„Góð vika í kærkomnu fríi,“ skrifar Simmi við myndirnar. Þar má meðal annars sjá parið spóka sig um í sólinni á rafhlaupahjólum, spila tennis og eiga rómantíska stund við sólarlagið á ströndinni.

Simmi og Hafrún hafa verið að stinga saman nefjum í nokkra mánuði en reynt að halda sambandinu utan sviðljóssins. Á Instagram á dögunum endurbirti Simmi færslu frá Hafrúnu þar sem þau sátu í sólinni í umræddu fríi að spila Skítakall.
Fjórtán ára aldursmunur er á parinu en Simmi greindi frá sambandi þeirra í hlaðvarpsþættinum 70 mínútur í febrúar síðastliðnum án þess að nafngreina Hafrúnu.
Hafrún er fædd árið 1991 en Simmi árið 1977. Samtals eiga þau sex drengi úr fyrri hjónaböndum.