Erfitt að skiljast ekki að í átökunum og þúsunda saknað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 10:28 Fjöldi fólks hefur verið á vergangi frá því að átökin brutust út og neyðst til að þvælast fram og til baka á svæðinu eftir því hvar sprengjum rignir niður hverju sinni. AP/Abdel Kareem Hana Samkvæmt Alþjóðanefnd Rauða krossins hafa nefndinni borist tilkynningar um 6.400 einstaklinga sem enn er saknað á Gasa. Talið er að margir af þeim hafi grafist undir rústum, verið jarðsettir í ómerktum gröfum eða séu í haldi Ísraelsmanna. Um það bil 1.100 mál hafa borist nefndinni frá því í apríl. Að sögn Söruh Davies, talsmanni ICRC, hringja um það bil 500 til 2.500 einstaklingar í neyðarlínur nefndarinnar í viku hverri en langflest símtölin varða einstaklinga sem er saknað. Fjöldinn sveiflast nokkuð að sögn Davies en fleiri tilkynningar berast þegar átök brjótast út þar sem margir eru saman komnir og þegar tilskipanir um rýmingu berast í aðdraganda aðgerða. „Því miður þá er auðvelt fyrir fólk að skiljast að í ringulreiðinni. Fólk er hrætt, stundum er myrkur og erfitt að sjá til, ef það eru sprengingar þá flýr fólk og týnir hvort öðru,“ segir hún. Þá liggi ekki alltaf fyrir hvar fólk endar ef það er flutt á brott í sjúkrabifreiðum, til að mynda. Um það bil 2.300 mál sem komið hafa inn á borð ICRC hefur verið lokað, þannig að viðkomandi fannst annað hvort á lífi eða látinn. Samtökin Save the Children hafa bent á að þrátt fyrir að viðbragðsaðilar hefðu aðföng til að standa í björgunarstörfum væri það ómögulegt vegna yfirstandandi átaka. Muhammad Naji, íbúi í al-Falluja í norðurhluta Gasa, segir björgunarmönnum hafa tekist að bjarga átta úr húsarústum eftir nýlega árás. Sautján séu hins vegar taldir fastir og frændsystkina Naji er saknað. „Við vitum ekkert um þau,“ segir hann. „Byggingin hrundi á höfuðið á þeim. Eru þau látin? Eru þau lifandi? Enginn getur sagt okkur neitt. Ef frændsystkini mín eru dáin viljum við grafa þau. Við getum hvorki hugsað né skilið.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Ísrael Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Um það bil 1.100 mál hafa borist nefndinni frá því í apríl. Að sögn Söruh Davies, talsmanni ICRC, hringja um það bil 500 til 2.500 einstaklingar í neyðarlínur nefndarinnar í viku hverri en langflest símtölin varða einstaklinga sem er saknað. Fjöldinn sveiflast nokkuð að sögn Davies en fleiri tilkynningar berast þegar átök brjótast út þar sem margir eru saman komnir og þegar tilskipanir um rýmingu berast í aðdraganda aðgerða. „Því miður þá er auðvelt fyrir fólk að skiljast að í ringulreiðinni. Fólk er hrætt, stundum er myrkur og erfitt að sjá til, ef það eru sprengingar þá flýr fólk og týnir hvort öðru,“ segir hún. Þá liggi ekki alltaf fyrir hvar fólk endar ef það er flutt á brott í sjúkrabifreiðum, til að mynda. Um það bil 2.300 mál sem komið hafa inn á borð ICRC hefur verið lokað, þannig að viðkomandi fannst annað hvort á lífi eða látinn. Samtökin Save the Children hafa bent á að þrátt fyrir að viðbragðsaðilar hefðu aðföng til að standa í björgunarstörfum væri það ómögulegt vegna yfirstandandi átaka. Muhammad Naji, íbúi í al-Falluja í norðurhluta Gasa, segir björgunarmönnum hafa tekist að bjarga átta úr húsarústum eftir nýlega árás. Sautján séu hins vegar taldir fastir og frændsystkina Naji er saknað. „Við vitum ekkert um þau,“ segir hann. „Byggingin hrundi á höfuðið á þeim. Eru þau látin? Eru þau lifandi? Enginn getur sagt okkur neitt. Ef frændsystkini mín eru dáin viljum við grafa þau. Við getum hvorki hugsað né skilið.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Ísrael Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira