Bóluefni eða veirur Ágúst Kvaran skrifar 17. júlí 2024 11:30 Öðru hverju rata fyrir augu mér textar gegn notkun bóluefna þar sem varað er við skaðsemi þeirra. Ég hefi ekki ástæðu til að ætla að textahöfundum gangi neitt illt til með skrifum sínum en mér sýnist flestum þessum skrifum vera sameiginlegt að þau lýsa þekkingar eða skilningsleysi á því í hverju virkni bóluefna felst og að horft er framhjá því að ræða mikilvægan mun á virkni bóluefna annars vegar og veirusýkinga hins vegar. Þess í stað finnast mér flest skrif af þessum toga samanstanda af samhengislausum frösum eða upphrópunum án þess að reynt að gera sér far um að að varpa ljósi á um hvað málið snýst. Þetta er kveikjan að því að ég ákvað að taka saman eftirfarandi texta með skýringarmyndum í von um að auka skilning á virkni, tilgangi og mikilvægi bólusetninga og sér í lagi í hverju munurinn á að fá bóluefni eða veirusýkingu geti falist. Til að einfalda málið hefi ég valið að taka bara fyrir eitt nærtækt dæmi (Covid-19: dæmigerð virkni bóluefnis vs. veirusýking) og reynt að draga fram í dagsljósið aðalatriðin í flóknum ferlum á „mannamáli“ og/eða líkingarmáli. Bólusetning gegn COVID (Mynd 1): Dæmigert bóluefni við COVID samanstendur af vökvalausn sem inniheldur svonefndar mRNA sameindir innilokaðar í kúlulaga verndarhjúp sem líkja má við uppskrift að myndum bindiprótína sem eru á yfirborði COVID veirunnar. Kúlurnar „laðast“ að yfirborði fruma líkamans og ná þar að losa „mRNA uppskriftirnar“ inn fyrir frumuvegginn í umfrymið sem umlykur frumukjarnann (þar sem erfðaefnið okkar fyrirfinnst). Í umfryminu fer fram efnaferli fyrir tilstilli „Prótínþýðanda“ sem felst í því að „mRNA-uppskriftirnar“ eru notaðar til að búa til viðkomandi bindiprótín sem því næst eru losuð út úr frumunni. mRNA sameindirnar eyðast í framhaldi af því. Bindiprótín þessi, sem eru eftirlíkingar prótína á yfirborði COVID veirunnar, hafa þar þann eina tilgang að bindast frumum líkamans líkt og verndarkúlurnar í bóluefninu. Í kjölfar þess að bindiprótínin, sem þannig voru mynduð og losuð út úr frumum fer af stað efnaferli þar sem ónæmiskerfið bregst við þessum „nýju aðskotahlutum“ með þeim afleiðingum að varnakerfi líkamans gegn slíkum próteinum (þar með talið áföstum á COVID veirum) og þar með talið gegn COVID veirum, er virkjað líkt og herfylking gegn óvinveittum her COVID veiranna og þeim eytt. Virkni veira (Mynd2): Veirurnar sem valda COVID (SARS-CoV-2) eru, í einfaldaðri mynd líkt og lokaðar kúlur með bindiprótínum á yfirborðinu og keðju af fjölmörgum samhangandi RNA sameindum innst, sem eru uppskriftir að mismunandi prótínum. Mörg þeirra prótína eru ensím (ísl: lífhvatar) sem, í samræmi við eiginleika ensíma, geta haft áhrif á ýmsa efnaferla líkamans til hins verra, þ.e. haft eituráhrif / skaðleg áhrif. (Til samanburður um skaðlega virkni ensíma í lífríkinu má t.d. nefna eiturvirkni eftir bit eða stungur af dýrum á borð við eiturslöngur og skordýr.) Ef veirurnar ná að komast inn í líkama okkar geta þær bundist yfirborði fruma líkamans fyrir tilstilli bindiprótínanna á yfirborði þeirra meðan þær „athafna“ sig við að smjúga inn í frumuna (Mynd 2), þar sem þær opnast í umfryminu og losa sig við RNA keðjuna. Líkt og í tilfelli bóluefnisins, sem lýst var hér fyrir ofan þá hefst núna „þýðing“ á „RNA-uppskriftunum“ fyrir tilstilli „prótínþýðandans“ og myndun prótína. Munurinn er hins vegar sá að auk skaðlausra prótína á borð við bindiprótínið, eru núna líka búin til „eiturvirk“ ensím, sem losnar síðan allt úr frumunni. Ekki nóg með það, heldur eru veirurnar þeim eiginleika gæddar að ná að nýta sér frumuna til að endurmyndast áður en þær yfirgefa hana „í leit“ að næsta hýsli / „fórnarlambi“. Í kjölfar losunar prótína / ensíma, skaðlausra jafnt sem „eiturvirkra“ úr frumum líkamans hefst í senn virkjun ónæmiskerfisins sem og skaðvaldandi virkni. Ráðandi virkni ræðst af fjölmörgum þáttum, háð aðstæðum við smitun, hraða hinna ýmsu efnaferla í líkamanum sem og líkamlegu ástandi þess sýkta, svo nokkuð sé nefnt. Spurningin um hvort ráðlegra sé að þiggja bólusetningu eða að eiga á hættu að smitast snýst því í reynd um eftirfarandi: Hvort viltu fá bóluefni með vel skilgreinda tímabundna virkni sem einskorðast við að mynda skaðlaust efni í líkamanum sem virkjar ónæmiskerfið til að ráða niðurlögum veirunnar eða að fá veiru sem sífellt endurnýjast eftir að hafa virkjað myndun fjölda eiturefna / skaðvaldandi efna sem geta valdið líkamstjóni áður en ónæmiskerfið gegn veirunni nær að virkjast sem skyldi? Í mínum huga er svarið augljóst: Ég vel fyrri kostinn og nýti mér þar með afrakstur áratuga rannsókna og þekkingaröflunar mannsins á sviðum lífvísinda, efnafræði og eðlisfræði, sem m.a. endurspeglaðist í því stórkostlega afreki sem skjót þróun og notkun bólusetningarinnar gegn heimsfaraldrinum COVID-19 var. Þeim sem líkja bólusetningunni við eitursprautu vil ég benda á að innrás veirunnar er hin eiginlega „eitursprauta“, eins og ljóst má vera af ofangreindu. Þeim sem líkja bólusetningunni við „erfðabreytingu“ er rétt að benda á að bóluefnið hefur engin áhrif á erfðaefni okkar, sem varðveitist innan frumukjarna, þangar sem bóluefnin ná ekki. Misskilningurinn hvað þetta síðastnefnda varðar gæti falist í því að „mRNA uppskiftarefnið“ er efnafræðilega skyld sameindabyggingu erfðaefnisins (DNA, sem líkja má við samsettar RNA sameindir), en með sérhæfða verndandi og skaðlaus virkni í umfrymi fruma utan frumukjarna. Höfundur er prófessor emeritus í eðlisefnafræði. Heimildir og myndefni sem notast var við:https://www.genome.gov/about-genomics/fact-sheets/Understanding-COVID-19-mRNA-Vaccines https://cancerprogressreport.aacr.org/covid/c19c-contents/c19c-understanding-the-covid-19-pandemic/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Öðru hverju rata fyrir augu mér textar gegn notkun bóluefna þar sem varað er við skaðsemi þeirra. Ég hefi ekki ástæðu til að ætla að textahöfundum gangi neitt illt til með skrifum sínum en mér sýnist flestum þessum skrifum vera sameiginlegt að þau lýsa þekkingar eða skilningsleysi á því í hverju virkni bóluefna felst og að horft er framhjá því að ræða mikilvægan mun á virkni bóluefna annars vegar og veirusýkinga hins vegar. Þess í stað finnast mér flest skrif af þessum toga samanstanda af samhengislausum frösum eða upphrópunum án þess að reynt að gera sér far um að að varpa ljósi á um hvað málið snýst. Þetta er kveikjan að því að ég ákvað að taka saman eftirfarandi texta með skýringarmyndum í von um að auka skilning á virkni, tilgangi og mikilvægi bólusetninga og sér í lagi í hverju munurinn á að fá bóluefni eða veirusýkingu geti falist. Til að einfalda málið hefi ég valið að taka bara fyrir eitt nærtækt dæmi (Covid-19: dæmigerð virkni bóluefnis vs. veirusýking) og reynt að draga fram í dagsljósið aðalatriðin í flóknum ferlum á „mannamáli“ og/eða líkingarmáli. Bólusetning gegn COVID (Mynd 1): Dæmigert bóluefni við COVID samanstendur af vökvalausn sem inniheldur svonefndar mRNA sameindir innilokaðar í kúlulaga verndarhjúp sem líkja má við uppskrift að myndum bindiprótína sem eru á yfirborði COVID veirunnar. Kúlurnar „laðast“ að yfirborði fruma líkamans og ná þar að losa „mRNA uppskriftirnar“ inn fyrir frumuvegginn í umfrymið sem umlykur frumukjarnann (þar sem erfðaefnið okkar fyrirfinnst). Í umfryminu fer fram efnaferli fyrir tilstilli „Prótínþýðanda“ sem felst í því að „mRNA-uppskriftirnar“ eru notaðar til að búa til viðkomandi bindiprótín sem því næst eru losuð út úr frumunni. mRNA sameindirnar eyðast í framhaldi af því. Bindiprótín þessi, sem eru eftirlíkingar prótína á yfirborði COVID veirunnar, hafa þar þann eina tilgang að bindast frumum líkamans líkt og verndarkúlurnar í bóluefninu. Í kjölfar þess að bindiprótínin, sem þannig voru mynduð og losuð út úr frumum fer af stað efnaferli þar sem ónæmiskerfið bregst við þessum „nýju aðskotahlutum“ með þeim afleiðingum að varnakerfi líkamans gegn slíkum próteinum (þar með talið áföstum á COVID veirum) og þar með talið gegn COVID veirum, er virkjað líkt og herfylking gegn óvinveittum her COVID veiranna og þeim eytt. Virkni veira (Mynd2): Veirurnar sem valda COVID (SARS-CoV-2) eru, í einfaldaðri mynd líkt og lokaðar kúlur með bindiprótínum á yfirborðinu og keðju af fjölmörgum samhangandi RNA sameindum innst, sem eru uppskriftir að mismunandi prótínum. Mörg þeirra prótína eru ensím (ísl: lífhvatar) sem, í samræmi við eiginleika ensíma, geta haft áhrif á ýmsa efnaferla líkamans til hins verra, þ.e. haft eituráhrif / skaðleg áhrif. (Til samanburður um skaðlega virkni ensíma í lífríkinu má t.d. nefna eiturvirkni eftir bit eða stungur af dýrum á borð við eiturslöngur og skordýr.) Ef veirurnar ná að komast inn í líkama okkar geta þær bundist yfirborði fruma líkamans fyrir tilstilli bindiprótínanna á yfirborði þeirra meðan þær „athafna“ sig við að smjúga inn í frumuna (Mynd 2), þar sem þær opnast í umfryminu og losa sig við RNA keðjuna. Líkt og í tilfelli bóluefnisins, sem lýst var hér fyrir ofan þá hefst núna „þýðing“ á „RNA-uppskriftunum“ fyrir tilstilli „prótínþýðandans“ og myndun prótína. Munurinn er hins vegar sá að auk skaðlausra prótína á borð við bindiprótínið, eru núna líka búin til „eiturvirk“ ensím, sem losnar síðan allt úr frumunni. Ekki nóg með það, heldur eru veirurnar þeim eiginleika gæddar að ná að nýta sér frumuna til að endurmyndast áður en þær yfirgefa hana „í leit“ að næsta hýsli / „fórnarlambi“. Í kjölfar losunar prótína / ensíma, skaðlausra jafnt sem „eiturvirkra“ úr frumum líkamans hefst í senn virkjun ónæmiskerfisins sem og skaðvaldandi virkni. Ráðandi virkni ræðst af fjölmörgum þáttum, háð aðstæðum við smitun, hraða hinna ýmsu efnaferla í líkamanum sem og líkamlegu ástandi þess sýkta, svo nokkuð sé nefnt. Spurningin um hvort ráðlegra sé að þiggja bólusetningu eða að eiga á hættu að smitast snýst því í reynd um eftirfarandi: Hvort viltu fá bóluefni með vel skilgreinda tímabundna virkni sem einskorðast við að mynda skaðlaust efni í líkamanum sem virkjar ónæmiskerfið til að ráða niðurlögum veirunnar eða að fá veiru sem sífellt endurnýjast eftir að hafa virkjað myndun fjölda eiturefna / skaðvaldandi efna sem geta valdið líkamstjóni áður en ónæmiskerfið gegn veirunni nær að virkjast sem skyldi? Í mínum huga er svarið augljóst: Ég vel fyrri kostinn og nýti mér þar með afrakstur áratuga rannsókna og þekkingaröflunar mannsins á sviðum lífvísinda, efnafræði og eðlisfræði, sem m.a. endurspeglaðist í því stórkostlega afreki sem skjót þróun og notkun bólusetningarinnar gegn heimsfaraldrinum COVID-19 var. Þeim sem líkja bólusetningunni við eitursprautu vil ég benda á að innrás veirunnar er hin eiginlega „eitursprauta“, eins og ljóst má vera af ofangreindu. Þeim sem líkja bólusetningunni við „erfðabreytingu“ er rétt að benda á að bóluefnið hefur engin áhrif á erfðaefni okkar, sem varðveitist innan frumukjarna, þangar sem bóluefnin ná ekki. Misskilningurinn hvað þetta síðastnefnda varðar gæti falist í því að „mRNA uppskiftarefnið“ er efnafræðilega skyld sameindabyggingu erfðaefnisins (DNA, sem líkja má við samsettar RNA sameindir), en með sérhæfða verndandi og skaðlaus virkni í umfrymi fruma utan frumukjarna. Höfundur er prófessor emeritus í eðlisefnafræði. Heimildir og myndefni sem notast var við:https://www.genome.gov/about-genomics/fact-sheets/Understanding-COVID-19-mRNA-Vaccines https://cancerprogressreport.aacr.org/covid/c19c-contents/c19c-understanding-the-covid-19-pandemic/
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar