Tölum endilega íslensku, takk Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 24. júlí 2024 12:01 Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga. Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn. Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu. Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við. En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki. Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi. Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig. Höfundur er verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ísafjarðarbær Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga. Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn. Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu. Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við. En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki. Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi. Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig. Höfundur er verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun