1,4 milljarða sparnaður af uppsögnum 140 starfsmanna í maí og júní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 08:28 Lausafé nam 64,8 milljörðum króna í lok annars ársfjórðungs. Vísir/Vilhelm Icelandair skilaði 86 milljón króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi og var EBIT afkoma félagsins 457 milljónir. Einingakostnaður lækkaði um 2,4 prósent þrátt fyrir verðbólgu, sem má rekja til endurnýjunar flotans, aðhalds og aukinnar skilvirni í rekstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að hagræðingaraðgerðir í maí og júní muni skila um 1,4 milljarða króna sparnaði á ársgrundvelli en greint var frá uppsögn 82 starfsmanna í maí og 57 flugmanna í júní. Í tilkynningunni segir einnig að 482 milljóna jákvæður viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi. Fjöldi farþega var 1,2 milljónir en einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar eftir flugferðum til Íslands og harðnandi samkeppni á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Flug var hafið til þriggja nýrra áfangastaða; Pittburgh, Halifax og Þórshafnar í Færeyjum og þá var Icelandair í fyrsta sæti á lista Cirium yfir stundvísustu flugfélög Evrópu í júní. „Flugreksturinn gengur vel, stundvísi hefur verið framúrskarandi fimm mánuði í röð og vorum við útnefnd stundvísasta flugfélag í Evrópu í júní. Það er mjög ánægjulegt að sjá að áhersla á aukna skilvirkni í rekstrinum er þegar farin að skila sér og endurspeglast í lækkun einingakostnaðar á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir háa verðbólgu og kostnaðarhækkanir,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Eftirspurn á ferðamannamarkaðnum til Íslands sé ekki eins sterk og á síðasta ári en vel hafi gengið að nýta sveigjanleika leiðarkerfisins. Fjölmörg hagræðingarverkefni séu í vinnslu og þá sé unnið að því að styrkja tekjugrunn félagsins, til að mynda með samstarfssamningum við Emirates og TAP í Portúgal. „Við sjáum mikil tækifæri á næstu misserum og má þar nefna stækkun leiðakerfisins með nýjum, langdrægari flugvélum sem verða grunnurinn að áframhaldandi þróun Íslands sem ferðamannalands og tengimiðstöðvar milli Evrópu og Norður Ameríku. Þrátt fyrir tímabundnar sveiflur á milli ára hef ég fulla trú á tækifærum Íslands sem áfangastaðar og ekki síður því tengimódeli sem við höfum byggt hér upp síðustu áratugi. Markaðurinn til Íslands er þegar farinn að sýna jákvæð merki og við teljum að hann muni jafna sig á næstu misserum ef haldið er rétt á spilunum. Rekstraráherslur okkar munu gera okkur samkeppnishæfari, afkastameiri og skilvirkari, sem til viðbótar við mjög sterka lausafjárstöðu gerir okkur vel í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og ná árangri til framtíðar.“ Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að hagræðingaraðgerðir í maí og júní muni skila um 1,4 milljarða króna sparnaði á ársgrundvelli en greint var frá uppsögn 82 starfsmanna í maí og 57 flugmanna í júní. Í tilkynningunni segir einnig að 482 milljóna jákvæður viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi. Fjöldi farþega var 1,2 milljónir en einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar eftir flugferðum til Íslands og harðnandi samkeppni á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Flug var hafið til þriggja nýrra áfangastaða; Pittburgh, Halifax og Þórshafnar í Færeyjum og þá var Icelandair í fyrsta sæti á lista Cirium yfir stundvísustu flugfélög Evrópu í júní. „Flugreksturinn gengur vel, stundvísi hefur verið framúrskarandi fimm mánuði í röð og vorum við útnefnd stundvísasta flugfélag í Evrópu í júní. Það er mjög ánægjulegt að sjá að áhersla á aukna skilvirkni í rekstrinum er þegar farin að skila sér og endurspeglast í lækkun einingakostnaðar á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir háa verðbólgu og kostnaðarhækkanir,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Eftirspurn á ferðamannamarkaðnum til Íslands sé ekki eins sterk og á síðasta ári en vel hafi gengið að nýta sveigjanleika leiðarkerfisins. Fjölmörg hagræðingarverkefni séu í vinnslu og þá sé unnið að því að styrkja tekjugrunn félagsins, til að mynda með samstarfssamningum við Emirates og TAP í Portúgal. „Við sjáum mikil tækifæri á næstu misserum og má þar nefna stækkun leiðakerfisins með nýjum, langdrægari flugvélum sem verða grunnurinn að áframhaldandi þróun Íslands sem ferðamannalands og tengimiðstöðvar milli Evrópu og Norður Ameríku. Þrátt fyrir tímabundnar sveiflur á milli ára hef ég fulla trú á tækifærum Íslands sem áfangastaðar og ekki síður því tengimódeli sem við höfum byggt hér upp síðustu áratugi. Markaðurinn til Íslands er þegar farinn að sýna jákvæð merki og við teljum að hann muni jafna sig á næstu misserum ef haldið er rétt á spilunum. Rekstraráherslur okkar munu gera okkur samkeppnishæfari, afkastameiri og skilvirkari, sem til viðbótar við mjög sterka lausafjárstöðu gerir okkur vel í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og ná árangri til framtíðar.“
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent