Að verða fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda Arnar Pálsson skrifar 17. júlí 2024 15:00 Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.Ef skoðuð er heimasíða embættisins segir þar um hlutverk hennar: Hlutverk Skattsins Samfélaginu öllu til heilla Við erum framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins Fagmennska - Framsækni – Samvinna“ Á þeim tæplega sjötíu árum sem ég hef lifað, hef ég samviskulega borgað álagða skatta, án athugasemda, eftir að ég fór að afla tekna. Nú bregður svo við, eftir að ég tók þá ákvörðun um að hefja útborgun uppsafnaðs lífeyris frá lífeyrissjóðum á Íslandi, sem ég hef í gegnum ævina greitt til, og nú síðar lögbundins ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, er mér gert að greiða tekjuskatt og útsvar á Íslandi sem er skattlagður einnig í því ríki sem ég hef nú heimilisfesti í og lögheimili. Mér ber skylda að upplýsa um eftirlaunatekjur mínar frá Íslandi í búsetu landinu. Þótt tvísköttunarsamningur sé í gildi á milli Íslands og búsetulandsins, taka Íslensk skattyfirvöld ekkert mark á samningningum. Segja bara „ég má“. Er þetta liður í að stuðla að jafnræði milli ríkisborgara? Þetta er í mínum huga grófleg misbeiting valds, að hunsa tvísköttunarsamninga.. Á þessum sl. fimm árum hef ég greitt útsvar á Íslandi, tæplega um þrjá milljónir króna (íslenskar krónur) og annað eins í tekjuskatt. Fram að þessu hef ég notið persónuafsláttar en nú verður breyting á um næstkomandi áramót (2024/2025) ef reglan um erlenda búsetu tekur gildi. Hvernig fara íslensk skattyfirvöld að? Þau nota 18 ára gamla lögheimilisskráningu á Íslandi sem grundvöll fyrir ákvörðun útsvars og ákvarða dvaladaga á Íslandi, þvert ofan í þær staðreyndir að ég hafi ekki dvalið á landinu, nema í örfárra daga. Þvert á lög um lögheimilisskráningu og heimilisfesti. Þau segja bara „ég má“. Það er dýrt að vera fátækur ellilífeyrisþegi og verður enn dýrara á næsta ári ef að breytingarnar verða að veruleika. Ég ætti að vera stoltur af í augun skattsins að vera einn af þessum svokölluðu breiðu bökum í samfélaginu sem íslenskur ríkisborgari. Í raun er svo ekki. Ég hef þurft að skera niður allan kostnað, til að geta lifað af. Takmarkað ferðir mínar til Íslands við að heimsækja barnabörn mín og fjölskyldu. Er í raun orðin fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda. Verðugt verkefni dómstóla til að skoða nánar sem/og umboðsmanns Alþingis, hvort vegferð íslenska skattyfirvalda sé á réttri leið. Ennfremur íslenskra stjórnvalda, undir slagorðinu „Það er gott að eldast“ þar sem gengið út frá því að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi. Íslensk skattyfirvöld eru að mínu mati ekki sú framsækna þjónustustofnun, sem þau vilja láta vera af. Þau segja bara „ég má“ burtséð frá tvísköttunarsamningum við erlend ríki. Höfundur er eftirlauna- og ellilífeyrisþegi, búsettur í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Íslendingar erlendis Skattar og tollar Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.Ef skoðuð er heimasíða embættisins segir þar um hlutverk hennar: Hlutverk Skattsins Samfélaginu öllu til heilla Við erum framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins Fagmennska - Framsækni – Samvinna“ Á þeim tæplega sjötíu árum sem ég hef lifað, hef ég samviskulega borgað álagða skatta, án athugasemda, eftir að ég fór að afla tekna. Nú bregður svo við, eftir að ég tók þá ákvörðun um að hefja útborgun uppsafnaðs lífeyris frá lífeyrissjóðum á Íslandi, sem ég hef í gegnum ævina greitt til, og nú síðar lögbundins ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, er mér gert að greiða tekjuskatt og útsvar á Íslandi sem er skattlagður einnig í því ríki sem ég hef nú heimilisfesti í og lögheimili. Mér ber skylda að upplýsa um eftirlaunatekjur mínar frá Íslandi í búsetu landinu. Þótt tvísköttunarsamningur sé í gildi á milli Íslands og búsetulandsins, taka Íslensk skattyfirvöld ekkert mark á samningningum. Segja bara „ég má“. Er þetta liður í að stuðla að jafnræði milli ríkisborgara? Þetta er í mínum huga grófleg misbeiting valds, að hunsa tvísköttunarsamninga.. Á þessum sl. fimm árum hef ég greitt útsvar á Íslandi, tæplega um þrjá milljónir króna (íslenskar krónur) og annað eins í tekjuskatt. Fram að þessu hef ég notið persónuafsláttar en nú verður breyting á um næstkomandi áramót (2024/2025) ef reglan um erlenda búsetu tekur gildi. Hvernig fara íslensk skattyfirvöld að? Þau nota 18 ára gamla lögheimilisskráningu á Íslandi sem grundvöll fyrir ákvörðun útsvars og ákvarða dvaladaga á Íslandi, þvert ofan í þær staðreyndir að ég hafi ekki dvalið á landinu, nema í örfárra daga. Þvert á lög um lögheimilisskráningu og heimilisfesti. Þau segja bara „ég má“. Það er dýrt að vera fátækur ellilífeyrisþegi og verður enn dýrara á næsta ári ef að breytingarnar verða að veruleika. Ég ætti að vera stoltur af í augun skattsins að vera einn af þessum svokölluðu breiðu bökum í samfélaginu sem íslenskur ríkisborgari. Í raun er svo ekki. Ég hef þurft að skera niður allan kostnað, til að geta lifað af. Takmarkað ferðir mínar til Íslands við að heimsækja barnabörn mín og fjölskyldu. Er í raun orðin fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda. Verðugt verkefni dómstóla til að skoða nánar sem/og umboðsmanns Alþingis, hvort vegferð íslenska skattyfirvalda sé á réttri leið. Ennfremur íslenskra stjórnvalda, undir slagorðinu „Það er gott að eldast“ þar sem gengið út frá því að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi. Íslensk skattyfirvöld eru að mínu mati ekki sú framsækna þjónustustofnun, sem þau vilja láta vera af. Þau segja bara „ég má“ burtséð frá tvísköttunarsamningum við erlend ríki. Höfundur er eftirlauna- og ellilífeyrisþegi, búsettur í útlöndum.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar