Hættustig Gauti Kristmannsson skrifar 25. júlí 2024 08:35 Fyrir um tíu árum voru aðildarviðræður Íslands við ESB stöðvaðar. Fyrir meginþorra Íslendinga var þetta vond ákvörðun að mínu mati því hún hafði það í för með sér að við urðum að búa við íslensku krónuna og vextina á henni. Í dag borga skuldarar innlendra lána jafnvel tugþúsundir mánaðarlega aukreitis miðað við að við hefðum evru sem gjaldmiðil. Þetta kom hins vegar stórútgerðinni vel, sem gerir upp í evrum en greiðir laun í krónum. Bændur eru að vakna upp við vondan draum, en þetta tekur tíma og kannski nokkur gjaldþrot að síast inn. Ein rökin gegn evrunni voru að hægt væri að lækka gengi krónunnar til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það gerðist reyndar ekki alveg þannig eftir hrunið þegar það rauk upp og þúsundir fluttu úr landi til að fá sér vinnu. Þar kom sér vel að vera með frjálsa för innan EES, sem gerði fólki kleift að flýja hörmungarnar hér á landi og finna vinnu. En við höfum þraukað þessi tæpu 16 ár sem liðin eru og þar sem ferðaþjónustan kom til að bæta efnahaginn með gjaldeyrisinnflæði þá virtist þetta vera svo sem allt í lagi. Covid var að vísu viðvörun þar sem tengslin við ESB í gegnum EES hjálpuðu þó til, til að mynda með útvegun bóluefna. En nú er kannski að teiknast upp önnur staða. Nýlega var lýst yfir hættustigi vegna Grindavíkur á rauðu svæði, og óvissustigi í Svartsengi með orkuverinu og Bláa lóninu sem eru á appelsínugulu svæði. Ef illa fer og við missum hvort tveggja í náttúruhamförum þá verður Ísland mjög illa statt, líkast til verr en 2008, ekki síst ef manntjón yrði í slíkum hamförum. Víst er að Reykjanesskagi yrði hamfarasvæði, líka þeir staðir sem ekki yrðu fyrir beinu tjóni, vegna rafmagns- og vatnsleysis. Ferðaþjónustan myndi vafalaust falla saman eftir slíkar fréttir og það aftur á móti leiddi til mikils falls krónunnar, geri ég ráð fyrir. Við getum svo ímyndað okkur hvaða áhrif þetta hefði síðan á flugfélögin og hótelin í landinu. Gífurlegt atvinnuleysi væri afleiðingin hvað sem liði gengi krónunnar. Efnislega tjónið yrði gífurlegt og Náttúruhamfarasjóður hefði líkast til enga möguleika á að standa undir því öllu saman. En hvað kemur það ESB og evrunni við? Jú, ef við hefðum evru sem gjaldmiðil myndi hún ekki hrynja þótt hamfarir verði á Íslandi, hún myndi ekki haggast, held ég. ESB er síðan með digra sjóði vegna náttúruhamfara sem Íslendingar hefðu aðgang að sem aðildarríki. Ég vona innilega, eins og við öll, að ekkert gerist á Reykjanesskaga í líkingu við þessa sviðsmynd, en jafnvel þótt svo verði ekki, er ég sannfærður um að aðild og evra yrðu gríðarleg lífskjarabót fyrir Íslendinga. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fyrir um tíu árum voru aðildarviðræður Íslands við ESB stöðvaðar. Fyrir meginþorra Íslendinga var þetta vond ákvörðun að mínu mati því hún hafði það í för með sér að við urðum að búa við íslensku krónuna og vextina á henni. Í dag borga skuldarar innlendra lána jafnvel tugþúsundir mánaðarlega aukreitis miðað við að við hefðum evru sem gjaldmiðil. Þetta kom hins vegar stórútgerðinni vel, sem gerir upp í evrum en greiðir laun í krónum. Bændur eru að vakna upp við vondan draum, en þetta tekur tíma og kannski nokkur gjaldþrot að síast inn. Ein rökin gegn evrunni voru að hægt væri að lækka gengi krónunnar til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það gerðist reyndar ekki alveg þannig eftir hrunið þegar það rauk upp og þúsundir fluttu úr landi til að fá sér vinnu. Þar kom sér vel að vera með frjálsa för innan EES, sem gerði fólki kleift að flýja hörmungarnar hér á landi og finna vinnu. En við höfum þraukað þessi tæpu 16 ár sem liðin eru og þar sem ferðaþjónustan kom til að bæta efnahaginn með gjaldeyrisinnflæði þá virtist þetta vera svo sem allt í lagi. Covid var að vísu viðvörun þar sem tengslin við ESB í gegnum EES hjálpuðu þó til, til að mynda með útvegun bóluefna. En nú er kannski að teiknast upp önnur staða. Nýlega var lýst yfir hættustigi vegna Grindavíkur á rauðu svæði, og óvissustigi í Svartsengi með orkuverinu og Bláa lóninu sem eru á appelsínugulu svæði. Ef illa fer og við missum hvort tveggja í náttúruhamförum þá verður Ísland mjög illa statt, líkast til verr en 2008, ekki síst ef manntjón yrði í slíkum hamförum. Víst er að Reykjanesskagi yrði hamfarasvæði, líka þeir staðir sem ekki yrðu fyrir beinu tjóni, vegna rafmagns- og vatnsleysis. Ferðaþjónustan myndi vafalaust falla saman eftir slíkar fréttir og það aftur á móti leiddi til mikils falls krónunnar, geri ég ráð fyrir. Við getum svo ímyndað okkur hvaða áhrif þetta hefði síðan á flugfélögin og hótelin í landinu. Gífurlegt atvinnuleysi væri afleiðingin hvað sem liði gengi krónunnar. Efnislega tjónið yrði gífurlegt og Náttúruhamfarasjóður hefði líkast til enga möguleika á að standa undir því öllu saman. En hvað kemur það ESB og evrunni við? Jú, ef við hefðum evru sem gjaldmiðil myndi hún ekki hrynja þótt hamfarir verði á Íslandi, hún myndi ekki haggast, held ég. ESB er síðan með digra sjóði vegna náttúruhamfara sem Íslendingar hefðu aðgang að sem aðildarríki. Ég vona innilega, eins og við öll, að ekkert gerist á Reykjanesskaga í líkingu við þessa sviðsmynd, en jafnvel þótt svo verði ekki, er ég sannfærður um að aðild og evra yrðu gríðarleg lífskjarabót fyrir Íslendinga. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar