, ræddi um stöðuna sem upp er komin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira