Eflum Mjódd sem miðstöð almenningssamgangna fyrir landið allt Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2024 08:01 Sterkar almenningssamgöngur fyrir fjölmennsta íbúahorn landsins ætti að vera í algjörum forgangi hjá pólitíkinni - svæði sem 82% landsmanna býr á og langflestir ferðamenn snerta fyrst. Strætó bs. þjónustar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðarstrætó, sem Vegagerðin ber ábyrgð á og rekur, sinnir á tengingu út land, eins og til Keflavíkur, Akureyrar og austur fyrir fjall. Sóknarfæri liggja í fjölbreyttum ferðamátum, lagningu göngu- og hjólastíga, neti sem tengir íbúasvæðin saman. Við það aukast ekki bara lífsgæði íbúanna heldur opnast dyr ferðamanna að sjálfbærri ferðaþjónustu með færri bílaleigubílum og vistvænni ferðamátum óháð hvort Strætó bs. reki leiðirnar eða Vegagerðin. Á vef samgöngustofu eru 307.193 þúsund ökutæki sem tilheyra þéttbýlasta kjarna landsins, frá Akranesi, höfuðborgarsvæðið, út á Reykjanestá og austur fyrir fjall með Selfossi. Heildar fjöldi skráða ökutækja á landinu er hinsvegar 347.265. Þannig eru 88% allra ökutækja á landinu skráð á þéttbýlasta svæði landsins. Fleiri bílar en fólk. Mikill samgangur er milli þessara þéttbýliskjarna og miðað við íbúafjölgun er ljóst að vinna þarf markvissara að lausnum, efla aðra ferðamáta en að einmenna í einkabílnum. Þetta fyrirkomulag gengur ekki til lengdar. Við viljum draga úr umferð, minnka útblástur og standa við skuldbindingar okkar sem þjóð sem við erum búin að gangast við í gegnum loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Eflum Mjódd fjölmennastu skiptistöð höfuðborgarsvæðisins Mjódd er fjölmennasta skiptistöð höfuðborgarsvæðisins, fjölmennari en Hamraborg, fjölmennari en Hlemmur og fjölmennari en Lækjargata. Hún sinnir ekki aðeins almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu heldur er líka byggðalína út á land. Leið 51 og 52 fara austur fyrir fjall, önnur alla leið til Hafnar, á meðan leið 57 ekur eftir Vesturlandi á leið sinni til Akureyrar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sú ákvörðun verið tekin að leið 55, til Keflavíkur og Leifsstöð, er látin sniðganga leiðarkerfi í gegnum Mjódd og öllum ferðamönnum er stefnt alla leið vestur á BSÍ, líka þeim sem eru á leið beint út á land eða í Austurborgina. Þeir farþegar þurfa því að leggja á sig óþarfa ferðalag eftir umferðarþyngstu götum höfuðborgarsvæðisins, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Á sama tíma eru allir íbúar sem búsettir eru í hverfum austan Elliðaáa, fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt, Árbær, Grafarvogur, Úlfarsárdalur og Norðlingaholt ásamt stórum hluta Kópavogs, gert ómögulegt að nýta sér leið 55, þar sem ekkert stopp er í austan Elliðaáa. Þannig er þeim öllum beint upp í einkabíl, leigubíl eða flugrútu sem er ekki frekar með biðstöðvar en Leið 55 staðsettar í Austurborginni. Okkur sem búum í Austurborginni og þeim ferðamönnum sem vilja taka leið 55 er gert ókleift að komast með almenningssamgöngum úr Austurborginni til Keflavíkur. Tvö einkafyrirtæki sérhæfa sig í tengingu milli borgarinnar og flugvallarins. Annað fyrirtæki stoppar í Garðabæ og Hafnarfirði, hitt stoppar bara í Hamraborg. Hvorugt hefur séð sér hag í því að bjóða upp á Mjódd sem valkost eða þjónusta Austurborgina og er það umhugsunarvert að einkaframtakið sjái ekki hag sinn í því að þjónusta fjölmennustu borgarhlutana. Íbúum búsettum í Austurborginni er mismunað eftir búsetu og úr þessu er brýnt að bæta strax. Bein Leið 55B - Mjódd-Keflavík/Keflavík-Mjódd Það er skrítin forgangsröðun að íbúar í Austurborginni og ferðamenn sem vilja sækja í þau hverfi eða halda beint út á land séu þvingaðir til að velja einkabíl eða bílaleigubíl með tilheyrandi kostnað. Dýrmætur tími fer í að halda inn í Miðborgina og aftur taka almenningssamgöngur í Mjódd til að komast út á land. Það er einkennileg pólitík, kolröng forgansröðun á almannafé og ekki í anda loftslagsmarkmiða. Það er bara allt rangt við þessa stöðu. Ef ekki er vilji til að stefna Leið 55 í gegnum Mjódd þá felst lausnin í því að skipta leiðinni upp í tvennt, Leið 55A sem héldi sömu leið og Leið 55B sem þræðir eystri borgarhlutann. Þá yrði til alvöru valkostur fyrir íbúa og ferðamenn frá Leifstöð sem eru annað hvort á leið til Akureyrar og austur fyrir fjall. Búa til nýja tengingu í net almenningssamganga frá flugvellinum til Mjóddar. Samgöngumiðstöðin í Mjódd gæti orðið lykill í bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu, fækka bílum á Reykjanesbraut en þriðji hver bíll þar er bílaleigubíll. Við verðum að leita leiða til draga úr umferð og með öflugri stöð í Mjódd eflist og vex önnur þjónusta samhliða. Ferðafólk leitar sér að afþreyingu, margir stunda sjálfbæra ferðamennsku og vilja ferðst meðalmenningsamgöngum eða öðrum vistvænum ferðamátum. Sá hópur er upp til hópa úrbanistar. Vilja gott kaffi og croissant, sækja í náttúru Elliðaárdals eða dagsferðir út á land og halda í miðbæinn eftir fjölbreytni með strætó. Margar flugur slegnar í einu höggi, loftslagsmál, byggðamál, atvinnumál og samgöngumál fyrir Austurborgina og sérstaklega fyrir Breiðholtið. Myljandi sóknarfæri fyrir meiri Mjódd, betri Mjódd því með ferðafólki kemur meira mannlíf sem aftur skapar sterkari rekstargrundvöll fyrir fjölbreytta þjónustu og atvinnulíf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður íbúaráðsins í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Sara Björg Sigurðardóttir Samgöngur Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Sterkar almenningssamgöngur fyrir fjölmennsta íbúahorn landsins ætti að vera í algjörum forgangi hjá pólitíkinni - svæði sem 82% landsmanna býr á og langflestir ferðamenn snerta fyrst. Strætó bs. þjónustar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðarstrætó, sem Vegagerðin ber ábyrgð á og rekur, sinnir á tengingu út land, eins og til Keflavíkur, Akureyrar og austur fyrir fjall. Sóknarfæri liggja í fjölbreyttum ferðamátum, lagningu göngu- og hjólastíga, neti sem tengir íbúasvæðin saman. Við það aukast ekki bara lífsgæði íbúanna heldur opnast dyr ferðamanna að sjálfbærri ferðaþjónustu með færri bílaleigubílum og vistvænni ferðamátum óháð hvort Strætó bs. reki leiðirnar eða Vegagerðin. Á vef samgöngustofu eru 307.193 þúsund ökutæki sem tilheyra þéttbýlasta kjarna landsins, frá Akranesi, höfuðborgarsvæðið, út á Reykjanestá og austur fyrir fjall með Selfossi. Heildar fjöldi skráða ökutækja á landinu er hinsvegar 347.265. Þannig eru 88% allra ökutækja á landinu skráð á þéttbýlasta svæði landsins. Fleiri bílar en fólk. Mikill samgangur er milli þessara þéttbýliskjarna og miðað við íbúafjölgun er ljóst að vinna þarf markvissara að lausnum, efla aðra ferðamáta en að einmenna í einkabílnum. Þetta fyrirkomulag gengur ekki til lengdar. Við viljum draga úr umferð, minnka útblástur og standa við skuldbindingar okkar sem þjóð sem við erum búin að gangast við í gegnum loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Eflum Mjódd fjölmennastu skiptistöð höfuðborgarsvæðisins Mjódd er fjölmennasta skiptistöð höfuðborgarsvæðisins, fjölmennari en Hamraborg, fjölmennari en Hlemmur og fjölmennari en Lækjargata. Hún sinnir ekki aðeins almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu heldur er líka byggðalína út á land. Leið 51 og 52 fara austur fyrir fjall, önnur alla leið til Hafnar, á meðan leið 57 ekur eftir Vesturlandi á leið sinni til Akureyrar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sú ákvörðun verið tekin að leið 55, til Keflavíkur og Leifsstöð, er látin sniðganga leiðarkerfi í gegnum Mjódd og öllum ferðamönnum er stefnt alla leið vestur á BSÍ, líka þeim sem eru á leið beint út á land eða í Austurborgina. Þeir farþegar þurfa því að leggja á sig óþarfa ferðalag eftir umferðarþyngstu götum höfuðborgarsvæðisins, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Á sama tíma eru allir íbúar sem búsettir eru í hverfum austan Elliðaáa, fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt, Árbær, Grafarvogur, Úlfarsárdalur og Norðlingaholt ásamt stórum hluta Kópavogs, gert ómögulegt að nýta sér leið 55, þar sem ekkert stopp er í austan Elliðaáa. Þannig er þeim öllum beint upp í einkabíl, leigubíl eða flugrútu sem er ekki frekar með biðstöðvar en Leið 55 staðsettar í Austurborginni. Okkur sem búum í Austurborginni og þeim ferðamönnum sem vilja taka leið 55 er gert ókleift að komast með almenningssamgöngum úr Austurborginni til Keflavíkur. Tvö einkafyrirtæki sérhæfa sig í tengingu milli borgarinnar og flugvallarins. Annað fyrirtæki stoppar í Garðabæ og Hafnarfirði, hitt stoppar bara í Hamraborg. Hvorugt hefur séð sér hag í því að bjóða upp á Mjódd sem valkost eða þjónusta Austurborgina og er það umhugsunarvert að einkaframtakið sjái ekki hag sinn í því að þjónusta fjölmennustu borgarhlutana. Íbúum búsettum í Austurborginni er mismunað eftir búsetu og úr þessu er brýnt að bæta strax. Bein Leið 55B - Mjódd-Keflavík/Keflavík-Mjódd Það er skrítin forgangsröðun að íbúar í Austurborginni og ferðamenn sem vilja sækja í þau hverfi eða halda beint út á land séu þvingaðir til að velja einkabíl eða bílaleigubíl með tilheyrandi kostnað. Dýrmætur tími fer í að halda inn í Miðborgina og aftur taka almenningssamgöngur í Mjódd til að komast út á land. Það er einkennileg pólitík, kolröng forgansröðun á almannafé og ekki í anda loftslagsmarkmiða. Það er bara allt rangt við þessa stöðu. Ef ekki er vilji til að stefna Leið 55 í gegnum Mjódd þá felst lausnin í því að skipta leiðinni upp í tvennt, Leið 55A sem héldi sömu leið og Leið 55B sem þræðir eystri borgarhlutann. Þá yrði til alvöru valkostur fyrir íbúa og ferðamenn frá Leifstöð sem eru annað hvort á leið til Akureyrar og austur fyrir fjall. Búa til nýja tengingu í net almenningssamganga frá flugvellinum til Mjóddar. Samgöngumiðstöðin í Mjódd gæti orðið lykill í bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu, fækka bílum á Reykjanesbraut en þriðji hver bíll þar er bílaleigubíll. Við verðum að leita leiða til draga úr umferð og með öflugri stöð í Mjódd eflist og vex önnur þjónusta samhliða. Ferðafólk leitar sér að afþreyingu, margir stunda sjálfbæra ferðamennsku og vilja ferðst meðalmenningsamgöngum eða öðrum vistvænum ferðamátum. Sá hópur er upp til hópa úrbanistar. Vilja gott kaffi og croissant, sækja í náttúru Elliðaárdals eða dagsferðir út á land og halda í miðbæinn eftir fjölbreytni með strætó. Margar flugur slegnar í einu höggi, loftslagsmál, byggðamál, atvinnumál og samgöngumál fyrir Austurborgina og sérstaklega fyrir Breiðholtið. Myljandi sóknarfæri fyrir meiri Mjódd, betri Mjódd því með ferðafólki kemur meira mannlíf sem aftur skapar sterkari rekstargrundvöll fyrir fjölbreytta þjónustu og atvinnulíf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður íbúaráðsins í Breiðholti.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun